Lífið

Óþægilegt að afklæðast

MYNDIR / COVER MEDIA
Þúsundþjalasmiðurinn Jennifer Lopez ljómaði í húðlituðum kjól er hún mætti í viðtal til Jimmy Kimmel fyrir suttu. Þar talaði hún um nýjustu mynd sína Parker og hvað henni fannst um að afklæðast fyrir framan karakterinn sem leikinn er af Jason Statham. "Ég fór ekki úr öllu en nógu miklu til að þetta væri óþægilegt. Hjarta mitt sló svo hratt, það var hræðilegt. Það var hægt að heyra saumnál detta því það vissu allir að það væri að koma að atriðinu,“ segir þessi hressa, tveggja barna móðir.
Jimmy og Jennifer.
Jimmy kom líka inn á daglegt líf Jennifer og hvenær hún vakni eiginlega á morgnanna. "Ég á tvíbura og þeir vakna um sjö leytið. Þeir koma inn og vekja mig.“





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.