Lífið

Victoria's Secret fyrirsæta kærð

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Franska ofurfyrirsætan Constance Jablonski hefur fengið á sig kæru upp á á 3,3 milljónir dollara af módelskrifstofunni Marylin Model Management. Þetta kemur fram á fréttasíðunni Daily News.

Constance á að hafa farið á bak við samning sinn við skrifstofuna með því að ganga til liðs við DNA Model Management, sem er einn helsti samkeppnisaðili Marylin. Fyrirsætan var með samning til þriggja ára við Marylin en færði sig yfir til DNA fyrir tilskildan tíma. Talsmenn Marylin telja sig hafa gert Jablonski að ofurfyrirsætu, en samkvæmt þeim var hún óþekkt þegar hún hóf störf þar.

Hin 21 árs gamla Constance Jablonski hefur m.a. verið andlit Calvin Klein, Dior og Estée Laudre, ásamt því að vera einn af Victoria's Secret englunum.

Spænska Vogue.
Hér prýðir hún forsíðu þýska Vogue.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.