Innlent

Fjárhæðir bóta hækka um tæplega 4 prósent

Fjárhæðir bóta almannatrygginga hækka um 3,9% samkvæmt frétt á heimasíðu Tryggingastofnunar.



Þar með eru taldar lífeyrisgreiðslur og greiðslur vegna félagslegrar aðstoðar (s.s. umönnunargreiðslur, mæðra- og feðralaun, dánarbætur og heimilisuppbót).

Frítekjumörk vegna lífeyrissjóðstekna ellilífeyrisþega hækka úr 10.000 kr. í 15.800 kr. á mánuði. Önnur frítekjumörk ellilífeyrisþega, það er vegna atvinnutekna og fjármagnstekna, haldast óbreytt.

Frítekjumörk fyrir örorkulífeyrisþega haldast óbreytt. Það á við um atvinnutekjur, lífeyrissjóðstekjur og fjármagnstekjur.

Lágmarksframfærslutrygging hækkar úr 203.005 kr. og verður 210.922 kr. fyrir einstakling sem býr einn en úr 174.946 kr. í. 181.769 kr. fyrir þá sem eru í sambúð.

Orlofsuppbót verður eins og hún var fyrir 2012, þ.e. 20% og desemberuppbót 30% af tekjutryggingu og heimilisuppbót.

Bráðabirgðaákvæði um samanburðarútreikning á vistunarframlagi heimilismanna á stofnun fyrir aldraða er framlengt.

Frítekjumörk vegna kostnaðarþátttöku heimilismanna á stofnun fyrir aldraða í dvalarkostnaði hækka úr 65.005 kr. í 70.000 kr.

Vasapeningar vegna dvalar á sjúkrastofnun hækka í 50.000 kr. á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×