Innlent

Fálki varð næstum úti í vestfirska storminum - íbúi á Flateyri bjargaði lífi hans

Athugið að myndin er úr safni.
Athugið að myndin er úr safni.
„Við sáum fugl út um gluggann og héldum að þetta væri ugla, svo fórum við út og þá var þetta fálki. Við tókum hann inn því honum var svo kalt, hann var eiginlega hættur að geta hreyft sig," sagði Steinunn Einarsdóttir íbúi á Flateyri, sem á dögunum fann fálka á Flateyri, nær dauða en lífi.

Í viðtali við vestfirska fréttamiðilinn bb.is kemur fram að það hafi ekki aðeins verið fólk sem þurfti að berjast við óblíð náttúruöflin á Vestfjörðum síðustu helgi, heldur hafi málleysingjarnir einnig háð sína baráttu. Og sumir þurftu meiri hjálp en aðrir.

„Maður lætur ekki hálfdauðan fugl fyrir framan nefið á manni drepast," sagði Steinunn í samtali við bb.is en hægt er að horfa á myndskeið þar sem rætt er við Steinunni á vef bb.is þar sem sést þegar hún sleppir fálkanum sem flaug feginn út í frelsið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×