Innlent

Hér dugar enginn "heimilskattaþvottur“

Jón Bjarnason á góðri stundu.
Jón Bjarnason á góðri stundu.
Jón Bjarnason, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, segir á bloggsíðu sinni að ástæðan fyrir löku gengi flokks hans í nýjum þjóðarpúlsi Gallups sé sú að forystumenn flokksins séu of hallir undir vegferð Samfylkingarinnar um að sækja um aðild að ESB.

Flokkurinn mælist aðeins með 9,1% fylgi sem er undir helmingi þess fylgis sem flokkurinn fékk í síðustu alþingiskosningum.

„Kjósendur VG hafa fengið gjörsamlega upp í kok af þrákelkni þeirra forystumanna VG sem hafa keyrt þessa ESB umsókn áfram , sumir undir þeim formerkjum að „kíkja í pakkann", skrifar Jón á blogg sitt og bætir við að eina leiðin til þess að snúa taflinu við sé að „ brjótast undan því valdi [ESB umsókninni innskt. blm.] og losa sig úr þeim álögum þegar í stað."

Og að mati Jóns dugar ekkert hálfkák, eða eins og hann orðar það sjálfur: „Þarna er í raun ekkert val. Hér dugar enginn „heimilskattaþvottur", svo gengið sé í smiðju forsætisráðherra Samfylkingarinnar. Forysta Vinstri Grænna, sem þarna á í hlut, verður einfaldlega að stíga fram og biðja þjóðina og kjósendur VG afsökunar fyrir að hafa gengið undir þessi álög ESB og Samfylkingarinnar."

Hægt er að lesa blogg Jóns hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×