Leikkonan Jessica Alba er í fríi í Cabo San Lucas í Mexíkó með fjölskyldunni og er búin að nýta hvert tækifæri til að sóla tónaðan líkamann.
Jessica klæddist afar efnislitlu bikiníi í gærdag og sýndi kroppinn sem er vægast sagt lögulegur.
Bossi.Eiginmaður Jessicu, Cash Warren, og dætur þeirra tvær, Honor, fjögurra ára og Haven, sextán mánaða, voru líka með í för en fjölskyldan fagnaði áramótunum í Mexíkó.