Innlent

Brjálað að gera á bráðamóttöku

BBI skrifar
Mynd/Vilhelm
Það er mikið um að fólk detti og slasi sig í hálkunni sem hefur verið síðustu daga á höfuðborgarsvæðinu. Örtröð hefur verið á slysadeild Landspítalans vegna þessa.

„Við höfum bara verið hérna í stanslausum mokstri," segir Einar Hjaltason, sérfræðingur á slysadeild Landspítalans. Ekki hefur gefist tími til að taka saman hversu margir hafa sótt bráðamóttöku síðustu daga vegna hálkuslysa en Einar segir að álagið sé töluvert meira en gengur og gerist „þó það sé alltaf mikið að gera hérna," bætir hann við.

Einar segir að það sé einkum gamalt fólk sem hefur verið að koma „enda er því hættara við að brotna ef það dettur. Þetta eru yfirleitt öklabrot eða úlnliðsbrot."

Einar segir að gamalt fólk ætti að reyna að halda sig heima meðan hálkan endist á höfuðborgarsvæðinu „og vera þá vel skóað ef það neyðist til að fara út."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×