Lífið

Eldhúsið afhjúpað í kvöld

MYNDIR / MASTERCHEF
Þáttaröðin MasterChef Ísland snýr aftur á Stöð 2 í kvöld en serían hefur verið í jólafríi. Í kvöld ganga átta bestu áhugakokkarnir inn í MasterChef-eldhúsið - það stærsta í íslenskri sjónvarpssögu.

Er þetta fyrsti þátturinn í seríunni sem fer fram í eldhúsinu en framvegis keppa áhugakokkarnir eingöngu í því, en eldhúsið er búið fyrsta flokks tækjum og tólum.



Það verður hart barist í kvöld þegar keppendur þurfa að leysa matartengdar þrautir til að komast áfram í keppninni. Einn áhugakokkur þarf að taka pokann sinn og fara heim en hinir eru einu skrefi nær því að verða fyrsti meistarakokkur Íslands.

Rikka fær smink.
Dómarar eru Friðrika Hjördís Geirsdóttir, sjónvarpskokkur, Eyþór Rúnarsson, yfirmatreiðslumaður á Nauthól og Ólafur Örn Ólafsson, yfirþjónn á Hótel Marina. Þessi þrusuþrenna kallar ekki allt ömmu sína og krefst aðeins það besta frá keppendum í MasterChef Ísland.

Keppendurnir í MasterChef Ísland - þeir átta bestu.
Facebook-síða MasterChef Ísland.

MasterChef-eldhúsið er glæsilegt í alla staði.
Þú gætir unnið - vertu með okkur á Facebook.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.