Lífið

Stal senunni á rauða dreglinum

MYNDIR / COVER MEDIA
Leikkonan Kerry Washington var í einu orði sagt fantaflott þegar hún kynnti nýjustu mynd sína, Django Unchained í gær á Hassler-hótelinu í Róm á Ítalíu.

Þessi 35 ára fegurðardís klæddist klikkuðum kjól frá Peter Pilotto sem stal algjörlega senunni. Við hann var hún í hælum frá Nicholas Kirkwood, með hring frá Solange Azagury-Partridge og eyrnalokka frá Monique Pean.

Æðisleg!
Út um allan heim er beðið eftir Django Unchained með eftirvæntingu en leikstjóri er enginn annar en meistari Quentin Tarantino. Ásamt Kerry eru það Jamie Foxx, Christoph Waltz og Samuel L. Jackson sem fara með aðalhlutverkin.

Leikararnir og leikstjórinn.
Þú gætir unnið - vertu með okkur á Facebook.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.