Facebook og Twitter tromp Íslands 5. janúar 2013 18:52 Áhugi útlendinga á Íslandi hefur aukist mikið í vetur að mati verkefnastjóra Íslandsstofu og greina má aukninguna vel á samfélagsmiðlum, sem eru að hans mati tromp Íslands í markaðssetningu erlendis. Markaðsátakið Ísland allt árið hefur skilað landinu umtalsverðri athygli á samfélagsmiðlunum. Í nóvember fengu til dæmis ríflega 3 milljónir fréttir og efni frá Facebook-síðunni Inspired by Iceland en hún hefur tæplega 80 þúsund fylgjendur og deila sjö til tíu þúsund efni þaðan daglega. Þá hefur Facebook-síðan Iceland Naturally ríflega 50 þúsund fylgjendur og Iceland wants to be your friend ríflega 80 þúsund en það er Íslandsstofa sem heldur síðunum þremur úti. „Þeir sem hafa komið hafa mikinn áhuga á því að deila áfram sögunni upplifuninni og myndunum sem þeir hafa tekið hérna. Bara þessir 80 þúsund fylgjendur okkar á inspired by Iceland eiga vini samtals um 17 milljónir manna þannig að þið sjáið samlegðaráhrifin þarna á milli," segir Guðrún Birna Jörgensen, verkefnastjóri hjá Íslandsstofu. Og þetta á vel við þessa fimmtíu Þjóðverja sem hafa dvalið hér á landi í fimm daga í boði útvarpsstöðvarinnar SWR3. Allt sem hópurinn gerir fer nánast á rauntíma inn á netið en stöðin á 130 þúsund aðdáendur facebook- ásamt 20 þúsund á twitter-notendum sem hafa látið í sér heyra. „Stóru löndin eru að fjárfesta milljörðum ofan á milljarða í markaðssetningu á auglýsingaherferðum og landinu og þegar við erum með fimm til sex hundruð milljónir þá er það ekki há upphæð þegar kemur að því að kaupa birtingar á erlendum mörkuðum. Þarna eru samfélagsmiðlarnir okkar tromp í allri þessari markaðssetningu og hafa virkað mjög vel." Þetta hefur líka sótt í sig veðrið að undanförnu? „Já við sjáum gífurlega aukningu núna og vonum að svo verði áfram. þetta skiptir miklu máli fyrir herferð sem þessa." Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Áhugi útlendinga á Íslandi hefur aukist mikið í vetur að mati verkefnastjóra Íslandsstofu og greina má aukninguna vel á samfélagsmiðlum, sem eru að hans mati tromp Íslands í markaðssetningu erlendis. Markaðsátakið Ísland allt árið hefur skilað landinu umtalsverðri athygli á samfélagsmiðlunum. Í nóvember fengu til dæmis ríflega 3 milljónir fréttir og efni frá Facebook-síðunni Inspired by Iceland en hún hefur tæplega 80 þúsund fylgjendur og deila sjö til tíu þúsund efni þaðan daglega. Þá hefur Facebook-síðan Iceland Naturally ríflega 50 þúsund fylgjendur og Iceland wants to be your friend ríflega 80 þúsund en það er Íslandsstofa sem heldur síðunum þremur úti. „Þeir sem hafa komið hafa mikinn áhuga á því að deila áfram sögunni upplifuninni og myndunum sem þeir hafa tekið hérna. Bara þessir 80 þúsund fylgjendur okkar á inspired by Iceland eiga vini samtals um 17 milljónir manna þannig að þið sjáið samlegðaráhrifin þarna á milli," segir Guðrún Birna Jörgensen, verkefnastjóri hjá Íslandsstofu. Og þetta á vel við þessa fimmtíu Þjóðverja sem hafa dvalið hér á landi í fimm daga í boði útvarpsstöðvarinnar SWR3. Allt sem hópurinn gerir fer nánast á rauntíma inn á netið en stöðin á 130 þúsund aðdáendur facebook- ásamt 20 þúsund á twitter-notendum sem hafa látið í sér heyra. „Stóru löndin eru að fjárfesta milljörðum ofan á milljarða í markaðssetningu á auglýsingaherferðum og landinu og þegar við erum með fimm til sex hundruð milljónir þá er það ekki há upphæð þegar kemur að því að kaupa birtingar á erlendum mörkuðum. Þarna eru samfélagsmiðlarnir okkar tromp í allri þessari markaðssetningu og hafa virkað mjög vel." Þetta hefur líka sótt í sig veðrið að undanförnu? „Já við sjáum gífurlega aukningu núna og vonum að svo verði áfram. þetta skiptir miklu máli fyrir herferð sem þessa."
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira