Fyrirsætan Heidi Klum ljómar á forsíðu nýjasta heftis Marie Claire. Hún talar mikið um ástina og lífið en hún skildi við Seal, eiginmann sinn til átta ára, í fyrra. Hún talar líka mjög opinskátt um kynlíf sitt.
"Sumir taka áhættur í rúminu og sumir eru daufir. Það er frábært að leggja sig fram og bjóða upp á búninga stundum, að gera hluti sem eru ekki venjulegir," segir Heidi sem er í sambandi með lífverði sínum, Martin Kristen.
Heidi og kærastinn.En ætlar Heidi að gifta sig aftur?