Á að losna við aukakílóin eftir allar jólakræsingarnar? 9. janúar 2013 15:30 "Jákvætt viðhorf á okkur sjálf og raunhæf markmið er allt sem þarf," er það fyrsta sem Freyja Sigurðardóttir þriggja barna móðir og fitnessdrottning með meiru segir þegar við spyrjum um markmið og ráð hennar til þeirra sem vilja huga vel að líkama og sál en hún starfar sem einkaþjálfari hjá Hreyfingu og Sporthúsinu í Reykjanesbæ. "Æfingastöðvarnar eru að fyllast og flest allir eru með sömu markmið sem eru að losna við "aukakílóin" eftir allar jólakræsingarnar. Þú ætlar að taka laugardaginn og sunnudaginn alveg í átveislu því þú ætlar svoleiðis að byrja í "átaki" á mánudaginn. Kannastu við þetta?" spyr Freyja jafnframt áður en hún þylur upp eftirfarandi ráð:1. Morgunmatur Það er algjört lykilatriði að byrja daginn á hollum og næringarríkum mat ef þú vilt ná tökum á líkamsþyngdinni og borða svo litlar máltíðir allan daginn á 2-3 tíma fresti til að viðahalda "brennslunni" í líkamanum og að blóðsykurinn haldist í jafnvægi.2. Raunhæf markmið Ég ætla að vera búin að missa 5-7 kg.og 7% í fitu á einum mánuði. Þetta fæ ég að heyra alltof oft. Fitan rennur ekki af þér frá fyrsta degi á nýju æfingaplani og breyttu mataræði. Það getur tekið líkamann nokkra daga jafnvel vikur að komast í jafnvægi til að brenna fitu. Líkaminn streitist á móti og reynir að halda í allt sem hann getur, og því minna sem þú borðar því þrjóskari verður hann. Raunhæft markmið er allt sem þarf og við þurfum að hætta öllum skyndikúrum og skyndi hitt og þetta. Allt tekur sinn tíma og maður uppsker eins og maður sáir. Að breyta lífsstíl sínum og skrokk tekur tíma og mörg lítil skref verða að einu stóru skrefi sem verður hið raunverulega markmið. Breytingar eru að eiga sér stað í líkamanum þó við sjáum þær ekki frá degi til dags.3. Jákvæðni Gerðu lífsstílsbreytingu á jákvæðan hátt. Þú einn getur tekið ákvörðun um hvað þú vilt gera og hvernig þú vilt taka þig á. Enginn getur gert þetta fyrir þig þannig að ef ákvörðunin er að breyta lífsstílnum og koma sér í betra líkamlegt og andlegt form þarftu að hefja "átakið" á jákvæðni og þolinmæði. Einfalda leiðin er EKKI að sleppa hinu og þessu heldur að gæta hófs. Borðaðu einn ávöxt og grænmeti sem millimál og vatnsglas er góður ávani.4. Gættu hófs Þú byrjar af krafti í ræktinni og tekur hrikalega vel á því, svitinn lekur af þér og þú ert afskaplega ánægður með þig. Eftir æfinguna finnst þér þú heldur betur hafa unnið fyrir því að fá þér væna próteinstöng eða álíka hressingu. En ef slík "verðlaun" koma sem viðbót við aðra fæðu sem þú neytir að jafnaði, eru litlar líkur á minnkandi ummáli. Árangursríkasta leiðin til að leggja af er að að auka hreyfinguna jafnhliða því að fækka hitaeiningum að einhverju leyti. 5-6 litlar máltíðir á dag í réttum hlutföllum í öllum fæðutegundum ásamt hreyfingu er lykillinn að bættri heilsu og minni ummáli.5. Þú ert að gera þetta fyrir þig Til að ná varanlegum árangri í líkamsrækt þarf þú að taka ábyrgð á sjálfum þér. Ef þú ætlar að treysta á vin eða vinkonu til að draga þig alltaf með sér á æfingu og þú situr heima ef hann/hún mætir ekki til að sækja þig, þá er hætt við því að málið falli fljótt um sjálft sig. Það er vissulega besta mál að hafa æfingafélaga. En ekki treysta á að hann í blindni, og ekki ætlast til að maki þinn eða aðrir í kringum þig stoppi þig af ef þú ert að "svindla" í mataræðinu eða líkamsrækt þinni. Þú ert þinn eigin gæfu smiður. Treystu á sjálfan þig.6. Hófsemi Það er mun auðveldra að komast í kjörþyngd með því að tileinka sér heilbrigðan lífsstíl smám saman í stað þess að rjúka af stað með reglulegu millibili í strangan megrunarkúr. Ef þú heldur þig við hollt fæði flesta daga er í fínu lagi að láta eftir sér að smakka á uppáhalds óhollustunni öðru hvoru. Það er nauðsynlegt að njóta þess að borða það sem þig langar í en kunna að gæta hófs. Það gefast allir upp ef þeir neita sér um allt sem þá langar í. Besta lausnin er að finna skemmtilega tegund þjálfunar sem kemur þér í gott form og borða holla og fjölbreytta fæðu sem þú nýtur þess að borða, í hóflegu magni.7. Geðheilsan Líkamsrækt minnkar streitu og kvíða og getur haft fyrirbyggjandi áhrif á þunglyndi.8. Hreinsaðu til í mataræðinu Hreinsaðu burt allt konfekt, snakk og allt sem ögrar þér í mataræðinu. Það er ósköp einfalt, ef freistingarnar eru til staðar er mjög líklegt að þær muni tefja fyrir því að þú náir settu markmiði. Hugsaðu sem svo; ruslfæði og sætindi henta ekki lengur markmiðum mínum, svo út með þau! Fylltu svo skápana og ísskápinn af fjölbreyttri hollustu.9. Þú stjórnar ferðinni Þú átt aðeins þennan eina líkama og heilsa þín er dýrmæt. Ekki vanmeta mikilvægi þess að rækta líkamann, hreyfa hann reglulega og velja vandlega næringuna þína. Mundu að þitt er valið, það er ljóst að enginn annar en þú sjálfur velur hvað þú borðar og hvort og hve oft þú hreyfir þig. Þitt val, þínar ákvarðanir, þinn árangur. Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Sjá meira
"Jákvætt viðhorf á okkur sjálf og raunhæf markmið er allt sem þarf," er það fyrsta sem Freyja Sigurðardóttir þriggja barna móðir og fitnessdrottning með meiru segir þegar við spyrjum um markmið og ráð hennar til þeirra sem vilja huga vel að líkama og sál en hún starfar sem einkaþjálfari hjá Hreyfingu og Sporthúsinu í Reykjanesbæ. "Æfingastöðvarnar eru að fyllast og flest allir eru með sömu markmið sem eru að losna við "aukakílóin" eftir allar jólakræsingarnar. Þú ætlar að taka laugardaginn og sunnudaginn alveg í átveislu því þú ætlar svoleiðis að byrja í "átaki" á mánudaginn. Kannastu við þetta?" spyr Freyja jafnframt áður en hún þylur upp eftirfarandi ráð:1. Morgunmatur Það er algjört lykilatriði að byrja daginn á hollum og næringarríkum mat ef þú vilt ná tökum á líkamsþyngdinni og borða svo litlar máltíðir allan daginn á 2-3 tíma fresti til að viðahalda "brennslunni" í líkamanum og að blóðsykurinn haldist í jafnvægi.2. Raunhæf markmið Ég ætla að vera búin að missa 5-7 kg.og 7% í fitu á einum mánuði. Þetta fæ ég að heyra alltof oft. Fitan rennur ekki af þér frá fyrsta degi á nýju æfingaplani og breyttu mataræði. Það getur tekið líkamann nokkra daga jafnvel vikur að komast í jafnvægi til að brenna fitu. Líkaminn streitist á móti og reynir að halda í allt sem hann getur, og því minna sem þú borðar því þrjóskari verður hann. Raunhæft markmið er allt sem þarf og við þurfum að hætta öllum skyndikúrum og skyndi hitt og þetta. Allt tekur sinn tíma og maður uppsker eins og maður sáir. Að breyta lífsstíl sínum og skrokk tekur tíma og mörg lítil skref verða að einu stóru skrefi sem verður hið raunverulega markmið. Breytingar eru að eiga sér stað í líkamanum þó við sjáum þær ekki frá degi til dags.3. Jákvæðni Gerðu lífsstílsbreytingu á jákvæðan hátt. Þú einn getur tekið ákvörðun um hvað þú vilt gera og hvernig þú vilt taka þig á. Enginn getur gert þetta fyrir þig þannig að ef ákvörðunin er að breyta lífsstílnum og koma sér í betra líkamlegt og andlegt form þarftu að hefja "átakið" á jákvæðni og þolinmæði. Einfalda leiðin er EKKI að sleppa hinu og þessu heldur að gæta hófs. Borðaðu einn ávöxt og grænmeti sem millimál og vatnsglas er góður ávani.4. Gættu hófs Þú byrjar af krafti í ræktinni og tekur hrikalega vel á því, svitinn lekur af þér og þú ert afskaplega ánægður með þig. Eftir æfinguna finnst þér þú heldur betur hafa unnið fyrir því að fá þér væna próteinstöng eða álíka hressingu. En ef slík "verðlaun" koma sem viðbót við aðra fæðu sem þú neytir að jafnaði, eru litlar líkur á minnkandi ummáli. Árangursríkasta leiðin til að leggja af er að að auka hreyfinguna jafnhliða því að fækka hitaeiningum að einhverju leyti. 5-6 litlar máltíðir á dag í réttum hlutföllum í öllum fæðutegundum ásamt hreyfingu er lykillinn að bættri heilsu og minni ummáli.5. Þú ert að gera þetta fyrir þig Til að ná varanlegum árangri í líkamsrækt þarf þú að taka ábyrgð á sjálfum þér. Ef þú ætlar að treysta á vin eða vinkonu til að draga þig alltaf með sér á æfingu og þú situr heima ef hann/hún mætir ekki til að sækja þig, þá er hætt við því að málið falli fljótt um sjálft sig. Það er vissulega besta mál að hafa æfingafélaga. En ekki treysta á að hann í blindni, og ekki ætlast til að maki þinn eða aðrir í kringum þig stoppi þig af ef þú ert að "svindla" í mataræðinu eða líkamsrækt þinni. Þú ert þinn eigin gæfu smiður. Treystu á sjálfan þig.6. Hófsemi Það er mun auðveldra að komast í kjörþyngd með því að tileinka sér heilbrigðan lífsstíl smám saman í stað þess að rjúka af stað með reglulegu millibili í strangan megrunarkúr. Ef þú heldur þig við hollt fæði flesta daga er í fínu lagi að láta eftir sér að smakka á uppáhalds óhollustunni öðru hvoru. Það er nauðsynlegt að njóta þess að borða það sem þig langar í en kunna að gæta hófs. Það gefast allir upp ef þeir neita sér um allt sem þá langar í. Besta lausnin er að finna skemmtilega tegund þjálfunar sem kemur þér í gott form og borða holla og fjölbreytta fæðu sem þú nýtur þess að borða, í hóflegu magni.7. Geðheilsan Líkamsrækt minnkar streitu og kvíða og getur haft fyrirbyggjandi áhrif á þunglyndi.8. Hreinsaðu til í mataræðinu Hreinsaðu burt allt konfekt, snakk og allt sem ögrar þér í mataræðinu. Það er ósköp einfalt, ef freistingarnar eru til staðar er mjög líklegt að þær muni tefja fyrir því að þú náir settu markmiði. Hugsaðu sem svo; ruslfæði og sætindi henta ekki lengur markmiðum mínum, svo út með þau! Fylltu svo skápana og ísskápinn af fjölbreyttri hollustu.9. Þú stjórnar ferðinni Þú átt aðeins þennan eina líkama og heilsa þín er dýrmæt. Ekki vanmeta mikilvægi þess að rækta líkamann, hreyfa hann reglulega og velja vandlega næringuna þína. Mundu að þitt er valið, það er ljóst að enginn annar en þú sjálfur velur hvað þú borðar og hvort og hve oft þú hreyfir þig. Þitt val, þínar ákvarðanir, þinn árangur.
Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Sjá meira