Eins og poppstjarna í Tævan og Malasíu Kjartan Atli Kjartansson skrifar 17. desember 2013 09:00 Ólafur heldur jólin heima hjá foreldrum sínum í Mosfellsbæ. Fréttablaðið/Valli „Ég ætla að bjóða upp á kósý tónleika í Kaldalónssal í Hörpu,“ segir Ólafur Arnalds um tónleikana sína sem verða annað kvöld. „Ég mun spila með svokölluðu tríói mínu. Þetta er sama uppsetning og við notum þegar við ferðumst til mjög fjarlægra landa, reyndar mun Arnór Dan söngvari vera með okkur, þannig að þetta verður ekki nákvæmlega eins,“ útskýrir Ólafur. Árið 2013 hefur verið afar viðburðaríkt hjá Ólafi. Hann hefur farið til 23 landa og haldið yfir hundrað tónleika. „Þetta hefur verið gott ár en þreytandi. Lengsta sem við fórum var til Ástralíu, kemst maður eitthvað lengra frá Íslandi en það?“ Ólafur hefur séð ýmislegt á árinu og upplifað mismunandi menningu. „Mér finnst alltaf skemmtilega sérstakt að fara til Asíu. Ferðalögin til Tævan og Malasíu voru einstök. Þar er komið fram við mann eins og einhverja poppstjörnu,“ segir Ólafur sem segist ekki sjá sig sem stjörnu þrátt fyrir miklar vinsældir erlendis. Sem dæmi um það er Ólafur einn af þeim Íslendingum sem er með flesta fylgjendur á samskiptavefnum Twitter. Tæplega 24 þúsund manns fylgja Ólafi. Honum þykir það sérstakt. „Ég set bara inn myndir af einhverju sem mér finnst skemmtilegt og skrifa það sem ég hugsa. Þetta er bara heimilislegt og persónulegt hjá mér.“ Auk þess að nota árið í tónleikaferðalag hefur Ólafur varið tíma sínum í að semja kvikmyndatónlist. Til dæmis sér hann um tónlistina í þáttunum Broadchurch, sem hafa vakið mikla athygli á Bretlandi. „Mér finnst ákaflega gaman að vinna með Bretum. Þeir eru ekki eins formfastir og þeir sem maður vinnur með í Hollywood. Bretarnir eru óhræddir við að leyfa manni að taka smá áhættu og veita manni frelsi til að gera það sem maður vill gera, á meðan þeir í Hollywood eru meira að hugsa um áhrif á markhópa,“ útskýrir Ólafur. Önnur sería þáttanna fer í loftið á næsta ári og mun Ólafur halda áfram að semja tónlistina í þá. Hann mun einnig fara í stutta tónleikaferð til Asíu og Ástralíu í febrúar og mars og semja tónlist í kvikmyndir. „En fyrst ætla ég að byrja á því að halda tónleikana í Hörpu á morgun og taka mér svo jólafrí og halda jólin heima hjá foreldrum mínum í Mosfellsbæ,“ segir Ólafur. Tónleikarnir hefjast klukkan 20 annað kvöld. Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Sjá meira
„Ég ætla að bjóða upp á kósý tónleika í Kaldalónssal í Hörpu,“ segir Ólafur Arnalds um tónleikana sína sem verða annað kvöld. „Ég mun spila með svokölluðu tríói mínu. Þetta er sama uppsetning og við notum þegar við ferðumst til mjög fjarlægra landa, reyndar mun Arnór Dan söngvari vera með okkur, þannig að þetta verður ekki nákvæmlega eins,“ útskýrir Ólafur. Árið 2013 hefur verið afar viðburðaríkt hjá Ólafi. Hann hefur farið til 23 landa og haldið yfir hundrað tónleika. „Þetta hefur verið gott ár en þreytandi. Lengsta sem við fórum var til Ástralíu, kemst maður eitthvað lengra frá Íslandi en það?“ Ólafur hefur séð ýmislegt á árinu og upplifað mismunandi menningu. „Mér finnst alltaf skemmtilega sérstakt að fara til Asíu. Ferðalögin til Tævan og Malasíu voru einstök. Þar er komið fram við mann eins og einhverja poppstjörnu,“ segir Ólafur sem segist ekki sjá sig sem stjörnu þrátt fyrir miklar vinsældir erlendis. Sem dæmi um það er Ólafur einn af þeim Íslendingum sem er með flesta fylgjendur á samskiptavefnum Twitter. Tæplega 24 þúsund manns fylgja Ólafi. Honum þykir það sérstakt. „Ég set bara inn myndir af einhverju sem mér finnst skemmtilegt og skrifa það sem ég hugsa. Þetta er bara heimilislegt og persónulegt hjá mér.“ Auk þess að nota árið í tónleikaferðalag hefur Ólafur varið tíma sínum í að semja kvikmyndatónlist. Til dæmis sér hann um tónlistina í þáttunum Broadchurch, sem hafa vakið mikla athygli á Bretlandi. „Mér finnst ákaflega gaman að vinna með Bretum. Þeir eru ekki eins formfastir og þeir sem maður vinnur með í Hollywood. Bretarnir eru óhræddir við að leyfa manni að taka smá áhættu og veita manni frelsi til að gera það sem maður vill gera, á meðan þeir í Hollywood eru meira að hugsa um áhrif á markhópa,“ útskýrir Ólafur. Önnur sería þáttanna fer í loftið á næsta ári og mun Ólafur halda áfram að semja tónlistina í þá. Hann mun einnig fara í stutta tónleikaferð til Asíu og Ástralíu í febrúar og mars og semja tónlist í kvikmyndir. „En fyrst ætla ég að byrja á því að halda tónleikana í Hörpu á morgun og taka mér svo jólafrí og halda jólin heima hjá foreldrum mínum í Mosfellsbæ,“ segir Ólafur. Tónleikarnir hefjast klukkan 20 annað kvöld.
Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Sjá meira