Innlent

Hrina farsímaþjófnaða á Suðurnesjum

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Þjófnaður á farsímum hefur verið tíður í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á síðustu dögum. Fjórum símum var stolið þegar eigendur þeirra voru staddir á skemmtistöðum í umdæminu, en tveimur við aðrar aðstæður.

Um er að ræða tilfinnanlegt tjón fyrir þá sem verða fyrir barðinu á símaþjófunum, því fyrir utan verðmæti símanna hafa þeir í sumum tilvikum að geyma fjölskylduljósmyndir og fleira þess háttar, sem eigendum þeirra er ómetanlegt.

Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar símaþjófnaðina og hvetur fólk til að vera á varðbergi, skilja ekki við við sig síma sína á skemmtistöðum, hvorki í veskjum né á borðum og hafa varann á gagnvart hugsanlegum vasaþjófum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×