Innlent

Mjólkurafurðir hækka í verði um mánaðamótin

Heimir Már Pétursson skrifar
Verðlagsnefnd búvara hefur tekið samhljóða ákvörðun um að heildsöluverð á mjólk og mjólkurafurðum, sem nefndin verðleggur, hækki hinn 1. október í verði um 3,1%.

Á vef stjórnarráðsins segir að afurðastöðvaverð til bænda hækki um 2,49 kr. á lítra mjólkur, úr 80,43 kr. í 82,92 kr. Þá hækki vinnslu- og dreifingakostnaður mjólkur um 2,85 kr. Samanlögð hækkun heildsöluverðs verði því 5,34 kr. á hvern lítra mjólkur.

Hækkunin sé til komin vegna kostnaðarhækkana á aðföngum og rekstri undanfarinna 15 mánaða, en mjólk og mjólkurafurðir hækkuðu síðast í verði  hinn 1. júlí 2012. Þessi hækkun mun hafa áhrinf á verðlagsvísitölu og m.a.a leiða til hækkunar lána heimilanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×