Innlent

Hamast á bjöllunni

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Parið hafi óvart hringt dyrabjöllu mannsins á meðan leikar stóðu sem hæst.
Parið hafi óvart hringt dyrabjöllu mannsins á meðan leikar stóðu sem hæst. mynd/365


Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð að húsi einu í borginni á dögunum. Maður sem er íbúi í húsinu kvartaði yfir því að dyrabjöllu á heimili hans hefði verið hringt stans laust í um hálftíma. Þetta kemur fram í stöðuuppfærslu lögreglunnar á Facebook.

Maðurinn kannaðist ekki við fólkið sem hringdi bjöllunni og óskaði því eftir aðstoð lögreglu til að losna við þau.

Þegar lögreglan kom á vettvang var þar par sem hafði leitað sér skjóls í skyggnið upp við hús mannsins. Þar átti parið ástarfund og þegar leikar stóðu sem hæst höfðu þau legið utan í dyrabjöllu mannsins.

Lögreglan ræddi við fólkið sem fékk að fara eftir samtalið við lögreglu. Ekki fór fram frekari rannsókn á málinu.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×