Innlent

Eimskip fær ekki aðgang að upplýsingum

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
10. september var gerð húsleit hjá Eimskip og dótturfélögum þess.
10. september var gerð húsleit hjá Eimskip og dótturfélögum þess. mynd/Vilhelm Gunnarsson
Samkeppniseftirlitið hafnaði í dag beiðni Eimskipafélagsins Íslands, Eimskip Ísland og TVG-Zimsen um aðgang að upplýsingum sem sem liggja að baki húsleitarheimild Samkeppniseftirlitsins.Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Eimskipafélagi Íslands.

Síðasta þriðjudag var gerði Samkeppniseftirlitið húsleit hjá Eimskip, Samskip og nokkrum dótturfélögum þeirra.

Í bréfi frá Samkeppniseftirlitinu til Eimskipa, kemur fram að þegar rannsóknarhagsmunir leyfa, muni eftirlitið láta félögum í té hluta gagnanna

Eimskip mun í framhaldi þessarar ákvörðunar meta stöðu sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×