„Þurfum náttúrlega að ná í þennan mann“ Stígur Helgason skrifar 12. mars 2013 06:00 Maðurinn, sem er 46 ára, var límdur fastur í sæti sitt í flugvélinni eftir að hann ærðist, réðst á sessunaut sinn og hrópaði að vélin væri að farast. Lögreglan á Suðurnesjum bíður enn eftir upplýsingum frá Bandaríkjunum um handtöku íslenska flugdólgsins sem Icelandair kærði eftir að hann trylltist í flugvél á leið til New York í upphafi árs. Maðurinn var handtekinn á John F. Kennedy-flugvelli en látinn laus fljótlega og raunar komið á spítala vegna áfengiseitrunar. Mynd af honum fór eins og eldur í sinu um internetið, prýddi forsíðu dagblaðsins New York Post, auk þess sem spjallþáttastjórnandinn David Letterman gerði óspart grín að honum. „Staðan er sú að kæran liggur hér hjá okkur. Við höfum óskað eftir upplýsingum og gögnum frá Bandaríkjunum en höfum ekki fengið þau enn,“ segir Jóhannes Jensson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á Suðurnesjum. „Það er nú orðið svolítið síðan þannig að ég þarf kannski að fara að ýta á þetta.“ Jóhannes segir að þegar að því kemur muni þurfa að ræða við Íslendinginn. „Það hefur nú komið fram að hann búi á Barbados eða einhvers staðar. Ég veit svo sem ekki hvort hann heldur sig þar eða hvernig þetta er, en við þurfum náttúrlega að ná í þennan mann ef það á að verða úr þessu sakamál og fá hans hlið á málinu. Það getur vel verið að hann sé oft á ferðinni – ef eitthvert flugfélag vill flytja hann,“ segir Jóhannes. Ekki sé heimilt að yfirheyra sakborninga símleiðis. Hámarksrefsing fyrir að ógna öryggi loftfars er sex ára fangelsi. Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás Sjá meira
Lögreglan á Suðurnesjum bíður enn eftir upplýsingum frá Bandaríkjunum um handtöku íslenska flugdólgsins sem Icelandair kærði eftir að hann trylltist í flugvél á leið til New York í upphafi árs. Maðurinn var handtekinn á John F. Kennedy-flugvelli en látinn laus fljótlega og raunar komið á spítala vegna áfengiseitrunar. Mynd af honum fór eins og eldur í sinu um internetið, prýddi forsíðu dagblaðsins New York Post, auk þess sem spjallþáttastjórnandinn David Letterman gerði óspart grín að honum. „Staðan er sú að kæran liggur hér hjá okkur. Við höfum óskað eftir upplýsingum og gögnum frá Bandaríkjunum en höfum ekki fengið þau enn,“ segir Jóhannes Jensson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á Suðurnesjum. „Það er nú orðið svolítið síðan þannig að ég þarf kannski að fara að ýta á þetta.“ Jóhannes segir að þegar að því kemur muni þurfa að ræða við Íslendinginn. „Það hefur nú komið fram að hann búi á Barbados eða einhvers staðar. Ég veit svo sem ekki hvort hann heldur sig þar eða hvernig þetta er, en við þurfum náttúrlega að ná í þennan mann ef það á að verða úr þessu sakamál og fá hans hlið á málinu. Það getur vel verið að hann sé oft á ferðinni – ef eitthvert flugfélag vill flytja hann,“ segir Jóhannes. Ekki sé heimilt að yfirheyra sakborninga símleiðis. Hámarksrefsing fyrir að ógna öryggi loftfars er sex ára fangelsi.
Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent