„Þurfum náttúrlega að ná í þennan mann“ Stígur Helgason skrifar 12. mars 2013 06:00 Maðurinn, sem er 46 ára, var límdur fastur í sæti sitt í flugvélinni eftir að hann ærðist, réðst á sessunaut sinn og hrópaði að vélin væri að farast. Lögreglan á Suðurnesjum bíður enn eftir upplýsingum frá Bandaríkjunum um handtöku íslenska flugdólgsins sem Icelandair kærði eftir að hann trylltist í flugvél á leið til New York í upphafi árs. Maðurinn var handtekinn á John F. Kennedy-flugvelli en látinn laus fljótlega og raunar komið á spítala vegna áfengiseitrunar. Mynd af honum fór eins og eldur í sinu um internetið, prýddi forsíðu dagblaðsins New York Post, auk þess sem spjallþáttastjórnandinn David Letterman gerði óspart grín að honum. „Staðan er sú að kæran liggur hér hjá okkur. Við höfum óskað eftir upplýsingum og gögnum frá Bandaríkjunum en höfum ekki fengið þau enn,“ segir Jóhannes Jensson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á Suðurnesjum. „Það er nú orðið svolítið síðan þannig að ég þarf kannski að fara að ýta á þetta.“ Jóhannes segir að þegar að því kemur muni þurfa að ræða við Íslendinginn. „Það hefur nú komið fram að hann búi á Barbados eða einhvers staðar. Ég veit svo sem ekki hvort hann heldur sig þar eða hvernig þetta er, en við þurfum náttúrlega að ná í þennan mann ef það á að verða úr þessu sakamál og fá hans hlið á málinu. Það getur vel verið að hann sé oft á ferðinni – ef eitthvert flugfélag vill flytja hann,“ segir Jóhannes. Ekki sé heimilt að yfirheyra sakborninga símleiðis. Hámarksrefsing fyrir að ógna öryggi loftfars er sex ára fangelsi. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu Sjá meira
Lögreglan á Suðurnesjum bíður enn eftir upplýsingum frá Bandaríkjunum um handtöku íslenska flugdólgsins sem Icelandair kærði eftir að hann trylltist í flugvél á leið til New York í upphafi árs. Maðurinn var handtekinn á John F. Kennedy-flugvelli en látinn laus fljótlega og raunar komið á spítala vegna áfengiseitrunar. Mynd af honum fór eins og eldur í sinu um internetið, prýddi forsíðu dagblaðsins New York Post, auk þess sem spjallþáttastjórnandinn David Letterman gerði óspart grín að honum. „Staðan er sú að kæran liggur hér hjá okkur. Við höfum óskað eftir upplýsingum og gögnum frá Bandaríkjunum en höfum ekki fengið þau enn,“ segir Jóhannes Jensson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á Suðurnesjum. „Það er nú orðið svolítið síðan þannig að ég þarf kannski að fara að ýta á þetta.“ Jóhannes segir að þegar að því kemur muni þurfa að ræða við Íslendinginn. „Það hefur nú komið fram að hann búi á Barbados eða einhvers staðar. Ég veit svo sem ekki hvort hann heldur sig þar eða hvernig þetta er, en við þurfum náttúrlega að ná í þennan mann ef það á að verða úr þessu sakamál og fá hans hlið á málinu. Það getur vel verið að hann sé oft á ferðinni – ef eitthvert flugfélag vill flytja hann,“ segir Jóhannes. Ekki sé heimilt að yfirheyra sakborninga símleiðis. Hámarksrefsing fyrir að ógna öryggi loftfars er sex ára fangelsi.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu Sjá meira