Tókst ekki að leysa Davíð úr haldi í gær Stígur Helgason skrifar 12. mars 2013 06:00 Davíð situr í fangelsi í Tyrklandi en Þóra er á leið frá Svíþjóð til Íslands. Þau hafa ekki hugmynd um hvenær þau munu hittast aftur. Enn er alls óvíst hversu lengi Davíð Örn Bjarnason, 28 ára Íslendingur sem er grunaður um fornminjasmygl, þarf að dúsa í fangelsi í Tyrklandi. Fulltrúa aðalræðismanns Íslands mistókst að fá hann lausan þaðan í gær. „Hann náði að hitta manninn og fékk fund með saksóknaraembættinu. Það var vonast til þess að það yrði einhver fyrirtaka í málinu í dag en það gekk ekki eftir,“ segir Pétur Ásgeirsson hjá utanríkisráðuneytinu, sem fylgist eins náið með málinu og honum er unnt í gegnum ræðismanninum í höfuðborginni Ankara. Tuttugu sentímetra marmarasteinn fannst í farangri Davíðs á flugvellinum í Antalya á föstudag þegar hann var á leið úr landi. Steininn hafði hann keypt á markaði en Davíð var handtekinn þegar í stað, grunaður um að ætla að smygla dýrgrip úr landinu. Slíkt er litið mjög alvarlegum augum í Tyrklandi og við því getur legið margra ára fangelsisvist. Fulltrúi ræðismannsins sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að alls óvíst væri á hvaða stigi málsins Davíð yrði látinn laus – hvort það yrði við fyrstu fyrirtöku fyrir dómi, hvort hann þyrfti að bíða ákæru eða jafnvel dóms. Allt ferlið gæti tekið marga mánuði en farið var fram á það í gær að Davíð yrði sleppt. Úrskurðar um það er að vænta í dag eða á morgun. Starfsmaður sænska utanríkisráðuneytisins lenti í sams konar vandræðum í fyrra og þurfti að sitja í einn mánuð í gæsluvarðhaldi. Davíð hefur nú verið skipaður opinber verjandi á vegum stjórnvalda, sem tekur við máli hans af lögmanni sem íslensk yfirvöld útveguðu honum um helgina. Þóra Björg Birgisdóttir, kærasta Davíðs, segir það gera henni og fjölskyldu hans mun erfiðara fyrir að nálgast upplýsingar um stöðuna. „Maður vissi nógu lítið fyrir og núna veit ég ekki neitt. Ég er búin að missa hann og ég veit ekki hvort hann er nógu sterkur til að halda þetta út,“ segir Þóra Björg. Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Enn er alls óvíst hversu lengi Davíð Örn Bjarnason, 28 ára Íslendingur sem er grunaður um fornminjasmygl, þarf að dúsa í fangelsi í Tyrklandi. Fulltrúa aðalræðismanns Íslands mistókst að fá hann lausan þaðan í gær. „Hann náði að hitta manninn og fékk fund með saksóknaraembættinu. Það var vonast til þess að það yrði einhver fyrirtaka í málinu í dag en það gekk ekki eftir,“ segir Pétur Ásgeirsson hjá utanríkisráðuneytinu, sem fylgist eins náið með málinu og honum er unnt í gegnum ræðismanninum í höfuðborginni Ankara. Tuttugu sentímetra marmarasteinn fannst í farangri Davíðs á flugvellinum í Antalya á föstudag þegar hann var á leið úr landi. Steininn hafði hann keypt á markaði en Davíð var handtekinn þegar í stað, grunaður um að ætla að smygla dýrgrip úr landinu. Slíkt er litið mjög alvarlegum augum í Tyrklandi og við því getur legið margra ára fangelsisvist. Fulltrúi ræðismannsins sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að alls óvíst væri á hvaða stigi málsins Davíð yrði látinn laus – hvort það yrði við fyrstu fyrirtöku fyrir dómi, hvort hann þyrfti að bíða ákæru eða jafnvel dóms. Allt ferlið gæti tekið marga mánuði en farið var fram á það í gær að Davíð yrði sleppt. Úrskurðar um það er að vænta í dag eða á morgun. Starfsmaður sænska utanríkisráðuneytisins lenti í sams konar vandræðum í fyrra og þurfti að sitja í einn mánuð í gæsluvarðhaldi. Davíð hefur nú verið skipaður opinber verjandi á vegum stjórnvalda, sem tekur við máli hans af lögmanni sem íslensk yfirvöld útveguðu honum um helgina. Þóra Björg Birgisdóttir, kærasta Davíðs, segir það gera henni og fjölskyldu hans mun erfiðara fyrir að nálgast upplýsingar um stöðuna. „Maður vissi nógu lítið fyrir og núna veit ég ekki neitt. Ég er búin að missa hann og ég veit ekki hvort hann er nógu sterkur til að halda þetta út,“ segir Þóra Björg.
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira