Lífríkið í Lagarfljóti sagt vera á vonarvöl Garðar Örn Úlfarsson skrifar 12. mars 2013 13:00 Trjágróður fellur ofan í Lagarfljót með bakkanum sem brotnað hefur austan við ána, til móts við flugvöllinn á Egilsstöðum. Aðsend mynd. Mynd/Úr einkasafni. "Þetta er nýjasta sjokkið. Fljótið er orðið svo dökkt að sólarljós kemst ekki niður og þar með fer þörungagróðurinn. Lífríkið er nánast búið í Lagarfljóti," segir Gunnar Jónsson, formaður bæjarráðs Fljótsdalshéraðs, um óbirta skýrslu varðandi lífríki Lagarfljóts eftir byggingu Kárahnjúkavirkjunar. Fljótið er dekkra en áður og botngróður dafnar illa. Fiskar og fuglar eru í hættu. Á undanförnum mánuðum hefur Landsvirkjun kynnt skýrslur um landbrot á bökkum Lagarfljóts og um áhrif Kárahnjúkavirkjunar á vatnsstöðu og grunnvatnsstöðu í ánni. Landbrotið er mikið og vatnsmagnið í Lagarfljóti er meira en öll reiknilíkön sýndu. Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs vill að Landsvirkjun grípi til aðgerða til að hindra landbrotið eins og sagði í Fréttablaðinu í gær. Gunnar Jónsson segir að nýjasta "sjokkið" hafi komið á síðasta fundi samskiptanefndar Fljótsdalshéraðs og Landsvirkjunar. Lagarfljót sé orðið mun dekkra en áður og það hindri ljóstillífun í þörungablóma. "Fiskur er því mikið til að hverfa úr fljótinu og sá fiskur sem þó er eftir er horaður. Þetta hefur síðan áhrif á þverárnar þar sem verið hefur veiði á sumrin á fiski sem gengur upp í árnar úr fljótinu. Það er allt að dragast saman," útskýrir Gunnar sem kveður áhrifin einnig ná til fuglalífs. "Ég spurði um lóminn, sem er nú rödd vorsins fyrir mér. Lómurinn kemur til með að nánast fara sögðu þeir," segir Gunnar sem fékk ekki afrit af lífríkisskýrslunni á fyrrnefndum fundi. "Við fengum ekki skýrsluna í hendurnar en engu að síður eru þetta niðurstöðurnar." Á fundi samskiptanefndarinnar voru hin háa vatnsstaða og landbrotið rædd. Landsvirkjun segir vatnsmagnið "ívið" meira en reiknað hafi verið með en bæjarstjórnin segir það vera "töluvert" meira. "Þetta vatnsmagn sem er umfram er þrjátíu rúmmetrar á sekúndu. Hvað framleiða þessir aukalítrar mikið af rafmagni og peningum fyrir Landsvirkjun? Það er það sem við förum í núna í framhaldi af þessum ósköpum öllum," segir Gunnar. Magnús Þór Gylfason, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, segir lífríkisskýrslu ekki tilbúna. Komið hafi fram í skýrslu fyrir umhverfismat á sínum tíma að skilyrði lífríkis í Lagarfljóti myndu rýrna þegar rennslið ykist. Einnig að aukning svifaurs myndi líklega rýra gönguskilyrði fiska um Lagarfljót. "Landsvirkjun mun funda með Veiðifélagi Lagarfljóts og fara yfir stöðuna með því. Ákvarðanir um framhald rannsókna, mótvægisaðgerða og eða annarra aðgerða verða teknar í samráði við félagið," segir Magnús Þór Gylfason. Tengdar fréttir Bújarðir og minjar í hættu við Lagarfljót "Landsvirkjun hefur aldrei viljað koma almennilega að þessu máli en það er kannski að breytast núna,“ segir Gunnar Jónsson, formaður bæjarráðs Fljótsdalshéraðs, um áhyggjur heimamanna af landbroti við Lagarfljót. Gunnar segir að í skýrslu um vatnsstöðuna í Lagarfljóti komi fram að vatnsmagnið sé töluvert meira en öll reiknilíkön vegna Kárahnúkavirkjunar gerðu ráð fyrir. 11. mars 2013 06:00 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fleiri fréttir Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Sjá meira
"Þetta er nýjasta sjokkið. Fljótið er orðið svo dökkt að sólarljós kemst ekki niður og þar með fer þörungagróðurinn. Lífríkið er nánast búið í Lagarfljóti," segir Gunnar Jónsson, formaður bæjarráðs Fljótsdalshéraðs, um óbirta skýrslu varðandi lífríki Lagarfljóts eftir byggingu Kárahnjúkavirkjunar. Fljótið er dekkra en áður og botngróður dafnar illa. Fiskar og fuglar eru í hættu. Á undanförnum mánuðum hefur Landsvirkjun kynnt skýrslur um landbrot á bökkum Lagarfljóts og um áhrif Kárahnjúkavirkjunar á vatnsstöðu og grunnvatnsstöðu í ánni. Landbrotið er mikið og vatnsmagnið í Lagarfljóti er meira en öll reiknilíkön sýndu. Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs vill að Landsvirkjun grípi til aðgerða til að hindra landbrotið eins og sagði í Fréttablaðinu í gær. Gunnar Jónsson segir að nýjasta "sjokkið" hafi komið á síðasta fundi samskiptanefndar Fljótsdalshéraðs og Landsvirkjunar. Lagarfljót sé orðið mun dekkra en áður og það hindri ljóstillífun í þörungablóma. "Fiskur er því mikið til að hverfa úr fljótinu og sá fiskur sem þó er eftir er horaður. Þetta hefur síðan áhrif á þverárnar þar sem verið hefur veiði á sumrin á fiski sem gengur upp í árnar úr fljótinu. Það er allt að dragast saman," útskýrir Gunnar sem kveður áhrifin einnig ná til fuglalífs. "Ég spurði um lóminn, sem er nú rödd vorsins fyrir mér. Lómurinn kemur til með að nánast fara sögðu þeir," segir Gunnar sem fékk ekki afrit af lífríkisskýrslunni á fyrrnefndum fundi. "Við fengum ekki skýrsluna í hendurnar en engu að síður eru þetta niðurstöðurnar." Á fundi samskiptanefndarinnar voru hin háa vatnsstaða og landbrotið rædd. Landsvirkjun segir vatnsmagnið "ívið" meira en reiknað hafi verið með en bæjarstjórnin segir það vera "töluvert" meira. "Þetta vatnsmagn sem er umfram er þrjátíu rúmmetrar á sekúndu. Hvað framleiða þessir aukalítrar mikið af rafmagni og peningum fyrir Landsvirkjun? Það er það sem við förum í núna í framhaldi af þessum ósköpum öllum," segir Gunnar. Magnús Þór Gylfason, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, segir lífríkisskýrslu ekki tilbúna. Komið hafi fram í skýrslu fyrir umhverfismat á sínum tíma að skilyrði lífríkis í Lagarfljóti myndu rýrna þegar rennslið ykist. Einnig að aukning svifaurs myndi líklega rýra gönguskilyrði fiska um Lagarfljót. "Landsvirkjun mun funda með Veiðifélagi Lagarfljóts og fara yfir stöðuna með því. Ákvarðanir um framhald rannsókna, mótvægisaðgerða og eða annarra aðgerða verða teknar í samráði við félagið," segir Magnús Þór Gylfason.
Tengdar fréttir Bújarðir og minjar í hættu við Lagarfljót "Landsvirkjun hefur aldrei viljað koma almennilega að þessu máli en það er kannski að breytast núna,“ segir Gunnar Jónsson, formaður bæjarráðs Fljótsdalshéraðs, um áhyggjur heimamanna af landbroti við Lagarfljót. Gunnar segir að í skýrslu um vatnsstöðuna í Lagarfljóti komi fram að vatnsmagnið sé töluvert meira en öll reiknilíkön vegna Kárahnúkavirkjunar gerðu ráð fyrir. 11. mars 2013 06:00 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fleiri fréttir Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Sjá meira
Bújarðir og minjar í hættu við Lagarfljót "Landsvirkjun hefur aldrei viljað koma almennilega að þessu máli en það er kannski að breytast núna,“ segir Gunnar Jónsson, formaður bæjarráðs Fljótsdalshéraðs, um áhyggjur heimamanna af landbroti við Lagarfljót. Gunnar segir að í skýrslu um vatnsstöðuna í Lagarfljóti komi fram að vatnsmagnið sé töluvert meira en öll reiknilíkön vegna Kárahnúkavirkjunar gerðu ráð fyrir. 11. mars 2013 06:00