Hugsuðu allir um að svipta sig lífi eftir misnotkunina Sunna Valgerðardóttir skrifar 12. mars 2013 06:00 Sigrún Sigurðardóttir. Menn sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi í æsku upplifa djúpa og nær óbærilega þjáningu eftir brotin sem hefur áhrif á allt þeirra líf. Mörg fórnarlambanna hafa ítrekaðar sjálfsvígshugsanir og hafa komist nálægt því að svipta sig lífi. Þá eru karlkyns fórnarlömb tíu sinnum líklegri til að glíma við geðraskanir síðar á lífsleiðinni en þeir sem ekki hafa orðið fyrir ofbeldi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri doktorsrannsókn Sigrúnar Sigurðardóttur, lektors við heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri, um líðan íslenskra karlmanna sem voru misnotaðir í æsku. Rannsóknin var birt í ritrýnda tímaritinu Scandinavian Journal of Caring Sciences í desember síðastliðnum. Tekin voru viðtöl við sjö karla á aldrinum 30 til 55 ára sem allir höfðu orðið fyrir miklu ofbeldi og hófst misnotkunin hjá flestum þegar þeir voru á aldrinum 4 til 5 ára og stóð yfir í langan tíma. Sigrún kemst að þeim niðurstöðum að karlar sem hafa verið misnotaðir eigi frekar á hættu að fá alvarlegt þunglyndi, kynsjúkdóma og HIV og geti ekki myndað tilfinningaleg sambönd við maka sinn. Allir mennirnir nema einn eru feður án forræðis. Allir hafa hugsað ítrekað um að svipta sig lífi. Sigrún segir þá miklu fordóma sem ríkja hjá fórnarlömbunum vegna ofbeldisins hafa komið sér á óvart. „Þeir segja ekki frá ofbeldinu út af eigin fordómum. Lengi vel var bara hlegið að því ef karlmanni var nauðgað, það átti ekki að vera hægt,“ segir hún. Einn maður í rannsókn Sigrúnar hafði verið misnotaður af nágrannakonu sinni og segir hún það hafa verið enn erfiðara fyrir hann að kljást við. „Það er enn meira tabú og eitthvað sem má ekki tala um,“ segir hún. „Það var erfitt fyrir hann að átta sig á því. Þetta eru fordómar og þöggun sem er mjög erfitt að glíma við.“ Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Fleiri fréttir Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Sjá meira
Menn sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi í æsku upplifa djúpa og nær óbærilega þjáningu eftir brotin sem hefur áhrif á allt þeirra líf. Mörg fórnarlambanna hafa ítrekaðar sjálfsvígshugsanir og hafa komist nálægt því að svipta sig lífi. Þá eru karlkyns fórnarlömb tíu sinnum líklegri til að glíma við geðraskanir síðar á lífsleiðinni en þeir sem ekki hafa orðið fyrir ofbeldi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri doktorsrannsókn Sigrúnar Sigurðardóttur, lektors við heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri, um líðan íslenskra karlmanna sem voru misnotaðir í æsku. Rannsóknin var birt í ritrýnda tímaritinu Scandinavian Journal of Caring Sciences í desember síðastliðnum. Tekin voru viðtöl við sjö karla á aldrinum 30 til 55 ára sem allir höfðu orðið fyrir miklu ofbeldi og hófst misnotkunin hjá flestum þegar þeir voru á aldrinum 4 til 5 ára og stóð yfir í langan tíma. Sigrún kemst að þeim niðurstöðum að karlar sem hafa verið misnotaðir eigi frekar á hættu að fá alvarlegt þunglyndi, kynsjúkdóma og HIV og geti ekki myndað tilfinningaleg sambönd við maka sinn. Allir mennirnir nema einn eru feður án forræðis. Allir hafa hugsað ítrekað um að svipta sig lífi. Sigrún segir þá miklu fordóma sem ríkja hjá fórnarlömbunum vegna ofbeldisins hafa komið sér á óvart. „Þeir segja ekki frá ofbeldinu út af eigin fordómum. Lengi vel var bara hlegið að því ef karlmanni var nauðgað, það átti ekki að vera hægt,“ segir hún. Einn maður í rannsókn Sigrúnar hafði verið misnotaður af nágrannakonu sinni og segir hún það hafa verið enn erfiðara fyrir hann að kljást við. „Það er enn meira tabú og eitthvað sem má ekki tala um,“ segir hún. „Það var erfitt fyrir hann að átta sig á því. Þetta eru fordómar og þöggun sem er mjög erfitt að glíma við.“
Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Fleiri fréttir Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Sjá meira