Innlent

Eitt stórt spurningamerki

„Þessir ungu menn, fyrirmyndar vegfarendur, áttu erfitt með að skilja aðgangshörku ökumanna þessara bifreiða á dögunum og sendu okkur því þessa mynd."

Þetta skrifar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í dagbók sína í dag og minnir borgara þessa lands að velta fyrir sér gjörðir þeirra hafa afleiðingar.

„Þótt við séum að flýta okkur og þótt að ekkert stæði sé laust alveg við innganginn, er stundum gott að velta fyrir sér að allar okkur gjörðir hafa afleiðingar," segja lögreglumenn og velta upp spurningu:

„Er sanngjarnt að þessir vegfarendur þurfti að þvælast út á götu, einfaldlega vegna þess að ökumenn þessara bifreiða fundu sér ekki löglegt stæði?"




Fleiri fréttir

Sjá meira


×