Sextán prósent brottfluttra lækna snúa ekki aftur heim Óli Kristján Ármannsson skrifar 7. janúar 2013 06:00 Læknar í útlöndum nefna gjarnan að bæta þurfi vinnuaðstöðu á LSH og hækka laun þeirra áður en þeir snúa aftur heim. Sumir eiga þó góðar minningar um störf á spítalanum. Fréttablaðið/Vilhelm Könnun á meðal íslenskra lækna sem starfa í útlöndum leiðir í ljós að rúmur helmingur þeirra hefur ekki tekið ákvörðun um hvort eða hvenær hann snýr aftur heim til Íslands. Sextán prósent aðspurðra segjast hafa tekið ákvörðun um að snúa ekki aftur heim. „Könnunin var gerð í gegnum Facebook-hóp íslenskra lækna sem í dag telur 729 manns,“ segir Davíð B. Þórisson, læknir í Lundi í Svíþjóð. „Fjöldi íslenskra lækna í dag er um 1.500 en erfitt er að segja nákvæmlega þar sem sumir hafa klárað læknanámið erlendis. Það má gera ráð fyrir að í Facebook-hópnum séu yngri læknar og því stór hluti þeirra sem eru nú erlendis í sérnámi eða hafa nýlega klárað.“ Könnunina segist Davíð hafa sett af stað til að fá einhverja tilfinningu fyrir því hversu margir hygðust flytja til baka til Íslands og þá af hverju eða af hverju ekki. „Á átta dögum svöruðu 147 manns sem verður að teljast góð svörun,“ segir hann og telur að gera megi ráð fyrir að meirihluti lækna í Facebook-hópnum sem búsettir eru erlendis hafi tekið þátt.Davíð B. Þórissonæknarnir sem þátt tóku eru langflestir starfandi í Svíþjóð, 96 eða 65 prósent heildarinnar. Tuttugu starfa í Bandaríkjunum, þrettán í Noregi, níu í Danmörku, fjórir í Bretlandi og fimm á öðrum stöðum víðs vegar um heiminn. Langflestir, eða 87 prósent, luku læknanámi sínu á Íslandi, hinir 19 erlendis. Þá eru næstum níu af hverjum tíu í hópnum fjölskyldufólk. „Niðurstöðurnar endurspegla það sem við höfum lengi haft á tilfinningunni, það er að óhugnanlega fáir eru á leið til baka á næstu árum miðað við þörfina,“ segir hann. Þannig muni þeir 16 læknar sem ætla að snúa aftur heim á næstu tveimur árum og 47 á næstu 10 árum engan veginn duga til að standa undir endurnýjun vegna þeirra sem hætta á sama tíma. „Þetta eru færri en ég hefði giskað á sjálfur og vísar á enn meiri læknaskort á næstu árum en er í dag. Á sama tíma lifir þjóðin lengur og lifir af sjúkdóma með flóknum aðgerðum eða lyfjum.“ Hann segir því stefna í minna framboð lækna og aukna eftirspurn sjúklinga. Þá segir Davíð að komið hafi sér á óvart hversu margir, eða 52 prósent, séu óákveðnir. Það bendi til þess að allflesta langi aftur til Íslands á endanum, þar sem það sé jú heimalandið. Í svörum lækna í könnun Davíðs kemur enda fram að fjölskylda og vinir heima á Íslandi séu helsta ástæða þess að læknar vilji flytja aftur heim. Um leið letji aðbúnaður á Landspítala háskólasjúkrahúsi, laun sem ekki eru samkeppnishæf við það sem gerist í útlöndum, mikið vinnuálag á Landspítalanum og almennt efnahagsástand á Íslandi. Þá nefna sumir að lánakjör þurfi að lagast á Íslandi og verðtrygging að hverfa til að hægt sé með góðu móti að koma þaki yfir höfuðið við flutning aftur heim, og eignast það á endanum. Mannsæmandi laun fyrir dagvinnu eru einnig krafa sem margir læknar gera áður en þeir vilja flytja aftur heim, hafandi kynnst slíku í störfum sínum erlendis. Sérfræðingur í Svíþjóð, sem ætlar að flytja heim innan tveggja ára, gefur sem ástæðu að elsta barnið nálgist táningsaldurinn, eða „point of no return“. Annar sérfræðingur í Svíþjóð sem ætlar að flytja heim innan árs segist ætla að gera það þar sem maki hans fái ekki vinnu úti, annars hefðu þau verið áfram. Sá myndi vilja sjá mánaðarlaun lækna hækka þannig að þeir þyrftu ekki að vinna vaktavinnu til að fá „mannsæmandi laun“. Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira
Könnun á meðal íslenskra lækna sem starfa í útlöndum leiðir í ljós að rúmur helmingur þeirra hefur ekki tekið ákvörðun um hvort eða hvenær hann snýr aftur heim til Íslands. Sextán prósent aðspurðra segjast hafa tekið ákvörðun um að snúa ekki aftur heim. „Könnunin var gerð í gegnum Facebook-hóp íslenskra lækna sem í dag telur 729 manns,“ segir Davíð B. Þórisson, læknir í Lundi í Svíþjóð. „Fjöldi íslenskra lækna í dag er um 1.500 en erfitt er að segja nákvæmlega þar sem sumir hafa klárað læknanámið erlendis. Það má gera ráð fyrir að í Facebook-hópnum séu yngri læknar og því stór hluti þeirra sem eru nú erlendis í sérnámi eða hafa nýlega klárað.“ Könnunina segist Davíð hafa sett af stað til að fá einhverja tilfinningu fyrir því hversu margir hygðust flytja til baka til Íslands og þá af hverju eða af hverju ekki. „Á átta dögum svöruðu 147 manns sem verður að teljast góð svörun,“ segir hann og telur að gera megi ráð fyrir að meirihluti lækna í Facebook-hópnum sem búsettir eru erlendis hafi tekið þátt.Davíð B. Þórissonæknarnir sem þátt tóku eru langflestir starfandi í Svíþjóð, 96 eða 65 prósent heildarinnar. Tuttugu starfa í Bandaríkjunum, þrettán í Noregi, níu í Danmörku, fjórir í Bretlandi og fimm á öðrum stöðum víðs vegar um heiminn. Langflestir, eða 87 prósent, luku læknanámi sínu á Íslandi, hinir 19 erlendis. Þá eru næstum níu af hverjum tíu í hópnum fjölskyldufólk. „Niðurstöðurnar endurspegla það sem við höfum lengi haft á tilfinningunni, það er að óhugnanlega fáir eru á leið til baka á næstu árum miðað við þörfina,“ segir hann. Þannig muni þeir 16 læknar sem ætla að snúa aftur heim á næstu tveimur árum og 47 á næstu 10 árum engan veginn duga til að standa undir endurnýjun vegna þeirra sem hætta á sama tíma. „Þetta eru færri en ég hefði giskað á sjálfur og vísar á enn meiri læknaskort á næstu árum en er í dag. Á sama tíma lifir þjóðin lengur og lifir af sjúkdóma með flóknum aðgerðum eða lyfjum.“ Hann segir því stefna í minna framboð lækna og aukna eftirspurn sjúklinga. Þá segir Davíð að komið hafi sér á óvart hversu margir, eða 52 prósent, séu óákveðnir. Það bendi til þess að allflesta langi aftur til Íslands á endanum, þar sem það sé jú heimalandið. Í svörum lækna í könnun Davíðs kemur enda fram að fjölskylda og vinir heima á Íslandi séu helsta ástæða þess að læknar vilji flytja aftur heim. Um leið letji aðbúnaður á Landspítala háskólasjúkrahúsi, laun sem ekki eru samkeppnishæf við það sem gerist í útlöndum, mikið vinnuálag á Landspítalanum og almennt efnahagsástand á Íslandi. Þá nefna sumir að lánakjör þurfi að lagast á Íslandi og verðtrygging að hverfa til að hægt sé með góðu móti að koma þaki yfir höfuðið við flutning aftur heim, og eignast það á endanum. Mannsæmandi laun fyrir dagvinnu eru einnig krafa sem margir læknar gera áður en þeir vilja flytja aftur heim, hafandi kynnst slíku í störfum sínum erlendis. Sérfræðingur í Svíþjóð, sem ætlar að flytja heim innan tveggja ára, gefur sem ástæðu að elsta barnið nálgist táningsaldurinn, eða „point of no return“. Annar sérfræðingur í Svíþjóð sem ætlar að flytja heim innan árs segist ætla að gera það þar sem maki hans fái ekki vinnu úti, annars hefðu þau verið áfram. Sá myndi vilja sjá mánaðarlaun lækna hækka þannig að þeir þyrftu ekki að vinna vaktavinnu til að fá „mannsæmandi laun“.
Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira