Af hverju varð Árbæjarsafnskirkja fyrir valinu?
"Ég hef alltaf verið svo stolt af því að vera Íslendingur. Mér þykir svo vænt um Ísland og þykir sagan okkar svo merkileg," segir Anna Mjöll.
"Mamma stakk upp á Árbæjarsafnskirkju sem mér fannst frábær hugmynd því mér finnst sú kirkja tengja okkur nær rótum okkar en margar aðrar svo ég hrindi í hvelli. Starfsmenn þar voru einstaklega almennilegir. Þetta bara féll einhvern veginn allt saman eins og það hefði alltaf átt að vera svona og þar með var það ákveðið."
