Missti 30 kg Ellý Ármanns skrifar 23. janúar 2013 15:15 Melkorka Ólafsdóttir tók mataræðið í gegn, byrjaði að taka inn næringarvörur samhliða vikulegu aðhaldi. Hún missti 30 kg á einu ári.Hvað ertu búin léttast mikið? "Ég er búin að missa 30 kg á einu ári og er ekki búin enn. Maðurinn minn er búinn að missa 17 kg. Við vorum jafn þung eða bæði 97 kg í byrjun janúar í fyrra."Byrjaði 12 ára í megrun Hvernig fórstu að þessu? "Ég fór í mína fyrstu megrun þegar ég var 12 ára gömul og tók þá upp þennan jójó lífsstíl sem svo margir kannast við. Ég átti aldrei í vandræðum með að létta mig en fór alveg kolranga leið að því. Ég náði alltaf góðum árangri á nokkrum mánuðum en sprakk svo alveg. Ég datt í það og var ekki lengi að bæta öllu á mig aftur og meira til. Ég var alltaf að gera mig fína fyrir einhvern viðburð. Ég man til dæmis eftir því þegar ég var ekki búin að sjá manninn minn, sem var þá kærastinn minn í 6 mánuði og við vorum að fara að hittast í Tyrklandi um sumarið. Í apríl byrjað ég að fara í ræktina, vaknaði, borðaði ekki neitt, var í ræktinni í 3 tíma og stoppaði svo við á leiðinni heim og keypti mér hamborgara, franskar, Pepsi max og sælgæti og það var kannski það eina sem ég borðaði yfir daginn. Á þremur mánuðum náði ég alveg 7-8 kg af mér en um leið og ég kom heim hætti ég að fara í ræktina og byrjaði að bæta á mig aftur," segir Melkorka. Prófaði margar skyndilausnir "Ég hef einnig prófað rosalega margt. Alls konar kúra, töfratöflur sem maður á bara að taka og fitan bráðnar af manni svo lengi mætti telja. Ég bjó um tíma í Bandaríkjunum og þar var sko hægt að prófa ýmislegt. Það voru ekkert nema töfralausnir auglýstar í sjónvarpinu til þess að koma sér í form."Bætti á sig á meðgöngu "Ég verð svo ólétt í janúar 2011 og var þá alveg orðin 80 kg í þriðja skiptið á ævinni. Þá hugsaði ég með mér, ég má ekkert þyngjast á þessari meðgöngu en sagan var önnur, ég bætti á mig 25 kg. Mér leið auðvitað hörmulega alla meðgönguna. Ég gat varla gengið og svaf lítið sem ekkert. Ég var með svakalegan bjúg og oft svo illt í fótunum að ég grét, samt sem áður var ég alltaf með flottan blóðþrysting og það var auðvita tékkað á sykursýki og allt í lagi á þeim bæ. Fólk var alltaf að tala um hvað ég líti vel út enda var ég með risa kúlu svo maður samsvaraði sér alveg ágætlega. Ég spáði voða lítið í þessu enda allir að segja manni að öll þessi aukaþyngd myndi renna af manni í brjóstagjöfinni en svo var ekki í mínu tilfelli." Eftir fæðinguna samsvarði ég mér auðvitað ekki lengur og leið alveg ömurlega, passaði bara í meðgöngufötin, vildi helst ekki fara út úr húsi. Ég vildi helst ekki hitta fólk þar sem ég var mjög meðvituð um stærð mína og leið mjög illa. Núna þegar ég skoða myndir frá þessu tímabili þekki ég ekki þessa konu og það er mjög skrýtin tilfinning."Tók loksins ákvörðunina "Um jólin 2011 tók ég ákvörðun að nú skyldi ég breyta þessu í eitt skipti fyrir öll og ég vissi að ég þurfti hjálp þar sem ég vildi hætta að þessu flakki upp og niður á vigtinni. Ég vildi nýjan lífsstíl, þetta snerist ekki lengur bara um mig heldu einnig um son minn og mann. Ég vildi vera heilbrigð fyrir þá. Ég man alltaf eftir atviki þar sem ég lagði strákinn minn á teppi á gólfið og settist við hliðina á honum, það voru svo mikil átök og áreynsla fyrir mig að setjast niður og koma mér upp aftur að ég var dauðfegin að ég var ein heima með hann og engin hefði séð þetta. Ég vildi ekki vera mamman sem gæti ekki gert neitt með honum út af lífsstílnum."Fór vikulega í vigtun "Amma mín hafði náð mjög góðum árangri á Herbalife og systir mín hafði einnig prófað og var ánægð svo ég tók þá ákvörðun að byrja. Ég byrjaði að nota Herbalife næringarvörurnar í janúar 2011. Ég fann Herbalife leiðbeinanda sem ég hitti alltaf vikulega í vigtun og eftirfylgni og sótti 8 vikna átaksnámskeið í byrjun þar sem ég lærði um heilbrigðan lífsstíl, mataræði og næringu, það var eins og það hefði kviknað á ljósaperu í kollinum á mér. Ég byrjaði ekki að hreyfa mig markvisst fyrr en á þessu ári svo mér hefur tekist að losa mig við þessa þyngd með hjálp Herbalife og vel samsettu mataræði sem er akkúrat öfugt við það sem ég gerði áður. Þegar ég hreyfði mig eins og brjálæðingur og át eins og svín og brenndi bara vöðum."Andlegur bati "Sumum finnst erfitt að tala um þessi mál en ég segi öllum þeim sem vilja heyra. Það eru nefnilega ekki allir sem átta sig á því að þeir eru með slæma meltingu og það sem mér finnst svo merkilegt er hvað ég var kvalin áður fyrr en þekkti ekki annað og fannst það bara eðlilegt. Það var ekki fyrr en meltingin fór að starfa og mér fór að líða betur og betur að ég áttaði mig á því að þetta hefði ekki verið eðlilegt. En það sem stendur mest upp úr hjá mér er andlega hliðin. Ég hef oft tekið mjög þung timabil og var orðin alveg ómöguleg seinni part meðgöngunni og eftir fæðinguna. Ég vildi ekki hitta fólk og var hætt að svara í síma þar sem stundum gat ég bara ekki hugsað mér að tala við neinn. Ekki misskilja mig ég var mjög hamingjusöm mamma og elska strákinn minn alveg óendanlega mikið en á þessum tíma var nóg fyrir mig að sitja í sófanum með hann í fanginu. Í dag er staðan allt önnur, ég hef ekki verið svona hamingjusöm og bjartsýn í langan tíma og þar af leiðandi er í 1000 sinnum betri mamma."Færðu stuðning frá þínum nánustu? "Já. Ég hef ekki fundið neitt nema stuðning frá fjölskyldu og vinum og held bara að það séu allir mjög stoltir af mér. Ég veit ekki hvort ég finni annað viðmót frá fólki núna og áður en ég byrjaði annað en það að ef ég var eitthvað að tala um þetta að mér líði ekki vel og væri of þung. Þá sagði fólk mér að gera eitthvað í því en það var alltaf á vingjarnlegan máta en svo var ég auðvitað með svo lítið sjálfstraust og sjálfsálit. Þegar manni líður svona illa þá finnst manni allir vera að tala um mann og horfa á mann sem getur alveg hafa verið rétt en getur líka bara hafa verið í hausnum á mér." Mest lesið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Tónlist Fleiri fréttir Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Sjá meira
Melkorka Ólafsdóttir tók mataræðið í gegn, byrjaði að taka inn næringarvörur samhliða vikulegu aðhaldi. Hún missti 30 kg á einu ári.Hvað ertu búin léttast mikið? "Ég er búin að missa 30 kg á einu ári og er ekki búin enn. Maðurinn minn er búinn að missa 17 kg. Við vorum jafn þung eða bæði 97 kg í byrjun janúar í fyrra."Byrjaði 12 ára í megrun Hvernig fórstu að þessu? "Ég fór í mína fyrstu megrun þegar ég var 12 ára gömul og tók þá upp þennan jójó lífsstíl sem svo margir kannast við. Ég átti aldrei í vandræðum með að létta mig en fór alveg kolranga leið að því. Ég náði alltaf góðum árangri á nokkrum mánuðum en sprakk svo alveg. Ég datt í það og var ekki lengi að bæta öllu á mig aftur og meira til. Ég var alltaf að gera mig fína fyrir einhvern viðburð. Ég man til dæmis eftir því þegar ég var ekki búin að sjá manninn minn, sem var þá kærastinn minn í 6 mánuði og við vorum að fara að hittast í Tyrklandi um sumarið. Í apríl byrjað ég að fara í ræktina, vaknaði, borðaði ekki neitt, var í ræktinni í 3 tíma og stoppaði svo við á leiðinni heim og keypti mér hamborgara, franskar, Pepsi max og sælgæti og það var kannski það eina sem ég borðaði yfir daginn. Á þremur mánuðum náði ég alveg 7-8 kg af mér en um leið og ég kom heim hætti ég að fara í ræktina og byrjaði að bæta á mig aftur," segir Melkorka. Prófaði margar skyndilausnir "Ég hef einnig prófað rosalega margt. Alls konar kúra, töfratöflur sem maður á bara að taka og fitan bráðnar af manni svo lengi mætti telja. Ég bjó um tíma í Bandaríkjunum og þar var sko hægt að prófa ýmislegt. Það voru ekkert nema töfralausnir auglýstar í sjónvarpinu til þess að koma sér í form."Bætti á sig á meðgöngu "Ég verð svo ólétt í janúar 2011 og var þá alveg orðin 80 kg í þriðja skiptið á ævinni. Þá hugsaði ég með mér, ég má ekkert þyngjast á þessari meðgöngu en sagan var önnur, ég bætti á mig 25 kg. Mér leið auðvitað hörmulega alla meðgönguna. Ég gat varla gengið og svaf lítið sem ekkert. Ég var með svakalegan bjúg og oft svo illt í fótunum að ég grét, samt sem áður var ég alltaf með flottan blóðþrysting og það var auðvita tékkað á sykursýki og allt í lagi á þeim bæ. Fólk var alltaf að tala um hvað ég líti vel út enda var ég með risa kúlu svo maður samsvaraði sér alveg ágætlega. Ég spáði voða lítið í þessu enda allir að segja manni að öll þessi aukaþyngd myndi renna af manni í brjóstagjöfinni en svo var ekki í mínu tilfelli." Eftir fæðinguna samsvarði ég mér auðvitað ekki lengur og leið alveg ömurlega, passaði bara í meðgöngufötin, vildi helst ekki fara út úr húsi. Ég vildi helst ekki hitta fólk þar sem ég var mjög meðvituð um stærð mína og leið mjög illa. Núna þegar ég skoða myndir frá þessu tímabili þekki ég ekki þessa konu og það er mjög skrýtin tilfinning."Tók loksins ákvörðunina "Um jólin 2011 tók ég ákvörðun að nú skyldi ég breyta þessu í eitt skipti fyrir öll og ég vissi að ég þurfti hjálp þar sem ég vildi hætta að þessu flakki upp og niður á vigtinni. Ég vildi nýjan lífsstíl, þetta snerist ekki lengur bara um mig heldu einnig um son minn og mann. Ég vildi vera heilbrigð fyrir þá. Ég man alltaf eftir atviki þar sem ég lagði strákinn minn á teppi á gólfið og settist við hliðina á honum, það voru svo mikil átök og áreynsla fyrir mig að setjast niður og koma mér upp aftur að ég var dauðfegin að ég var ein heima með hann og engin hefði séð þetta. Ég vildi ekki vera mamman sem gæti ekki gert neitt með honum út af lífsstílnum."Fór vikulega í vigtun "Amma mín hafði náð mjög góðum árangri á Herbalife og systir mín hafði einnig prófað og var ánægð svo ég tók þá ákvörðun að byrja. Ég byrjaði að nota Herbalife næringarvörurnar í janúar 2011. Ég fann Herbalife leiðbeinanda sem ég hitti alltaf vikulega í vigtun og eftirfylgni og sótti 8 vikna átaksnámskeið í byrjun þar sem ég lærði um heilbrigðan lífsstíl, mataræði og næringu, það var eins og það hefði kviknað á ljósaperu í kollinum á mér. Ég byrjaði ekki að hreyfa mig markvisst fyrr en á þessu ári svo mér hefur tekist að losa mig við þessa þyngd með hjálp Herbalife og vel samsettu mataræði sem er akkúrat öfugt við það sem ég gerði áður. Þegar ég hreyfði mig eins og brjálæðingur og át eins og svín og brenndi bara vöðum."Andlegur bati "Sumum finnst erfitt að tala um þessi mál en ég segi öllum þeim sem vilja heyra. Það eru nefnilega ekki allir sem átta sig á því að þeir eru með slæma meltingu og það sem mér finnst svo merkilegt er hvað ég var kvalin áður fyrr en þekkti ekki annað og fannst það bara eðlilegt. Það var ekki fyrr en meltingin fór að starfa og mér fór að líða betur og betur að ég áttaði mig á því að þetta hefði ekki verið eðlilegt. En það sem stendur mest upp úr hjá mér er andlega hliðin. Ég hef oft tekið mjög þung timabil og var orðin alveg ómöguleg seinni part meðgöngunni og eftir fæðinguna. Ég vildi ekki hitta fólk og var hætt að svara í síma þar sem stundum gat ég bara ekki hugsað mér að tala við neinn. Ekki misskilja mig ég var mjög hamingjusöm mamma og elska strákinn minn alveg óendanlega mikið en á þessum tíma var nóg fyrir mig að sitja í sófanum með hann í fanginu. Í dag er staðan allt önnur, ég hef ekki verið svona hamingjusöm og bjartsýn í langan tíma og þar af leiðandi er í 1000 sinnum betri mamma."Færðu stuðning frá þínum nánustu? "Já. Ég hef ekki fundið neitt nema stuðning frá fjölskyldu og vinum og held bara að það séu allir mjög stoltir af mér. Ég veit ekki hvort ég finni annað viðmót frá fólki núna og áður en ég byrjaði annað en það að ef ég var eitthvað að tala um þetta að mér líði ekki vel og væri of þung. Þá sagði fólk mér að gera eitthvað í því en það var alltaf á vingjarnlegan máta en svo var ég auðvitað með svo lítið sjálfstraust og sjálfsálit. Þegar manni líður svona illa þá finnst manni allir vera að tala um mann og horfa á mann sem getur alveg hafa verið rétt en getur líka bara hafa verið í hausnum á mér."
Mest lesið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Tónlist Fleiri fréttir Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning