Virðingavottur við æskuslóðirnar Sara McMahon skrifar 7. febrúar 2013 06:00 Smári Tarfur Jósepsson er kominn með einn eitt húðflúrið. Í þetta sinn kaus hann að flúra á sig virðingarvott við æskuslóðirnar.mynd/Kristjana Elísabet sigurðardóttir „Mig langaði að setja rætur mínar á mig, ef svo má segja, og fannst frábært að geta sameinað Svíþjóð og Patreksfjörð í einni mynd. Ég bjó fyrstu ár ævi minnar í Svíþjóð og ber enn sterkar taugar til landsins. Hver hefur ekki gaman af munntóbaki, íshokkíi og lélegum bröndurum?" segir tónlistarmaðurinn Smári Tarfur Jósepsson, sem leikur með hljómsveitinni Ylju um þessar mundir, um nýtt húðflúr sem hann fékk sér á mánudag. Húðflúrið er virðingavottur Smára við æskuslóðirnar og er hannað af listakonunni Kristjönu Elísabetu Sigurðardóttur í samstarfi við húðflúrarann Gunnar Sigurð Valdimarsson, sem er jafnframt góðkunningi Smára. „Við Gunni erum vinir til margra ára og að koma til hans í flúr er sérstök stemning fyrir mig. Við dettum í gott spjall og förum út um víðan völl. Áður en ég veit af er ég staðinn upp með nýtt húðflúr og skil ekki neitt í neinu." Húðflúrið er fiðrildi í sænskum litum og lýsir Smári því á eftirfarandi hátt: „Þetta er Vestfjarðakjálkinn, réttsælis og svo speglaður, inni í fiðrildi. Þannig að kjálkinn myndar í raun vængina. Minningar mínar frá Svíþjóð eru mjög tengdar fiðrildum." Húðflúrið er staðsett á vinstri framhandlegg Smára og er það ellefta sem hann fær sér. Smári kveðst vera með ákveðið þema á hvorum handlegg fyrir sig; á þeim hægri er tónlistarmaðurinn Smári og á þeim vinstri er persónuleikinn. „Á vinstri handlegg er ég með sjálfsmynd af mér, mynd af litlum Smára og sitthvað fleira. Á vinstri handlegg er ég sem sagt mjög sjálfmiðaður," segir hann að lokum og hlær. Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira
„Mig langaði að setja rætur mínar á mig, ef svo má segja, og fannst frábært að geta sameinað Svíþjóð og Patreksfjörð í einni mynd. Ég bjó fyrstu ár ævi minnar í Svíþjóð og ber enn sterkar taugar til landsins. Hver hefur ekki gaman af munntóbaki, íshokkíi og lélegum bröndurum?" segir tónlistarmaðurinn Smári Tarfur Jósepsson, sem leikur með hljómsveitinni Ylju um þessar mundir, um nýtt húðflúr sem hann fékk sér á mánudag. Húðflúrið er virðingavottur Smára við æskuslóðirnar og er hannað af listakonunni Kristjönu Elísabetu Sigurðardóttur í samstarfi við húðflúrarann Gunnar Sigurð Valdimarsson, sem er jafnframt góðkunningi Smára. „Við Gunni erum vinir til margra ára og að koma til hans í flúr er sérstök stemning fyrir mig. Við dettum í gott spjall og förum út um víðan völl. Áður en ég veit af er ég staðinn upp með nýtt húðflúr og skil ekki neitt í neinu." Húðflúrið er fiðrildi í sænskum litum og lýsir Smári því á eftirfarandi hátt: „Þetta er Vestfjarðakjálkinn, réttsælis og svo speglaður, inni í fiðrildi. Þannig að kjálkinn myndar í raun vængina. Minningar mínar frá Svíþjóð eru mjög tengdar fiðrildum." Húðflúrið er staðsett á vinstri framhandlegg Smára og er það ellefta sem hann fær sér. Smári kveðst vera með ákveðið þema á hvorum handlegg fyrir sig; á þeim hægri er tónlistarmaðurinn Smári og á þeim vinstri er persónuleikinn. „Á vinstri handlegg er ég með sjálfsmynd af mér, mynd af litlum Smára og sitthvað fleira. Á vinstri handlegg er ég sem sagt mjög sjálfmiðaður," segir hann að lokum og hlær.
Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira