Kvíðastillandi lyf fyrir heimsókn á hálendið? Hafliði S. Magnússon skrifar 7. febrúar 2013 06:00 Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp að nýjum náttúruverndarlögum og stefna stjórnvöld á að það verði að lögum á yfirstandandi þingi. Margt er gott í frumvarpinu en ágallarnir eru samt svo margir að ég teldi það stórslys ef þingmenn afgreiddu það sem lög. Ég skora því á hina kjörnu fulltrúa að fresta afgreiðslu málsins og vinna það aftur frá grunni. Mig langar að nefna nokkra vankanta á frumvarpinu: Í frumvarpinu er snúið á haus því almenna ákvæði laga að allt sé leyft sem ekki er sérstaklega bannað. Þannig á að banna akstur um alla vegi og slóða nema þeir séu skráðir í viðeigandi gagnagrunn hjá Landmælingum Íslands. Væri þessi regla viðhöfð í núverandi gatnakerfi þyrfti við hver einustu gatnamót að vera skilti sem segði að aka mætti inn á viðkomandi götu en ekki eins og nú tíðkast að eingöngu er tilgreint ef götur eru lokaðar eða þar gildir einstefna. Þannig hefur það verið frá ómunatíð og gefist vel. Þetta gerir auðvitað kröfur um að þar sem er talin þörf á að takmarka umferð verður að merkja slíkt með skýrum hætti. Er það ekki þannig sem við viljum hafa það? Einfaldar reglur um hvað má og ekki má? Þórsmörk á bannsvæði? Í frumvarpinu eru einnig strangar reglur um akstur yfir vöð og vatnsföll. Samkvæmt þeim er t.d. ekki leyfilegt að aka niður eyrar við ár til að leita að góðu vaði. Þetta þýðir að nánast aldrei verður hægt að fara í Langadal eða Húsadal í Þórsmörk án þess að gerast brotlegur við lög þar sem vöðin yfir Krossá færast til og frá í ánni. Er þetta framtíðin sem við viljum? Í reglugerð með væntanlegum lögum er mun strangar kveðið á um hvenær leyft er að aka utanvega á snævi þakinni og frosinni jörð með nokkrum undantekningum. Hvernig vitum við hvort jörð sé frosin undir? Jöklar eru snævi þaktir en jörð undir þeim er ekki frosin. Til að brjóta ekki þetta ákvæði þarf einfaldlega að banna allan akstur á jöklum, m.a. með erlenda ferðamenn sem skila drjúgum gjaldeyri í þjóðarbúið. Ég spyr aftur; er þetta það sem við viljum? Almannaréttur hefur fylgt íslenskri þjóð frá örófi alda, löngu áður en vélknúin ökutæki komu til sögunnar. Í þessu frumvarpi er ekkert tillit tekið til þeirrar staðreyndar að í dag ferðumst við um landið á slíkum ökutækjum enda nokkuð liðið á annan áratug 21. aldar! Slík tæki eru ekki viðurkennd innan almannaréttarins og hlýtur hver maður að sjá rökvilluna í slíkri afstöðu og hvað það þýðir fyrir þær tugþúsundir Íslendinga sem vilja ferðast um frjálsir menn í frjálsu landi. Lög eða ólög? Að lokum þetta. Lög eiga að vera samkvæm sjálfum sér. Það hlýtur að vera lágmarkskrafa að almenningur geti framfylgt þeim án þess að vera með lögmann eða siglingafræðing sér til ráðuneytis. Lög mega heldur ekki vera svo flókin að ferðamenn þurfi að fara á kvíðastillandi lyf áður en land er lagt undir fót, hver sem ferðamátinn er eða í hvaða tilgangi farið er af stað. Ríki óvissa um túlkun laga er einbúið að þau gagnast ekki. Slík lög verða aldrei annað en ólög. Þannig hygg ég að fari fyrir nýjum náttúruverndarlögum verði þau samþykkt óbreytt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp að nýjum náttúruverndarlögum og stefna stjórnvöld á að það verði að lögum á yfirstandandi þingi. Margt er gott í frumvarpinu en ágallarnir eru samt svo margir að ég teldi það stórslys ef þingmenn afgreiddu það sem lög. Ég skora því á hina kjörnu fulltrúa að fresta afgreiðslu málsins og vinna það aftur frá grunni. Mig langar að nefna nokkra vankanta á frumvarpinu: Í frumvarpinu er snúið á haus því almenna ákvæði laga að allt sé leyft sem ekki er sérstaklega bannað. Þannig á að banna akstur um alla vegi og slóða nema þeir séu skráðir í viðeigandi gagnagrunn hjá Landmælingum Íslands. Væri þessi regla viðhöfð í núverandi gatnakerfi þyrfti við hver einustu gatnamót að vera skilti sem segði að aka mætti inn á viðkomandi götu en ekki eins og nú tíðkast að eingöngu er tilgreint ef götur eru lokaðar eða þar gildir einstefna. Þannig hefur það verið frá ómunatíð og gefist vel. Þetta gerir auðvitað kröfur um að þar sem er talin þörf á að takmarka umferð verður að merkja slíkt með skýrum hætti. Er það ekki þannig sem við viljum hafa það? Einfaldar reglur um hvað má og ekki má? Þórsmörk á bannsvæði? Í frumvarpinu eru einnig strangar reglur um akstur yfir vöð og vatnsföll. Samkvæmt þeim er t.d. ekki leyfilegt að aka niður eyrar við ár til að leita að góðu vaði. Þetta þýðir að nánast aldrei verður hægt að fara í Langadal eða Húsadal í Þórsmörk án þess að gerast brotlegur við lög þar sem vöðin yfir Krossá færast til og frá í ánni. Er þetta framtíðin sem við viljum? Í reglugerð með væntanlegum lögum er mun strangar kveðið á um hvenær leyft er að aka utanvega á snævi þakinni og frosinni jörð með nokkrum undantekningum. Hvernig vitum við hvort jörð sé frosin undir? Jöklar eru snævi þaktir en jörð undir þeim er ekki frosin. Til að brjóta ekki þetta ákvæði þarf einfaldlega að banna allan akstur á jöklum, m.a. með erlenda ferðamenn sem skila drjúgum gjaldeyri í þjóðarbúið. Ég spyr aftur; er þetta það sem við viljum? Almannaréttur hefur fylgt íslenskri þjóð frá örófi alda, löngu áður en vélknúin ökutæki komu til sögunnar. Í þessu frumvarpi er ekkert tillit tekið til þeirrar staðreyndar að í dag ferðumst við um landið á slíkum ökutækjum enda nokkuð liðið á annan áratug 21. aldar! Slík tæki eru ekki viðurkennd innan almannaréttarins og hlýtur hver maður að sjá rökvilluna í slíkri afstöðu og hvað það þýðir fyrir þær tugþúsundir Íslendinga sem vilja ferðast um frjálsir menn í frjálsu landi. Lög eða ólög? Að lokum þetta. Lög eiga að vera samkvæm sjálfum sér. Það hlýtur að vera lágmarkskrafa að almenningur geti framfylgt þeim án þess að vera með lögmann eða siglingafræðing sér til ráðuneytis. Lög mega heldur ekki vera svo flókin að ferðamenn þurfi að fara á kvíðastillandi lyf áður en land er lagt undir fót, hver sem ferðamátinn er eða í hvaða tilgangi farið er af stað. Ríki óvissa um túlkun laga er einbúið að þau gagnast ekki. Slík lög verða aldrei annað en ólög. Þannig hygg ég að fari fyrir nýjum náttúruverndarlögum verði þau samþykkt óbreytt.
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar