Lífið

Grillið opnar með stæl

Ellý Ármanns skrifar
Smelltu á mynd til að skoða albúmið.
Meðfylgjandi myndir voru teknar á föstudaginn var þegar Grillið, veitingahúsið sem er á efstu hæð Hótel Sögu, var formlega opnað eftir gagngerar endurbætur á húsnæðinu. Eins og sjá má var fjölmennt og ekki síður góðmennt á opnuninni. 

Það voru þau Leifur Welding og Berglind Berndsen innanhússarkitekt sem önnuðust hönnun á framkvæmdinni sem hófst í byrjun ársins en unnið var hörðum höndum við að fara áratugi aftur í tímann og leita upprunans í hönnun sem var stórglæsileg þegar hótelið var reist á sínum tíma. Útgangspunkturinn var að koma Grillinu sem næst sínu upprunalega útliti.

Smelltu á efstu mynd í frétt ef þú vilt skoða allar myndirnar.

Leifur Welding og Berglind Berndsen.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.