Lífið

Hamingja í Hafnarfirði

Ellý Ármanns skrifar
Smelltu á myndina til að skoða albúmið.
Smelltu á myndina til að skoða albúmið. MYNDIR/Kristján Ari Einarsson og Ólafur Þórisson.
Eins og sjá má á myndunum var mikið um dýrðir í Haukaheimilinu í Hafnarfirði á fimmtudaginn var þegar 450 konur komu saman á árlegri Gyðjugleði. Bak við gleðina stóðu Ása Karín ráðgjafi hjá Capacent, Linda framkvæmdastjóri Hress, Málmfríður eigandi Carita-Snyrting og Sigga gullsmiður hjá Siggu&Timo.

Hugsunin á bakvið Gyðjugleðina var að geta átt kvöldstund með viðskiptavinum og vinkonum þar sem kærleikur, gleði og gæfa voru svo sannarlega merki kvöldsins.

Dagskráin var hin glæsilegasta og var veislustjórn kvöldsins í höndum Maríu Hebu leikkonu og þegar konurnar fóru heim fengu allar að gjöf sérútbúinn ,,Gyðjugleði gjafapoka" sem í var ýmis glaðningur.

Smelltu á myndina efst í frétt til að skoða allt albúmið.

Enginn aðgangseyrir var á Gyðjugleðina. Gestum var boðið upp Tempt og Diet Coke í fordrykk.
Hápunktur kvöldsins var svo þegar Helga í Góu var veitt Gyðjuklappið.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.