Innlent

Landsbyggðarflokkurinn stofnaður

Enn einn stjórnmálaflokkurinn var stofnaður nú um helgina þegar stofnfundur Landsbyggðarflokksins var haldin á netinu með þátttakendum víða á landinu.

Í tilkynningu frá flokknum segir að á fundinum hafi bráðabirgðarstjórn verið kosin fram að framhaldsstofnfundi sem haldinn verði innan tveggja vikna. Þá segir að hlutverk bráðabirgðastjórnarinnar verði að vinna frekar að samþykktum og stjórnmálayfirlýsingum flokksins og framboði hans til alþingiskosninga á komandi vori.

Magnús Hávarðarson Ísafirði Gunnar Smári Helgason Siglufirði, Haukur Már Sigurðarson Patreksfirði, Árni Björnsson Egilsstöðum og Ylfa Mist Helgadóttir Bolungarvík voru kosin í bráðabirgðastjórnina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×