Innlent

Enginn kaþólskur prestur á Vestfjörðum

Þrátt fyrir að um 500 kaþólskir einstaklingar búii á Vestfjörðum er þar engan kaþólskan prest að finna. Þetta kemur fram á Bæjarins bestu.

Flestir kaþólikkarnir búa í Ísafjarðarbæ og í Vesturbyggð. Messað er í kapellu kaþólsku kirkjunnar á Ísafirði tvisvar í mánuði. Þá leggur séra Sebastian Ludwin land undir fót og messar fyrir trúbræður sína og -systur.

Séra Ludwin er búsettur í Reykjavík en sinnir messuhaldi víða á Vestfjörðum. Hann messar til að mynda einu sinni í mánuði bæði á Patreksfirði og Tálknafirði.

Á vef Bæjarins bestu kemur fram að yfir ríflega hundrað kaþólskir einstaklingar hafi sent yfirlýsingu til kaþólsku kirkjunnar á síðasta ári. Þar hafi þeir lýst yfir óánægju sini með afskiptaleysi kirkjunnar gagnvart sunnanverðum Vestfjörðum. Meðal annars var óskað eftir því við biskup kirkjunnar að kaþólsk kirkja yrði byggð á Patreksfirði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×