Söngvarinn Shane Filan var eitt sinn hluti af Westlife, vinsælasta strákabandi Írlands allra tíma. Á blómaskeiði sveitarinnar rakaði hann inn milljónum á ári en nú er hann orðinn gjaldþrota.
Sem betur fer fær söngvarinn að halda giftingarhringnum sínum sem metinn er á 31.958 pund, rúmar sex og hálfa milljón króna. Shane kvæntist æskuástinni sinni Gillian árið 2003.
Shane ásamt strákunum í Westlife.Fréttir af fjárhagserfiðleikum Shane bárust fyrst í júní á síðasta ári þegar það fréttist að hann væri búinn að að selja þrjá bíla, tvö úr og snókerborð.
Á brúðkaupsdaginn.Shane og bróðir hans Finbarr voru búnir að taka lán í fjölmörgum bönkum í Írlandi og settu peningana í fyrirtæki sitt Shafin developments. Saman ætluðu þeir sér að byggja níutíu einbýlishús en aðeins helmingur þeirra var byggður og húsin seldust undir kostnaðarverði.