„Er þetta ekki bara „pretty face“ á listanum?“ spyr Örn Elías Guðmundsson eða Mugison, sem tekur heiðurssæti á lista Bjartar framtíðar í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar. „Þetta er bara stuðningur við hópinn. Ef það gengur vel hefur maður efni á að leigja íbúð í bænum.“
Það var borgarfulltrúinn Óttarr Proppé sem sannfærði Mugison um að ganga til liðs við flokkinn. „Eftir stutt spjall við hann var ég sannfærður um að þetta væri málið,“ segir Mugison.
