Lífið

Lærishá leðurstígvél í haust

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Karl Lagerfeld sýndi haust – og vetrarlínu Chanel í París í gær. Línan var mjög í anda tískuhússins virta, þar sem við sáum klassísku ullarjakkana, litlu svörtu kjólana og chanel töskurnar á sýningarpöllunum. Línan var þó nútímaleg, en Lagerfeld hefur einstakt lag á að færa klassískan brag tískuhússins yfir til líðandi stundar. Skófatnaðurinn var mjög áberandi, en fyrisæturnar voru allar í þröngum, lærisháum stígvélum með málmskrauti, ýmist úr leðri eða ull.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.