Skúli harmar viðbrögð Sunnevu Stefán Árni Pálsson skrifar 11. júní 2013 06:45 Florentina Stanciu gengur aftur í raðir Stjörnunnar. Fréttablaðið/Anton „Ég get staðfest það að Florentina Stanciu er að koma í Stjörnuna,“ segir Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Stjörnunnar, í samtali við Fréttablaðið í gær. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær brást Sunneva Einarsdóttir illa við þeim fréttum og kaus að rifta samningi sínum við félagið. Sunneva hefur staðið á milli stanganna hjá Stjörnunni undanfarið ár. „Sunneva kaus að fara þessa leið og var verulega ósátt. Við verðum auðvitað bara að virða hennar ákvörðun.“ Florentina Stanciu var til margra ára hjá Stjörnunni og þekkir allar aðstæður vel í Garðabæ. „Florentina sóttist eftir því að koma aftur til félagsins, enda þekkir hún sig vel hjá okkur. Við áttum samtöl við Sunnevu til þess að snúa hennar hug og halda henni hjá félaginu en hún hefur endanlega tekið þessa ákvörðun. Hún er frábær íþróttamaður og virkilega góður markmaður sem verður ekki í vandræðum með að finna sér annað félag.“ Haustið 2011 átti að leggja niður kvennalið Stjörnunnar en á lokamínútunum var liðinu í raun bjargað. „Frá því fyrir tveimur árum hefur starfið hér í Garðabænum blómstrað og allt okkar bakland hefur staðið sig gríðarlega vel. Leikmannahópurinn er frábær og allt þetta batterí er að vinna vel saman. Rekstur handknattleiksdeildarinnar hefur gengið vel á þessu tímabili og allt það óeigingjarna starf sem okkar fólk vinnur að á hverjum einasta leik er að skila sér til félagsins. Við reynum að halda öllum kostnaði í hófi og vinna með það sem við höfum til staðar,“ segir Skúli Gunnsteinsson. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Missti vitið og brotnaði niður Einn besti markvörður landsins, Sunneva Einarsdóttir, hefur rift samningi sínum við Stjörnuna sem er að fá Florentinu Stanciu til sín. Sunneva er sár og svekkt út í stjórn handknattleiksdeildar. Hún ætlar ekki að spila áfram á Íslandi. 10. júní 2013 06:30 Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Sjá meira
„Ég get staðfest það að Florentina Stanciu er að koma í Stjörnuna,“ segir Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Stjörnunnar, í samtali við Fréttablaðið í gær. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær brást Sunneva Einarsdóttir illa við þeim fréttum og kaus að rifta samningi sínum við félagið. Sunneva hefur staðið á milli stanganna hjá Stjörnunni undanfarið ár. „Sunneva kaus að fara þessa leið og var verulega ósátt. Við verðum auðvitað bara að virða hennar ákvörðun.“ Florentina Stanciu var til margra ára hjá Stjörnunni og þekkir allar aðstæður vel í Garðabæ. „Florentina sóttist eftir því að koma aftur til félagsins, enda þekkir hún sig vel hjá okkur. Við áttum samtöl við Sunnevu til þess að snúa hennar hug og halda henni hjá félaginu en hún hefur endanlega tekið þessa ákvörðun. Hún er frábær íþróttamaður og virkilega góður markmaður sem verður ekki í vandræðum með að finna sér annað félag.“ Haustið 2011 átti að leggja niður kvennalið Stjörnunnar en á lokamínútunum var liðinu í raun bjargað. „Frá því fyrir tveimur árum hefur starfið hér í Garðabænum blómstrað og allt okkar bakland hefur staðið sig gríðarlega vel. Leikmannahópurinn er frábær og allt þetta batterí er að vinna vel saman. Rekstur handknattleiksdeildarinnar hefur gengið vel á þessu tímabili og allt það óeigingjarna starf sem okkar fólk vinnur að á hverjum einasta leik er að skila sér til félagsins. Við reynum að halda öllum kostnaði í hófi og vinna með það sem við höfum til staðar,“ segir Skúli Gunnsteinsson.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Missti vitið og brotnaði niður Einn besti markvörður landsins, Sunneva Einarsdóttir, hefur rift samningi sínum við Stjörnuna sem er að fá Florentinu Stanciu til sín. Sunneva er sár og svekkt út í stjórn handknattleiksdeildar. Hún ætlar ekki að spila áfram á Íslandi. 10. júní 2013 06:30 Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Sjá meira
Missti vitið og brotnaði niður Einn besti markvörður landsins, Sunneva Einarsdóttir, hefur rift samningi sínum við Stjörnuna sem er að fá Florentinu Stanciu til sín. Sunneva er sár og svekkt út í stjórn handknattleiksdeildar. Hún ætlar ekki að spila áfram á Íslandi. 10. júní 2013 06:30