Iðjuþjálfun og skólaumhverfi Anna Alexandersdóttir og Guðrún J. Benediktsdóttir og Rósa Gunnsteinsdóttir skrifa 27. október 2013 06:00 Greinarhöfundar eru iðjuþjálfar sem unnið hafa með börnum og varð kveikjan að þessari grein almenn umræða um andlega líðan barna og unglinga í skólum á Íslandi í dag og hversu sláandi tölur eru um brottfall nemenda úr framhaldsskóla og skólaafneitun ungra barna. Á Íslandi eru 167 grunnskólar og starfa iðjuþjálfar aðeins við 10 þeirra. Starf iðjuþjálfa innan skólakerfis hefur í gegnum tíðina að mestu einkennst af þjónustu við börn með hreyfihömlun og hreyfiþroskaröskun. Undanfarin misseri hefur áherslan þó breyst og nýtist þekking iðjuþjálfa einnig nemendum sem glíma við ýmsa örðugleika sem hafa áhrif á þátttöku í skólastarfi. Aðkoma iðjuþjálfa tengist meðal annars málum barna sem glíma við hegðunarvanda, lyndisraskanir, athyglisbrest með/án ofvirkni, greiningu á einhverfurófi auk þess að vinna með nemendum með brotna sjálfsmynd og/eða slaka félagsfærni. Eins og staðan er í dag þurfa nemendur sem þurfa á þjónustu iðjuþjálfa að halda yfirleitt að leita til sérhæfðra stofnana þar sem iðjuþjálfar starfa að jafnaði ekki innan veggja skóla, að undanskildu Norðurlandinu. Viðfangsefni nemenda í skólanum eru fjölbreytt og snúa að náms- og félagslegum þáttum og því er nálgun við nemendur og skóla fjölþætt og margbreytileg. Aðkoma iðjuþjálfa getur m.a. verið bein þjálfun með nemanda, fyrirlagning matstækja eða ráðgjöf til foreldra og starfsfólks. Áhersla er á þátttöku í skólastarfi, að ýta undir styrkleika og fjarlægja hindranir sem torvelda nemendum námið, að finna aðferðir sem auðvelda þeim að tileinka sér nýjar leiðir til náms, leiks og félagslegra samskipta. Einnig ber að taka mið af því sem fram fer utan veggja skólastofunnar s.s. í frímínútum og öðrum hléum en þar reynir oft verulega á félagsleg samskipti. Til þess að þjálfun og yfirfærsla hennar verði markvissari og nýtist betur er brýnt að iðjuþjálfar starfi í skólum. Þjálfunin fer þá fram í raunverulegum aðstæðum og verður þannig partur af skóladegi barnsins. Ávinningur verður margþættur og snýr jafnt að börnum, fjölskyldu og samfélagi í heild. Undirritaðar vilja sjá iðjuþjálfa starfa í fleiri skólum og hvetja skólastjórnendur til að kynna sér það starf sem iðjuþjálfar vinna nú þegar innan veggja skóla. Anna Alexandersdóttir, Austurbrú Guðrún J. Benediktsdóttir, Æfingastöðinni Rósa Gunnsteinsdóttir, BUGL Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Sjá meira
Greinarhöfundar eru iðjuþjálfar sem unnið hafa með börnum og varð kveikjan að þessari grein almenn umræða um andlega líðan barna og unglinga í skólum á Íslandi í dag og hversu sláandi tölur eru um brottfall nemenda úr framhaldsskóla og skólaafneitun ungra barna. Á Íslandi eru 167 grunnskólar og starfa iðjuþjálfar aðeins við 10 þeirra. Starf iðjuþjálfa innan skólakerfis hefur í gegnum tíðina að mestu einkennst af þjónustu við börn með hreyfihömlun og hreyfiþroskaröskun. Undanfarin misseri hefur áherslan þó breyst og nýtist þekking iðjuþjálfa einnig nemendum sem glíma við ýmsa örðugleika sem hafa áhrif á þátttöku í skólastarfi. Aðkoma iðjuþjálfa tengist meðal annars málum barna sem glíma við hegðunarvanda, lyndisraskanir, athyglisbrest með/án ofvirkni, greiningu á einhverfurófi auk þess að vinna með nemendum með brotna sjálfsmynd og/eða slaka félagsfærni. Eins og staðan er í dag þurfa nemendur sem þurfa á þjónustu iðjuþjálfa að halda yfirleitt að leita til sérhæfðra stofnana þar sem iðjuþjálfar starfa að jafnaði ekki innan veggja skóla, að undanskildu Norðurlandinu. Viðfangsefni nemenda í skólanum eru fjölbreytt og snúa að náms- og félagslegum þáttum og því er nálgun við nemendur og skóla fjölþætt og margbreytileg. Aðkoma iðjuþjálfa getur m.a. verið bein þjálfun með nemanda, fyrirlagning matstækja eða ráðgjöf til foreldra og starfsfólks. Áhersla er á þátttöku í skólastarfi, að ýta undir styrkleika og fjarlægja hindranir sem torvelda nemendum námið, að finna aðferðir sem auðvelda þeim að tileinka sér nýjar leiðir til náms, leiks og félagslegra samskipta. Einnig ber að taka mið af því sem fram fer utan veggja skólastofunnar s.s. í frímínútum og öðrum hléum en þar reynir oft verulega á félagsleg samskipti. Til þess að þjálfun og yfirfærsla hennar verði markvissari og nýtist betur er brýnt að iðjuþjálfar starfi í skólum. Þjálfunin fer þá fram í raunverulegum aðstæðum og verður þannig partur af skóladegi barnsins. Ávinningur verður margþættur og snýr jafnt að börnum, fjölskyldu og samfélagi í heild. Undirritaðar vilja sjá iðjuþjálfa starfa í fleiri skólum og hvetja skólastjórnendur til að kynna sér það starf sem iðjuþjálfar vinna nú þegar innan veggja skóla. Anna Alexandersdóttir, Austurbrú Guðrún J. Benediktsdóttir, Æfingastöðinni Rósa Gunnsteinsdóttir, BUGL
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar