Iðjuþjálfun og skólaumhverfi Anna Alexandersdóttir og Guðrún J. Benediktsdóttir og Rósa Gunnsteinsdóttir skrifa 27. október 2013 06:00 Greinarhöfundar eru iðjuþjálfar sem unnið hafa með börnum og varð kveikjan að þessari grein almenn umræða um andlega líðan barna og unglinga í skólum á Íslandi í dag og hversu sláandi tölur eru um brottfall nemenda úr framhaldsskóla og skólaafneitun ungra barna. Á Íslandi eru 167 grunnskólar og starfa iðjuþjálfar aðeins við 10 þeirra. Starf iðjuþjálfa innan skólakerfis hefur í gegnum tíðina að mestu einkennst af þjónustu við börn með hreyfihömlun og hreyfiþroskaröskun. Undanfarin misseri hefur áherslan þó breyst og nýtist þekking iðjuþjálfa einnig nemendum sem glíma við ýmsa örðugleika sem hafa áhrif á þátttöku í skólastarfi. Aðkoma iðjuþjálfa tengist meðal annars málum barna sem glíma við hegðunarvanda, lyndisraskanir, athyglisbrest með/án ofvirkni, greiningu á einhverfurófi auk þess að vinna með nemendum með brotna sjálfsmynd og/eða slaka félagsfærni. Eins og staðan er í dag þurfa nemendur sem þurfa á þjónustu iðjuþjálfa að halda yfirleitt að leita til sérhæfðra stofnana þar sem iðjuþjálfar starfa að jafnaði ekki innan veggja skóla, að undanskildu Norðurlandinu. Viðfangsefni nemenda í skólanum eru fjölbreytt og snúa að náms- og félagslegum þáttum og því er nálgun við nemendur og skóla fjölþætt og margbreytileg. Aðkoma iðjuþjálfa getur m.a. verið bein þjálfun með nemanda, fyrirlagning matstækja eða ráðgjöf til foreldra og starfsfólks. Áhersla er á þátttöku í skólastarfi, að ýta undir styrkleika og fjarlægja hindranir sem torvelda nemendum námið, að finna aðferðir sem auðvelda þeim að tileinka sér nýjar leiðir til náms, leiks og félagslegra samskipta. Einnig ber að taka mið af því sem fram fer utan veggja skólastofunnar s.s. í frímínútum og öðrum hléum en þar reynir oft verulega á félagsleg samskipti. Til þess að þjálfun og yfirfærsla hennar verði markvissari og nýtist betur er brýnt að iðjuþjálfar starfi í skólum. Þjálfunin fer þá fram í raunverulegum aðstæðum og verður þannig partur af skóladegi barnsins. Ávinningur verður margþættur og snýr jafnt að börnum, fjölskyldu og samfélagi í heild. Undirritaðar vilja sjá iðjuþjálfa starfa í fleiri skólum og hvetja skólastjórnendur til að kynna sér það starf sem iðjuþjálfar vinna nú þegar innan veggja skóla. Anna Alexandersdóttir, Austurbrú Guðrún J. Benediktsdóttir, Æfingastöðinni Rósa Gunnsteinsdóttir, BUGL Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Sjá meira
Greinarhöfundar eru iðjuþjálfar sem unnið hafa með börnum og varð kveikjan að þessari grein almenn umræða um andlega líðan barna og unglinga í skólum á Íslandi í dag og hversu sláandi tölur eru um brottfall nemenda úr framhaldsskóla og skólaafneitun ungra barna. Á Íslandi eru 167 grunnskólar og starfa iðjuþjálfar aðeins við 10 þeirra. Starf iðjuþjálfa innan skólakerfis hefur í gegnum tíðina að mestu einkennst af þjónustu við börn með hreyfihömlun og hreyfiþroskaröskun. Undanfarin misseri hefur áherslan þó breyst og nýtist þekking iðjuþjálfa einnig nemendum sem glíma við ýmsa örðugleika sem hafa áhrif á þátttöku í skólastarfi. Aðkoma iðjuþjálfa tengist meðal annars málum barna sem glíma við hegðunarvanda, lyndisraskanir, athyglisbrest með/án ofvirkni, greiningu á einhverfurófi auk þess að vinna með nemendum með brotna sjálfsmynd og/eða slaka félagsfærni. Eins og staðan er í dag þurfa nemendur sem þurfa á þjónustu iðjuþjálfa að halda yfirleitt að leita til sérhæfðra stofnana þar sem iðjuþjálfar starfa að jafnaði ekki innan veggja skóla, að undanskildu Norðurlandinu. Viðfangsefni nemenda í skólanum eru fjölbreytt og snúa að náms- og félagslegum þáttum og því er nálgun við nemendur og skóla fjölþætt og margbreytileg. Aðkoma iðjuþjálfa getur m.a. verið bein þjálfun með nemanda, fyrirlagning matstækja eða ráðgjöf til foreldra og starfsfólks. Áhersla er á þátttöku í skólastarfi, að ýta undir styrkleika og fjarlægja hindranir sem torvelda nemendum námið, að finna aðferðir sem auðvelda þeim að tileinka sér nýjar leiðir til náms, leiks og félagslegra samskipta. Einnig ber að taka mið af því sem fram fer utan veggja skólastofunnar s.s. í frímínútum og öðrum hléum en þar reynir oft verulega á félagsleg samskipti. Til þess að þjálfun og yfirfærsla hennar verði markvissari og nýtist betur er brýnt að iðjuþjálfar starfi í skólum. Þjálfunin fer þá fram í raunverulegum aðstæðum og verður þannig partur af skóladegi barnsins. Ávinningur verður margþættur og snýr jafnt að börnum, fjölskyldu og samfélagi í heild. Undirritaðar vilja sjá iðjuþjálfa starfa í fleiri skólum og hvetja skólastjórnendur til að kynna sér það starf sem iðjuþjálfar vinna nú þegar innan veggja skóla. Anna Alexandersdóttir, Austurbrú Guðrún J. Benediktsdóttir, Æfingastöðinni Rósa Gunnsteinsdóttir, BUGL
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun