Iðjuþjálfun og skólaumhverfi Anna Alexandersdóttir og Guðrún J. Benediktsdóttir og Rósa Gunnsteinsdóttir skrifa 27. október 2013 06:00 Greinarhöfundar eru iðjuþjálfar sem unnið hafa með börnum og varð kveikjan að þessari grein almenn umræða um andlega líðan barna og unglinga í skólum á Íslandi í dag og hversu sláandi tölur eru um brottfall nemenda úr framhaldsskóla og skólaafneitun ungra barna. Á Íslandi eru 167 grunnskólar og starfa iðjuþjálfar aðeins við 10 þeirra. Starf iðjuþjálfa innan skólakerfis hefur í gegnum tíðina að mestu einkennst af þjónustu við börn með hreyfihömlun og hreyfiþroskaröskun. Undanfarin misseri hefur áherslan þó breyst og nýtist þekking iðjuþjálfa einnig nemendum sem glíma við ýmsa örðugleika sem hafa áhrif á þátttöku í skólastarfi. Aðkoma iðjuþjálfa tengist meðal annars málum barna sem glíma við hegðunarvanda, lyndisraskanir, athyglisbrest með/án ofvirkni, greiningu á einhverfurófi auk þess að vinna með nemendum með brotna sjálfsmynd og/eða slaka félagsfærni. Eins og staðan er í dag þurfa nemendur sem þurfa á þjónustu iðjuþjálfa að halda yfirleitt að leita til sérhæfðra stofnana þar sem iðjuþjálfar starfa að jafnaði ekki innan veggja skóla, að undanskildu Norðurlandinu. Viðfangsefni nemenda í skólanum eru fjölbreytt og snúa að náms- og félagslegum þáttum og því er nálgun við nemendur og skóla fjölþætt og margbreytileg. Aðkoma iðjuþjálfa getur m.a. verið bein þjálfun með nemanda, fyrirlagning matstækja eða ráðgjöf til foreldra og starfsfólks. Áhersla er á þátttöku í skólastarfi, að ýta undir styrkleika og fjarlægja hindranir sem torvelda nemendum námið, að finna aðferðir sem auðvelda þeim að tileinka sér nýjar leiðir til náms, leiks og félagslegra samskipta. Einnig ber að taka mið af því sem fram fer utan veggja skólastofunnar s.s. í frímínútum og öðrum hléum en þar reynir oft verulega á félagsleg samskipti. Til þess að þjálfun og yfirfærsla hennar verði markvissari og nýtist betur er brýnt að iðjuþjálfar starfi í skólum. Þjálfunin fer þá fram í raunverulegum aðstæðum og verður þannig partur af skóladegi barnsins. Ávinningur verður margþættur og snýr jafnt að börnum, fjölskyldu og samfélagi í heild. Undirritaðar vilja sjá iðjuþjálfa starfa í fleiri skólum og hvetja skólastjórnendur til að kynna sér það starf sem iðjuþjálfar vinna nú þegar innan veggja skóla. Anna Alexandersdóttir, Austurbrú Guðrún J. Benediktsdóttir, Æfingastöðinni Rósa Gunnsteinsdóttir, BUGL Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Greinarhöfundar eru iðjuþjálfar sem unnið hafa með börnum og varð kveikjan að þessari grein almenn umræða um andlega líðan barna og unglinga í skólum á Íslandi í dag og hversu sláandi tölur eru um brottfall nemenda úr framhaldsskóla og skólaafneitun ungra barna. Á Íslandi eru 167 grunnskólar og starfa iðjuþjálfar aðeins við 10 þeirra. Starf iðjuþjálfa innan skólakerfis hefur í gegnum tíðina að mestu einkennst af þjónustu við börn með hreyfihömlun og hreyfiþroskaröskun. Undanfarin misseri hefur áherslan þó breyst og nýtist þekking iðjuþjálfa einnig nemendum sem glíma við ýmsa örðugleika sem hafa áhrif á þátttöku í skólastarfi. Aðkoma iðjuþjálfa tengist meðal annars málum barna sem glíma við hegðunarvanda, lyndisraskanir, athyglisbrest með/án ofvirkni, greiningu á einhverfurófi auk þess að vinna með nemendum með brotna sjálfsmynd og/eða slaka félagsfærni. Eins og staðan er í dag þurfa nemendur sem þurfa á þjónustu iðjuþjálfa að halda yfirleitt að leita til sérhæfðra stofnana þar sem iðjuþjálfar starfa að jafnaði ekki innan veggja skóla, að undanskildu Norðurlandinu. Viðfangsefni nemenda í skólanum eru fjölbreytt og snúa að náms- og félagslegum þáttum og því er nálgun við nemendur og skóla fjölþætt og margbreytileg. Aðkoma iðjuþjálfa getur m.a. verið bein þjálfun með nemanda, fyrirlagning matstækja eða ráðgjöf til foreldra og starfsfólks. Áhersla er á þátttöku í skólastarfi, að ýta undir styrkleika og fjarlægja hindranir sem torvelda nemendum námið, að finna aðferðir sem auðvelda þeim að tileinka sér nýjar leiðir til náms, leiks og félagslegra samskipta. Einnig ber að taka mið af því sem fram fer utan veggja skólastofunnar s.s. í frímínútum og öðrum hléum en þar reynir oft verulega á félagsleg samskipti. Til þess að þjálfun og yfirfærsla hennar verði markvissari og nýtist betur er brýnt að iðjuþjálfar starfi í skólum. Þjálfunin fer þá fram í raunverulegum aðstæðum og verður þannig partur af skóladegi barnsins. Ávinningur verður margþættur og snýr jafnt að börnum, fjölskyldu og samfélagi í heild. Undirritaðar vilja sjá iðjuþjálfa starfa í fleiri skólum og hvetja skólastjórnendur til að kynna sér það starf sem iðjuþjálfar vinna nú þegar innan veggja skóla. Anna Alexandersdóttir, Austurbrú Guðrún J. Benediktsdóttir, Æfingastöðinni Rósa Gunnsteinsdóttir, BUGL
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar