Innlent

Ástandið á helgarvöktum sem í hers höndum

María Lilja Þrastardóttir skrifar
Vaktlæknir á Landspítalanum segir næturvaktir á slysadeild bera áfengismenningu Íslendinga slæmt vitni.
Vaktlæknir á Landspítalanum segir næturvaktir á slysadeild bera áfengismenningu Íslendinga slæmt vitni. mynd/vilhelm
Næturvaktir á slysadeild um helgar eru sem í hershöndum og bera áfengismenningu Íslendinga slæmt vitni.

Þetta segir Hilmar Kjartansson, vaktlæknir á slysadeild Landspítalans í samtali við fréttastofu. Lágmarksmönnun er á deildinni um helgar og aðeins þrír læknar á vakt auk hjúkrunarfólks. Þá eru fulltrúar lögreglunnar með vakt á staðnum vegna ástandsins sem er að sögn til skammar.

Í nótt, sem áður, var mikill erill. heimsóknir vegna áfengistengdra ryskinga og öðrum eftirmálum slagsmála voru þó í meðallagi en mikið var um veikt fólk. Hilmar segir allt vaktfólk hafa verið á þönum og sjaldgæft sé að fólk nái að hvílast sökum anna.

Komur tengdar eiturlyfjanotkun hafa einnig færst í aukana. Hilmar segir að fólk með fíknivanda leiti meira í slysadeildina en áður, til þess að sækjast eftir fráhvarfsmeðferðum en slíkt sé þó ekki í boði hjá slysadeild, heldur hjá meðferðastofnunum.   




Fleiri fréttir

Sjá meira


×