Tekist á um umfang greiðsluþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu Heimir Már Pétursson skrifar 22. september 2013 18:57 Samstaða er um það innan nefndar um greiðsluþáttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu að einfalda megi kerfið. Þar er hins vegar tekist á um hvort fólk eigi að greiða fyrir það í framtíðinni að leggjast inn á sjúkrahús. Pétur Blöndal sem er formaður þverpólitískrar nefndar um breytingar á kostnaðarþátttökukerfi sjúklinga segir að markmiðið sé að líta á alla heilbrigðisþjónustu út frá sjónarhorni einstaklingsins. „Og tryggja hann fyrir öllum kostnaði hvar sem hann myndast, hvort sem það eru lyf, sérfræðingar, rannsóknir, myndatökur og svo framvegis. Þetta verði allt tryggt með einum og sama hætti og þegar menn eru komnir upp í ákveðin hámörk borgi þeir ekki meira,“ segir Pétur. Það sé ekki markmiðið að spara ríkinu fjármuni með nýju kerfi, heldur sé markmiðið að einfalda kerfið og færa sem flest undir það, allt frá heimsóknum til heimilislæknis til flóknari aðgerða og að þeir sem þurfi mikið á heilbrigðisþjónustu að halda séu verndaðir. Flestir eru sammála um að einfalda megi greiðsluþátttöku sjúklinga í íslenska heilbrigðiskerfinu. Spurningin er hins vegar hversu víða og hversu langt á að ganga í greiðsluþátttöku sjúklinga. En sér Pétur þá fyrir sér að jafnvel fólk sem þurfi að leggjast inn á sjúkrahús greiði einnig gjald fyrri það eins og tíðkast með lyfin? „Nú er það þannig að það er ekki einhugur um þetta í nefndinni og við eigum eftir að ræða okkur til botns í því. Þetta er ekkert aðalatriði en það er í mínum huga dálítið ankanalegt að sumir sjúklingar greiði ekki neitt og aðrir sem koma á eftir þeim, jafnvel í sama tækið, borga mikið,“ segir Pétur. Nokkrar útfærsluleiðir komi til greina og heildarheilbrigðiskostnaður hvers einstaklings gæti þá orðið að hámarki um 120 þúsund krónur á ári að lyfjum meðtöldum en hámarkskostnaður á þeim er í dag um 60 þúsund krónur. „Markmiðið er að þeir sem eru mikið og langveikir og þurfa stöðugt og mikla þjónustu, bæði sérfræðinga , lyf, rannsóknir og myndatökur, að þeir séu verndaðir. En hinir sem verða einstaka sinnum veikir, kannski á fimm ára fresti, borgi þá þeim mun meira,“ segir Pétur. Ólafur Þór Gunnarsson læknir og fulltrúi Vinstri grænna í nefndinni segir sjúklingum hafa verið beint í göngudeildarmeðferðir í ríkari mæli undanfarin ár og þar hafi niðurgreiðsla kostnaðar ekki fylgt eftir með auknum kostnaði fyrir sjúklinga. Hann vill ekki að sjúkrahúsvist verði færð undir greiðsluþátttökukerfið. Hins vegar þurfi að setja þak á greiðslu fólks í heilbrigðiskerfinu. „Og vonandi getur einhver hluti af vinnu nefndarinnar farið í að ræða um það. Á sama hátt og ég vona að hluti vinnunnar geti farið í að ræða um hvað á að vera inni og hvað á að vera úti. Og ég fyrir mitt leyti tel að spítalaþjónusta, sjúkrahúsþjónusta, innlagnir þegar fólk er hvað veikast, eigi ekki að vera þarna inni,“ segir Ólafur Þór. Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Samstaða er um það innan nefndar um greiðsluþáttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu að einfalda megi kerfið. Þar er hins vegar tekist á um hvort fólk eigi að greiða fyrir það í framtíðinni að leggjast inn á sjúkrahús. Pétur Blöndal sem er formaður þverpólitískrar nefndar um breytingar á kostnaðarþátttökukerfi sjúklinga segir að markmiðið sé að líta á alla heilbrigðisþjónustu út frá sjónarhorni einstaklingsins. „Og tryggja hann fyrir öllum kostnaði hvar sem hann myndast, hvort sem það eru lyf, sérfræðingar, rannsóknir, myndatökur og svo framvegis. Þetta verði allt tryggt með einum og sama hætti og þegar menn eru komnir upp í ákveðin hámörk borgi þeir ekki meira,“ segir Pétur. Það sé ekki markmiðið að spara ríkinu fjármuni með nýju kerfi, heldur sé markmiðið að einfalda kerfið og færa sem flest undir það, allt frá heimsóknum til heimilislæknis til flóknari aðgerða og að þeir sem þurfi mikið á heilbrigðisþjónustu að halda séu verndaðir. Flestir eru sammála um að einfalda megi greiðsluþátttöku sjúklinga í íslenska heilbrigðiskerfinu. Spurningin er hins vegar hversu víða og hversu langt á að ganga í greiðsluþátttöku sjúklinga. En sér Pétur þá fyrir sér að jafnvel fólk sem þurfi að leggjast inn á sjúkrahús greiði einnig gjald fyrri það eins og tíðkast með lyfin? „Nú er það þannig að það er ekki einhugur um þetta í nefndinni og við eigum eftir að ræða okkur til botns í því. Þetta er ekkert aðalatriði en það er í mínum huga dálítið ankanalegt að sumir sjúklingar greiði ekki neitt og aðrir sem koma á eftir þeim, jafnvel í sama tækið, borga mikið,“ segir Pétur. Nokkrar útfærsluleiðir komi til greina og heildarheilbrigðiskostnaður hvers einstaklings gæti þá orðið að hámarki um 120 þúsund krónur á ári að lyfjum meðtöldum en hámarkskostnaður á þeim er í dag um 60 þúsund krónur. „Markmiðið er að þeir sem eru mikið og langveikir og þurfa stöðugt og mikla þjónustu, bæði sérfræðinga , lyf, rannsóknir og myndatökur, að þeir séu verndaðir. En hinir sem verða einstaka sinnum veikir, kannski á fimm ára fresti, borgi þá þeim mun meira,“ segir Pétur. Ólafur Þór Gunnarsson læknir og fulltrúi Vinstri grænna í nefndinni segir sjúklingum hafa verið beint í göngudeildarmeðferðir í ríkari mæli undanfarin ár og þar hafi niðurgreiðsla kostnaðar ekki fylgt eftir með auknum kostnaði fyrir sjúklinga. Hann vill ekki að sjúkrahúsvist verði færð undir greiðsluþátttökukerfið. Hins vegar þurfi að setja þak á greiðslu fólks í heilbrigðiskerfinu. „Og vonandi getur einhver hluti af vinnu nefndarinnar farið í að ræða um það. Á sama hátt og ég vona að hluti vinnunnar geti farið í að ræða um hvað á að vera inni og hvað á að vera úti. Og ég fyrir mitt leyti tel að spítalaþjónusta, sjúkrahúsþjónusta, innlagnir þegar fólk er hvað veikast, eigi ekki að vera þarna inni,“ segir Ólafur Þór.
Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira