Tekist á um umfang greiðsluþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu Heimir Már Pétursson skrifar 22. september 2013 18:57 Samstaða er um það innan nefndar um greiðsluþáttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu að einfalda megi kerfið. Þar er hins vegar tekist á um hvort fólk eigi að greiða fyrir það í framtíðinni að leggjast inn á sjúkrahús. Pétur Blöndal sem er formaður þverpólitískrar nefndar um breytingar á kostnaðarþátttökukerfi sjúklinga segir að markmiðið sé að líta á alla heilbrigðisþjónustu út frá sjónarhorni einstaklingsins. „Og tryggja hann fyrir öllum kostnaði hvar sem hann myndast, hvort sem það eru lyf, sérfræðingar, rannsóknir, myndatökur og svo framvegis. Þetta verði allt tryggt með einum og sama hætti og þegar menn eru komnir upp í ákveðin hámörk borgi þeir ekki meira,“ segir Pétur. Það sé ekki markmiðið að spara ríkinu fjármuni með nýju kerfi, heldur sé markmiðið að einfalda kerfið og færa sem flest undir það, allt frá heimsóknum til heimilislæknis til flóknari aðgerða og að þeir sem þurfi mikið á heilbrigðisþjónustu að halda séu verndaðir. Flestir eru sammála um að einfalda megi greiðsluþátttöku sjúklinga í íslenska heilbrigðiskerfinu. Spurningin er hins vegar hversu víða og hversu langt á að ganga í greiðsluþátttöku sjúklinga. En sér Pétur þá fyrir sér að jafnvel fólk sem þurfi að leggjast inn á sjúkrahús greiði einnig gjald fyrri það eins og tíðkast með lyfin? „Nú er það þannig að það er ekki einhugur um þetta í nefndinni og við eigum eftir að ræða okkur til botns í því. Þetta er ekkert aðalatriði en það er í mínum huga dálítið ankanalegt að sumir sjúklingar greiði ekki neitt og aðrir sem koma á eftir þeim, jafnvel í sama tækið, borga mikið,“ segir Pétur. Nokkrar útfærsluleiðir komi til greina og heildarheilbrigðiskostnaður hvers einstaklings gæti þá orðið að hámarki um 120 þúsund krónur á ári að lyfjum meðtöldum en hámarkskostnaður á þeim er í dag um 60 þúsund krónur. „Markmiðið er að þeir sem eru mikið og langveikir og þurfa stöðugt og mikla þjónustu, bæði sérfræðinga , lyf, rannsóknir og myndatökur, að þeir séu verndaðir. En hinir sem verða einstaka sinnum veikir, kannski á fimm ára fresti, borgi þá þeim mun meira,“ segir Pétur. Ólafur Þór Gunnarsson læknir og fulltrúi Vinstri grænna í nefndinni segir sjúklingum hafa verið beint í göngudeildarmeðferðir í ríkari mæli undanfarin ár og þar hafi niðurgreiðsla kostnaðar ekki fylgt eftir með auknum kostnaði fyrir sjúklinga. Hann vill ekki að sjúkrahúsvist verði færð undir greiðsluþátttökukerfið. Hins vegar þurfi að setja þak á greiðslu fólks í heilbrigðiskerfinu. „Og vonandi getur einhver hluti af vinnu nefndarinnar farið í að ræða um það. Á sama hátt og ég vona að hluti vinnunnar geti farið í að ræða um hvað á að vera inni og hvað á að vera úti. Og ég fyrir mitt leyti tel að spítalaþjónusta, sjúkrahúsþjónusta, innlagnir þegar fólk er hvað veikast, eigi ekki að vera þarna inni,“ segir Ólafur Þór. Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Sjá meira
Samstaða er um það innan nefndar um greiðsluþáttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu að einfalda megi kerfið. Þar er hins vegar tekist á um hvort fólk eigi að greiða fyrir það í framtíðinni að leggjast inn á sjúkrahús. Pétur Blöndal sem er formaður þverpólitískrar nefndar um breytingar á kostnaðarþátttökukerfi sjúklinga segir að markmiðið sé að líta á alla heilbrigðisþjónustu út frá sjónarhorni einstaklingsins. „Og tryggja hann fyrir öllum kostnaði hvar sem hann myndast, hvort sem það eru lyf, sérfræðingar, rannsóknir, myndatökur og svo framvegis. Þetta verði allt tryggt með einum og sama hætti og þegar menn eru komnir upp í ákveðin hámörk borgi þeir ekki meira,“ segir Pétur. Það sé ekki markmiðið að spara ríkinu fjármuni með nýju kerfi, heldur sé markmiðið að einfalda kerfið og færa sem flest undir það, allt frá heimsóknum til heimilislæknis til flóknari aðgerða og að þeir sem þurfi mikið á heilbrigðisþjónustu að halda séu verndaðir. Flestir eru sammála um að einfalda megi greiðsluþátttöku sjúklinga í íslenska heilbrigðiskerfinu. Spurningin er hins vegar hversu víða og hversu langt á að ganga í greiðsluþátttöku sjúklinga. En sér Pétur þá fyrir sér að jafnvel fólk sem þurfi að leggjast inn á sjúkrahús greiði einnig gjald fyrri það eins og tíðkast með lyfin? „Nú er það þannig að það er ekki einhugur um þetta í nefndinni og við eigum eftir að ræða okkur til botns í því. Þetta er ekkert aðalatriði en það er í mínum huga dálítið ankanalegt að sumir sjúklingar greiði ekki neitt og aðrir sem koma á eftir þeim, jafnvel í sama tækið, borga mikið,“ segir Pétur. Nokkrar útfærsluleiðir komi til greina og heildarheilbrigðiskostnaður hvers einstaklings gæti þá orðið að hámarki um 120 þúsund krónur á ári að lyfjum meðtöldum en hámarkskostnaður á þeim er í dag um 60 þúsund krónur. „Markmiðið er að þeir sem eru mikið og langveikir og þurfa stöðugt og mikla þjónustu, bæði sérfræðinga , lyf, rannsóknir og myndatökur, að þeir séu verndaðir. En hinir sem verða einstaka sinnum veikir, kannski á fimm ára fresti, borgi þá þeim mun meira,“ segir Pétur. Ólafur Þór Gunnarsson læknir og fulltrúi Vinstri grænna í nefndinni segir sjúklingum hafa verið beint í göngudeildarmeðferðir í ríkari mæli undanfarin ár og þar hafi niðurgreiðsla kostnaðar ekki fylgt eftir með auknum kostnaði fyrir sjúklinga. Hann vill ekki að sjúkrahúsvist verði færð undir greiðsluþátttökukerfið. Hins vegar þurfi að setja þak á greiðslu fólks í heilbrigðiskerfinu. „Og vonandi getur einhver hluti af vinnu nefndarinnar farið í að ræða um það. Á sama hátt og ég vona að hluti vinnunnar geti farið í að ræða um hvað á að vera inni og hvað á að vera úti. Og ég fyrir mitt leyti tel að spítalaþjónusta, sjúkrahúsþjónusta, innlagnir þegar fólk er hvað veikast, eigi ekki að vera þarna inni,“ segir Ólafur Þór.
Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Sjá meira