Lífið

Framleiða Of Monsters and Men viskí

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Arnar og Raggi í OMAM taka á móti sérbrugguðu viskíi í bruggsmiðju Buschmills á Írlandi.
Arnar og Raggi í OMAM taka á móti sérbrugguðu viskíi í bruggsmiðju Buschmills á Írlandi. MYND/THESPIRITNEWS
Írska brugghúsið Buschmills hefur framleitt nokkrar flöskur af sérstöku Of Monsters and Men viskíi. Hljómsveitin var aðalnúmerið á Buschmills –tónlistarhátíðinni  í síðasta mánuði, en fyrirtækið heldur hátíðina árlega.

Bruggmeistarinn Colum Egan hjá Buschmills þróaði tegundina og hafa nú verið framleiddar sex flöskur af viskíinu, ein fyrir hvern meðlim hljómsveitarinnar.

Of Monsters and Men viskíið er gert úr hráefnum sem komið var fyrir í tunnum úr mismunandi viði árin 1987, 1989 og 1990, en það eru fæðingarár hljómsveitarmeðlima.

Þá sagði bruggmeistarinn að viskíið ætti vel við hljómsveitina, þar sem aðferðin sé byggð á gömlum hefðum og góðu handbragði.

Frá þessu er greint á vef The Spirit Buisness.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×