Stingur upp á nýrri fjárfestingarleið Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar 26. febrúar 2013 08:00 Leifur B. Dagfinnsson Erlend kvikmyndafyrirtæki hafa sýnt því áhuga að nýta sér fjárfestingarleið Seðlabankans til að fjárfesta í kvikmyndaverkefnum hér á landi. Leifur B. Dagfinnsson, framleiðandi hjá True North, segir binditímann sem leiðin felur í sér þó standa í fyrirtækjunum og talar fyrir sérsniðinni leið fyrir kvikmyndafjárfestingu. „Mín hugmynd er sú að erlendar bíómyndir fengju að koma með aflandskrónur inn í hagkerfið á hagstæðu gengi gegn því að skuldbinda sig til að gera kannski tvær myndir á Íslandi yfir til dæmis þriggja ára tímabil," segir Leifur. Fjárfestingarleið Seðlabankans er skref í áætlun stjórnvalda um losun gjaldeyrishafta. Hún felur í stuttu máli í sér að bankinn kaupir gjaldeyri í skiptum fyrir krónur gegn því að þær séu nýttar til fjárfestingar hér til fimm ára hið minnsta. Gulrótin er sú að þátttakendur fá hagstæðara gengi en ella en afslátturinn hefur verið um 16% í síðustu útboðum. Þá getur leiðin nýst eigendum aflandskróna. „Í fjárfestingarleiðinni er fimm ára binditími. Það stendur í kvikmyndafyrirtækjum. Ef þessi binditími yrði styttur í tilfelli þeirra þá er ég þess fullviss að þau myndu sýna þessu mikinn áhuga," segir Leifur og heldur áfram: „Þá væri Ísland skyndilega orðinn mjög samkeppnishæfur staður til að taka upp myndir sem gæti leitt til þess að ýmis eftirvinnsla færi einnig fram hér á landi. Þannig gæti þetta orðið meiri heilsársatvinnugrein og styrkt innlenda kvikmyndagerð." Leifur segist ekki hafa rætt þetta formlega við stjórnvöld en bætir við að hugmyndin hafi fengið góðan hljómgrunn hjá þeim sem hann hafi nefnt hana við. Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Erlend kvikmyndafyrirtæki hafa sýnt því áhuga að nýta sér fjárfestingarleið Seðlabankans til að fjárfesta í kvikmyndaverkefnum hér á landi. Leifur B. Dagfinnsson, framleiðandi hjá True North, segir binditímann sem leiðin felur í sér þó standa í fyrirtækjunum og talar fyrir sérsniðinni leið fyrir kvikmyndafjárfestingu. „Mín hugmynd er sú að erlendar bíómyndir fengju að koma með aflandskrónur inn í hagkerfið á hagstæðu gengi gegn því að skuldbinda sig til að gera kannski tvær myndir á Íslandi yfir til dæmis þriggja ára tímabil," segir Leifur. Fjárfestingarleið Seðlabankans er skref í áætlun stjórnvalda um losun gjaldeyrishafta. Hún felur í stuttu máli í sér að bankinn kaupir gjaldeyri í skiptum fyrir krónur gegn því að þær séu nýttar til fjárfestingar hér til fimm ára hið minnsta. Gulrótin er sú að þátttakendur fá hagstæðara gengi en ella en afslátturinn hefur verið um 16% í síðustu útboðum. Þá getur leiðin nýst eigendum aflandskróna. „Í fjárfestingarleiðinni er fimm ára binditími. Það stendur í kvikmyndafyrirtækjum. Ef þessi binditími yrði styttur í tilfelli þeirra þá er ég þess fullviss að þau myndu sýna þessu mikinn áhuga," segir Leifur og heldur áfram: „Þá væri Ísland skyndilega orðinn mjög samkeppnishæfur staður til að taka upp myndir sem gæti leitt til þess að ýmis eftirvinnsla færi einnig fram hér á landi. Þannig gæti þetta orðið meiri heilsársatvinnugrein og styrkt innlenda kvikmyndagerð." Leifur segist ekki hafa rætt þetta formlega við stjórnvöld en bætir við að hugmyndin hafi fengið góðan hljómgrunn hjá þeim sem hann hafi nefnt hana við.
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira