Óþarft er að örvænta þótt frostið bíti brátt í blöðin Sunna Valgerðardóttir skrifar 26. febrúar 2013 06:30 Grænt brum á runnunum við Alþingishúsið gefur óneitanlega fyrirheit um að vor sé í vændum þótt allt útlit sé fyrir að hitatölur bláni í lok vikunnar. Fréttablaðið/GVA Hlýindin undanfarna daga hafa gefið okkur sumum græna runna og blómstrandi garða. Þó er spáð frosti í lok vikunnar og segir garðyrkjufræðingur helsta áhyggjuefnið vera rætur sem gætu skaðast ef jörð er mjög blaut. Íslendingar þurfa ekki að örvænta þótt frostið taki að læsa sig í nýju brumin á garðrunnum og blóm haustlaukanna þegar líða tekur á vikuna. Glöggir garðyrkjuáhugamenn hafa eflaust séð græn lauf og fagurlita krókusa gægjast fram eftir hlýindin á landinu undanfarna daga, en það eru bláar tölur í kortunum sem geta gert að verkum að viðkvæmar plöntur sem eru komnar langt af stað kelur eða þær skemmast. Kristinn Þorsteinsson, garðyrkjufræðingur og fræðslustjóri Garðyrkjufélags Íslands, segir helsta áhyggjuefnið vera frost í jörð þegar jarðvegur er mjög blautur eins og á höfuðborgarsvæðinu eftir miklar rigningar. „Á yngri plöntur getur komið rótarskaði ef jarðvegurinn þenst mikið út í frostinu," segir Kristinn. „En maður sér þetta nánast á hverju ári, að gróðurinn fer af stað í hitatíð og svo kemur frost, án þess að maður þurfti að óttast skaða. Þetta er plöntunum eðlilegt." Hann segir að nú sé tíminn til að klippa niður runna og tré fyrir sumarið. Þó er betra að bíða lengur fram á vorið með viðkvæmari plöntur eins og ágræddar rósir. Misplar, toppar og fleiri runnategundir sem eru farnar að grænka, eru harðgerðari og þola vel litlar frosthörkur þótt blaðhlífar séu komnar í ljós. „Ég hef ekki neinar sérstakar áhyggjur af því sem er að gerast þessa stundina, en ég hefði ekki viljað sjá hitann vera deginum lengur," segir Kristinn. Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Hlýindin undanfarna daga hafa gefið okkur sumum græna runna og blómstrandi garða. Þó er spáð frosti í lok vikunnar og segir garðyrkjufræðingur helsta áhyggjuefnið vera rætur sem gætu skaðast ef jörð er mjög blaut. Íslendingar þurfa ekki að örvænta þótt frostið taki að læsa sig í nýju brumin á garðrunnum og blóm haustlaukanna þegar líða tekur á vikuna. Glöggir garðyrkjuáhugamenn hafa eflaust séð græn lauf og fagurlita krókusa gægjast fram eftir hlýindin á landinu undanfarna daga, en það eru bláar tölur í kortunum sem geta gert að verkum að viðkvæmar plöntur sem eru komnar langt af stað kelur eða þær skemmast. Kristinn Þorsteinsson, garðyrkjufræðingur og fræðslustjóri Garðyrkjufélags Íslands, segir helsta áhyggjuefnið vera frost í jörð þegar jarðvegur er mjög blautur eins og á höfuðborgarsvæðinu eftir miklar rigningar. „Á yngri plöntur getur komið rótarskaði ef jarðvegurinn þenst mikið út í frostinu," segir Kristinn. „En maður sér þetta nánast á hverju ári, að gróðurinn fer af stað í hitatíð og svo kemur frost, án þess að maður þurfti að óttast skaða. Þetta er plöntunum eðlilegt." Hann segir að nú sé tíminn til að klippa niður runna og tré fyrir sumarið. Þó er betra að bíða lengur fram á vorið með viðkvæmari plöntur eins og ágræddar rósir. Misplar, toppar og fleiri runnategundir sem eru farnar að grænka, eru harðgerðari og þola vel litlar frosthörkur þótt blaðhlífar séu komnar í ljós. „Ég hef ekki neinar sérstakar áhyggjur af því sem er að gerast þessa stundina, en ég hefði ekki viljað sjá hitann vera deginum lengur," segir Kristinn.
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira