Innlent

Ungbarnadauði lægstur á Íslandi meðal Evrópuþjóða

Ungbarnadauði var lægstur á Íslandi meðal Evrópuþjóða árið 2011. Þá var ungbarnadauði á Íslandi 0,9 af 1.000 lifandi fæddum. Hvergi í Evrópu var ungbarnadauði jafn lágur og hér árið 2011.

Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar. Þar segir að næstir Íslandi komu Svíar en þar var ungbarnadauði 2,1 af 1.000 lifandi fæddum. Annars staðar á Norðurlöndum var ungbarnadauði á bilinu 2,4-3,5.

Heildarmeðaltal Evrópusambandsríkja ásamt EES-þjóðum var 3,9 fyrir árið 2011. Í Evrópu var ungbarnadauði tíðastur í Kósóvó eða 13,1 af hverjum 1,000 lifandi fæddum.

Árið 2012 létust 1.952 einstaklingar sem búsettir voru á Íslandi, 951 karl og 1.001 kona. Dánartíðni var 6,1 látinn á hverja 1.000 íbúa og lækkaði lítillega frá árinu 2011.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×