Íbúar fastir vegna flóða - liggur á að æfa fyrir Hjónaballið 26. febrúar 2013 14:22 Hér sjást flóðin glögglega. Myndina tók GVA. „Fólk fer ekkert að heiman eins og staðan er núna," segir Steinar Halldórsson bóndi í Auðholtshverfi í Hrunamannahreppi, en flóð í Hvítá hafa lokað íbúa hverfisins algjörlega inni eins og sést á myndinni sem fylgir fréttinni. Steinar segir þó íbúa pollrólega enda vanir öðru eins. Flóðið nú er ekkert í samanburði við flóðin árið 2006 sem ollu töluverðu raski. Bændur voru látnir vita af vatnavextinum snemma í gærdag og tókst þeim því að smala hestum og gera allar nauðsynlegar ráðstafanir. Til þess að fólk geri sér grein fyrir því hvað um er að ræða þá segir í tilkynningu frá Veðurstofunni, sem finna má í heild sinni hér fyrir neðan, að klukkan eitt í dag var rennsli Hvítár við Fremstaver yfir 520 rúmmetrar á sekúndu, en það fór hæst í rúmlega 600 rúmmetra á sekúndu í gær. Svona flóð gerast hratt. Steinar segist hafa séð yfirborðið hækka í gærdag. Flóðið hefur lagt undir sig mörg hundruð hektara af vatni, „það er mikið vatn hérna í kringum okkur," segir Steinar. Hann segir þó bót í máli að vatnið er mórautt og laust við jaka og möl. „Þetta er í raun ágætasta áburðarefni," segir Steinar sem býst ekki við miklu tjóni á landi, þá helst landbroti við bakka árinnar. „Annars ætti þetta að fara að sjatna á næstu klukkustundum," segir Steinar og bætir við að það hafi komið honum á óvart að yfirborðið sé ekki þegar byrjað að lækka. „Flóðið virðist standa enn í sömu hæð. Það kemur dálítið á óvart." Þegar flóðið loksins sjatnar gerist það hratt. „Það er dálítið eins og einhver taki tappa úr baðkari," segir Steinar þegar hann lýsir atburðarrásinni þegar flóðinu lýkur. Spáð er kólnandi veðri á næstu dögum. Steinar segir það ákveðinn óvissuþátt. Steinar segir eina áhyggjuefnið á sínum bæ vera að ná ekki að æfa skemmtiatriðið fyrir Hjónaballið, sem verður haldið næstu helgi, nægilega vel. „Við þurfum að æfa og fínpússa þetta aðeins betur," segir Steinar en hann og eiginkona hans eru eitt af 9 pörum sem skipuleggja þetta árlega ball, sem um 300 sveitungar Steinars sækja. Skemmtiatriðin eru ávallt heimatilbúin, það liggur því á að hittast og æfa. „Ég trúi nú ekki öðru en að það fari að minnka verulega í þessu flóði eftir svona 2 tíma," segir Steinar bjartsýnn á að komast á æfingu.Auðholtshverfið. Mynd GVA.Hér fyrir neðan má lesa tilkynningu Veðurstofu Íslands í heild sinni: Viðvörun vegna vatnavár Dagsetning: 26. febrúar 2013, kl. 13.40 Flóða viðvörun fyrir Hvítá og Ölfusá Ástæða flóðanna um allt land eru miklar rigningar og hlýindi undanfarna daga, enda bráðnar snjór hratt við slíkar aðstæður. Síðasta sólahringinn mældist úrkoma yfir 50 mm á vatnasviði Hvítár og Ölfusár. Úrkoman viðheldur miklu rennsli í öllum ám á Suðurlandi. Mikið vatn er í Stóru Laxá, Brúará og Tungufljóti og rennsli á efra vatnasviði Hvítár (við Fremstaver) er enn mjög mikið. Klukkan eitt í dag, 26. febrúar, var rennsli Hvítár við Fremstaver yfir 520 rúmmetrar á sekúndu, en það fór hæst í rúmlega 600 rúmmetra á sekúndu í gær. Það tekur vatnið um sólarhring að renna frá Fremstaveri í Ölfusá við Selfoss. Því má gera ráð fyrir að hámarksrennsli í Ölfusá verði ekki náð fyrr en seinna í dag eða kvöld og þá viðbúið að það haldist hátt vel fram á morgundaginn. Rennsli Ölfusár við Selfoss er núna 1.170 rúmmetrar á sekúndu, og er líklegt að rennsli hennar muni ná 1.300 rúmmetrar á sekúndu í hámarki flóðsins. Síðasta flóð í Hvítá–Ölfusá sem náði svipuðu rennsli var í desember 2007 þegar mældust 1.300 rúmmetrar á sekúndu á Selfossi. Spáð rigningu fram á kvöld en kaldara og þurrara veðri er líður á vikuna þannig að búast má við að vatnavextir minnki á næstu dögum. Krækjan hér að neðan sýnir kort þar sem rauðir punktar tákna líkleg flóðasvæði næsta sólarhring. Sjá: http://brunnur.vedur.is/pub/matthew/vidvorun.jpg Vatnavársérfræðingar: Matthew J. Roberts Fagstjóri Vatnavár, Veðurstofu Íslands Óðinn Þórarinsson Framkvæmdastjóri Athugana- og Tæknisvið, Veðurstofu Íslands Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
„Fólk fer ekkert að heiman eins og staðan er núna," segir Steinar Halldórsson bóndi í Auðholtshverfi í Hrunamannahreppi, en flóð í Hvítá hafa lokað íbúa hverfisins algjörlega inni eins og sést á myndinni sem fylgir fréttinni. Steinar segir þó íbúa pollrólega enda vanir öðru eins. Flóðið nú er ekkert í samanburði við flóðin árið 2006 sem ollu töluverðu raski. Bændur voru látnir vita af vatnavextinum snemma í gærdag og tókst þeim því að smala hestum og gera allar nauðsynlegar ráðstafanir. Til þess að fólk geri sér grein fyrir því hvað um er að ræða þá segir í tilkynningu frá Veðurstofunni, sem finna má í heild sinni hér fyrir neðan, að klukkan eitt í dag var rennsli Hvítár við Fremstaver yfir 520 rúmmetrar á sekúndu, en það fór hæst í rúmlega 600 rúmmetra á sekúndu í gær. Svona flóð gerast hratt. Steinar segist hafa séð yfirborðið hækka í gærdag. Flóðið hefur lagt undir sig mörg hundruð hektara af vatni, „það er mikið vatn hérna í kringum okkur," segir Steinar. Hann segir þó bót í máli að vatnið er mórautt og laust við jaka og möl. „Þetta er í raun ágætasta áburðarefni," segir Steinar sem býst ekki við miklu tjóni á landi, þá helst landbroti við bakka árinnar. „Annars ætti þetta að fara að sjatna á næstu klukkustundum," segir Steinar og bætir við að það hafi komið honum á óvart að yfirborðið sé ekki þegar byrjað að lækka. „Flóðið virðist standa enn í sömu hæð. Það kemur dálítið á óvart." Þegar flóðið loksins sjatnar gerist það hratt. „Það er dálítið eins og einhver taki tappa úr baðkari," segir Steinar þegar hann lýsir atburðarrásinni þegar flóðinu lýkur. Spáð er kólnandi veðri á næstu dögum. Steinar segir það ákveðinn óvissuþátt. Steinar segir eina áhyggjuefnið á sínum bæ vera að ná ekki að æfa skemmtiatriðið fyrir Hjónaballið, sem verður haldið næstu helgi, nægilega vel. „Við þurfum að æfa og fínpússa þetta aðeins betur," segir Steinar en hann og eiginkona hans eru eitt af 9 pörum sem skipuleggja þetta árlega ball, sem um 300 sveitungar Steinars sækja. Skemmtiatriðin eru ávallt heimatilbúin, það liggur því á að hittast og æfa. „Ég trúi nú ekki öðru en að það fari að minnka verulega í þessu flóði eftir svona 2 tíma," segir Steinar bjartsýnn á að komast á æfingu.Auðholtshverfið. Mynd GVA.Hér fyrir neðan má lesa tilkynningu Veðurstofu Íslands í heild sinni: Viðvörun vegna vatnavár Dagsetning: 26. febrúar 2013, kl. 13.40 Flóða viðvörun fyrir Hvítá og Ölfusá Ástæða flóðanna um allt land eru miklar rigningar og hlýindi undanfarna daga, enda bráðnar snjór hratt við slíkar aðstæður. Síðasta sólahringinn mældist úrkoma yfir 50 mm á vatnasviði Hvítár og Ölfusár. Úrkoman viðheldur miklu rennsli í öllum ám á Suðurlandi. Mikið vatn er í Stóru Laxá, Brúará og Tungufljóti og rennsli á efra vatnasviði Hvítár (við Fremstaver) er enn mjög mikið. Klukkan eitt í dag, 26. febrúar, var rennsli Hvítár við Fremstaver yfir 520 rúmmetrar á sekúndu, en það fór hæst í rúmlega 600 rúmmetra á sekúndu í gær. Það tekur vatnið um sólarhring að renna frá Fremstaveri í Ölfusá við Selfoss. Því má gera ráð fyrir að hámarksrennsli í Ölfusá verði ekki náð fyrr en seinna í dag eða kvöld og þá viðbúið að það haldist hátt vel fram á morgundaginn. Rennsli Ölfusár við Selfoss er núna 1.170 rúmmetrar á sekúndu, og er líklegt að rennsli hennar muni ná 1.300 rúmmetrar á sekúndu í hámarki flóðsins. Síðasta flóð í Hvítá–Ölfusá sem náði svipuðu rennsli var í desember 2007 þegar mældust 1.300 rúmmetrar á sekúndu á Selfossi. Spáð rigningu fram á kvöld en kaldara og þurrara veðri er líður á vikuna þannig að búast má við að vatnavextir minnki á næstu dögum. Krækjan hér að neðan sýnir kort þar sem rauðir punktar tákna líkleg flóðasvæði næsta sólarhring. Sjá: http://brunnur.vedur.is/pub/matthew/vidvorun.jpg Vatnavársérfræðingar: Matthew J. Roberts Fagstjóri Vatnavár, Veðurstofu Íslands Óðinn Þórarinsson Framkvæmdastjóri Athugana- og Tæknisvið, Veðurstofu Íslands
Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira