Auknar fjárveitingar til RÚV - "Skattheimta á að vera gegnsæ“ Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 26. febrúar 2013 20:57 „Frumforsenda þessa frumvarps er sú að það gjald sem almenningur borgar í útvarpsgjald renni til RÚV," segir Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Önnur umræða um frumvarpið, sem ber yfirskriftina Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu, fór fram á Alþingi í dag. Hér er á ferðinni tilraun til skerpa á almannaþjónustuhlutverki RÚV sem og breytingar á fjármögnun þessa fyrirtækis. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að allar innheimtar tekjur af útvarpsgjaldinu verði látnar renna til RÚV, frá og með árinu 2014. Eins og lagt er til í frumvarpinu munu útgjöld ríkissjóðs þar með hækka um það sem nemur 865 milljónum króna á ári. Í umsögn Fjármála- og efnahagsráðuneytisins kemur fram að þessi breyting boði 27 prósenta hækkun á ríkisstyrkjum til Ríkisútvarpsins ohf. Í umsögn ráðuneytisins segir enn fremur að í frumvarpinu og núverandi þjónustusamningi sé umfang almannaþjónustuhlutverks RÚV ekki afmarkað fjárhagslega eða tekin afstaða til þess hver kostnaður við það ætti að vera „sem hlýtur þó að vera forsenda fyrir því hversu hár ríkisstyrkurinn á að vera." Katrín er ekki sammála þeim skilningi sem fram kemur í umsögninni. „Þá skoðun byggi ég á þeirri staðreynd að hér er búið að ákveða að setja útvarpsgjald, sérstakt gjald sem allir greiða. Það er frumforsenda þessa frumvarps, að almenningur borgar þetta útvarpsgjald sem rennur til RÚV."Þá bendir Katrín á að ekki sé hægt að tala um raunverulega hækkun á fjárveitingum til RÚV. „Þetta var auðvitað upphaflega hugmyndin þegar Ríkisútvarpið var gert að opinberu hlutafélagi árið 2007 og útvarpsgjaldið tekið upp í stað afnotagjalda, þá var þetta markaður tekjustofn. Þessu var síðan breytt haustið 2008 á þeim forsendum að neyðarástand ríkti í ríkisfjármálum. Núna, þegar við sjáum fram á að þetta ástand sé liðið, þá finnst mér mikilvægt að þetta sé aftur skilgreint á skýran hátt enda snýst þetta um sjálfstæði Ríkisútvarpsins." Hún bendir á að margir ríkisfjölmiðlar og almannaþjónustumiðlar í nágrannalöndum okkar búi við sjálfstæðan tekjustofn. „Einn hvati þessa frumvarps er athugasemd ESA um að almannaþjónustuhlutverk RÚV sé ekki skilgreint í núgildandi lögum, nú viljum við gera það. Hér er sett fram skilgreining sem við höfum fyrirmyndir fyrir. Þetta er auðvitað rúmt hlutverk samkvæmt evrópskum skilgreiningum en jafnframt eru settar fram miklar kröfur á RÚV," segir Katrín. Þannig sé verið að skilgreina almannaþjónustuhlutverk RÚV í hinum nýju lögum en á sama tíma er verið að mæta kröfum ESA um að dregið sé úr viðskiptasjónarmiðum fyrirtækisins, með því að setja auglýsingar og markaðstengda starfsemi í sérstakt dótturfélag.Sp. blm. Skýtur það ekki skökku við að fjárveitingar til Ríkisútvarpsins ohf. séu auknar á meðan mikill vandi geisar í t.d. heilbrigðismálum hér á landi? „Við sjáum fram á mikinn jöfnuð í ríkisfjármálum og þar að auki er ég fylgjandi þess að skattheimta eigi að vera gegnsæ, þá sérstaklega þegar við erum með hlut eins og útvarpsgjald. Þá finnst mér eðlilegt að útvarpsgjald renni til þess sem því er ætlað að standa undir. Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
„Frumforsenda þessa frumvarps er sú að það gjald sem almenningur borgar í útvarpsgjald renni til RÚV," segir Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Önnur umræða um frumvarpið, sem ber yfirskriftina Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu, fór fram á Alþingi í dag. Hér er á ferðinni tilraun til skerpa á almannaþjónustuhlutverki RÚV sem og breytingar á fjármögnun þessa fyrirtækis. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að allar innheimtar tekjur af útvarpsgjaldinu verði látnar renna til RÚV, frá og með árinu 2014. Eins og lagt er til í frumvarpinu munu útgjöld ríkissjóðs þar með hækka um það sem nemur 865 milljónum króna á ári. Í umsögn Fjármála- og efnahagsráðuneytisins kemur fram að þessi breyting boði 27 prósenta hækkun á ríkisstyrkjum til Ríkisútvarpsins ohf. Í umsögn ráðuneytisins segir enn fremur að í frumvarpinu og núverandi þjónustusamningi sé umfang almannaþjónustuhlutverks RÚV ekki afmarkað fjárhagslega eða tekin afstaða til þess hver kostnaður við það ætti að vera „sem hlýtur þó að vera forsenda fyrir því hversu hár ríkisstyrkurinn á að vera." Katrín er ekki sammála þeim skilningi sem fram kemur í umsögninni. „Þá skoðun byggi ég á þeirri staðreynd að hér er búið að ákveða að setja útvarpsgjald, sérstakt gjald sem allir greiða. Það er frumforsenda þessa frumvarps, að almenningur borgar þetta útvarpsgjald sem rennur til RÚV."Þá bendir Katrín á að ekki sé hægt að tala um raunverulega hækkun á fjárveitingum til RÚV. „Þetta var auðvitað upphaflega hugmyndin þegar Ríkisútvarpið var gert að opinberu hlutafélagi árið 2007 og útvarpsgjaldið tekið upp í stað afnotagjalda, þá var þetta markaður tekjustofn. Þessu var síðan breytt haustið 2008 á þeim forsendum að neyðarástand ríkti í ríkisfjármálum. Núna, þegar við sjáum fram á að þetta ástand sé liðið, þá finnst mér mikilvægt að þetta sé aftur skilgreint á skýran hátt enda snýst þetta um sjálfstæði Ríkisútvarpsins." Hún bendir á að margir ríkisfjölmiðlar og almannaþjónustumiðlar í nágrannalöndum okkar búi við sjálfstæðan tekjustofn. „Einn hvati þessa frumvarps er athugasemd ESA um að almannaþjónustuhlutverk RÚV sé ekki skilgreint í núgildandi lögum, nú viljum við gera það. Hér er sett fram skilgreining sem við höfum fyrirmyndir fyrir. Þetta er auðvitað rúmt hlutverk samkvæmt evrópskum skilgreiningum en jafnframt eru settar fram miklar kröfur á RÚV," segir Katrín. Þannig sé verið að skilgreina almannaþjónustuhlutverk RÚV í hinum nýju lögum en á sama tíma er verið að mæta kröfum ESA um að dregið sé úr viðskiptasjónarmiðum fyrirtækisins, með því að setja auglýsingar og markaðstengda starfsemi í sérstakt dótturfélag.Sp. blm. Skýtur það ekki skökku við að fjárveitingar til Ríkisútvarpsins ohf. séu auknar á meðan mikill vandi geisar í t.d. heilbrigðismálum hér á landi? „Við sjáum fram á mikinn jöfnuð í ríkisfjármálum og þar að auki er ég fylgjandi þess að skattheimta eigi að vera gegnsæ, þá sérstaklega þegar við erum með hlut eins og útvarpsgjald. Þá finnst mér eðlilegt að útvarpsgjald renni til þess sem því er ætlað að standa undir.
Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira