Auknar fjárveitingar til RÚV - "Skattheimta á að vera gegnsæ“ Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 26. febrúar 2013 20:57 „Frumforsenda þessa frumvarps er sú að það gjald sem almenningur borgar í útvarpsgjald renni til RÚV," segir Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Önnur umræða um frumvarpið, sem ber yfirskriftina Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu, fór fram á Alþingi í dag. Hér er á ferðinni tilraun til skerpa á almannaþjónustuhlutverki RÚV sem og breytingar á fjármögnun þessa fyrirtækis. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að allar innheimtar tekjur af útvarpsgjaldinu verði látnar renna til RÚV, frá og með árinu 2014. Eins og lagt er til í frumvarpinu munu útgjöld ríkissjóðs þar með hækka um það sem nemur 865 milljónum króna á ári. Í umsögn Fjármála- og efnahagsráðuneytisins kemur fram að þessi breyting boði 27 prósenta hækkun á ríkisstyrkjum til Ríkisútvarpsins ohf. Í umsögn ráðuneytisins segir enn fremur að í frumvarpinu og núverandi þjónustusamningi sé umfang almannaþjónustuhlutverks RÚV ekki afmarkað fjárhagslega eða tekin afstaða til þess hver kostnaður við það ætti að vera „sem hlýtur þó að vera forsenda fyrir því hversu hár ríkisstyrkurinn á að vera." Katrín er ekki sammála þeim skilningi sem fram kemur í umsögninni. „Þá skoðun byggi ég á þeirri staðreynd að hér er búið að ákveða að setja útvarpsgjald, sérstakt gjald sem allir greiða. Það er frumforsenda þessa frumvarps, að almenningur borgar þetta útvarpsgjald sem rennur til RÚV."Þá bendir Katrín á að ekki sé hægt að tala um raunverulega hækkun á fjárveitingum til RÚV. „Þetta var auðvitað upphaflega hugmyndin þegar Ríkisútvarpið var gert að opinberu hlutafélagi árið 2007 og útvarpsgjaldið tekið upp í stað afnotagjalda, þá var þetta markaður tekjustofn. Þessu var síðan breytt haustið 2008 á þeim forsendum að neyðarástand ríkti í ríkisfjármálum. Núna, þegar við sjáum fram á að þetta ástand sé liðið, þá finnst mér mikilvægt að þetta sé aftur skilgreint á skýran hátt enda snýst þetta um sjálfstæði Ríkisútvarpsins." Hún bendir á að margir ríkisfjölmiðlar og almannaþjónustumiðlar í nágrannalöndum okkar búi við sjálfstæðan tekjustofn. „Einn hvati þessa frumvarps er athugasemd ESA um að almannaþjónustuhlutverk RÚV sé ekki skilgreint í núgildandi lögum, nú viljum við gera það. Hér er sett fram skilgreining sem við höfum fyrirmyndir fyrir. Þetta er auðvitað rúmt hlutverk samkvæmt evrópskum skilgreiningum en jafnframt eru settar fram miklar kröfur á RÚV," segir Katrín. Þannig sé verið að skilgreina almannaþjónustuhlutverk RÚV í hinum nýju lögum en á sama tíma er verið að mæta kröfum ESA um að dregið sé úr viðskiptasjónarmiðum fyrirtækisins, með því að setja auglýsingar og markaðstengda starfsemi í sérstakt dótturfélag.Sp. blm. Skýtur það ekki skökku við að fjárveitingar til Ríkisútvarpsins ohf. séu auknar á meðan mikill vandi geisar í t.d. heilbrigðismálum hér á landi? „Við sjáum fram á mikinn jöfnuð í ríkisfjármálum og þar að auki er ég fylgjandi þess að skattheimta eigi að vera gegnsæ, þá sérstaklega þegar við erum með hlut eins og útvarpsgjald. Þá finnst mér eðlilegt að útvarpsgjald renni til þess sem því er ætlað að standa undir. Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Fleiri fréttir Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Sjá meira
„Frumforsenda þessa frumvarps er sú að það gjald sem almenningur borgar í útvarpsgjald renni til RÚV," segir Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Önnur umræða um frumvarpið, sem ber yfirskriftina Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu, fór fram á Alþingi í dag. Hér er á ferðinni tilraun til skerpa á almannaþjónustuhlutverki RÚV sem og breytingar á fjármögnun þessa fyrirtækis. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að allar innheimtar tekjur af útvarpsgjaldinu verði látnar renna til RÚV, frá og með árinu 2014. Eins og lagt er til í frumvarpinu munu útgjöld ríkissjóðs þar með hækka um það sem nemur 865 milljónum króna á ári. Í umsögn Fjármála- og efnahagsráðuneytisins kemur fram að þessi breyting boði 27 prósenta hækkun á ríkisstyrkjum til Ríkisútvarpsins ohf. Í umsögn ráðuneytisins segir enn fremur að í frumvarpinu og núverandi þjónustusamningi sé umfang almannaþjónustuhlutverks RÚV ekki afmarkað fjárhagslega eða tekin afstaða til þess hver kostnaður við það ætti að vera „sem hlýtur þó að vera forsenda fyrir því hversu hár ríkisstyrkurinn á að vera." Katrín er ekki sammála þeim skilningi sem fram kemur í umsögninni. „Þá skoðun byggi ég á þeirri staðreynd að hér er búið að ákveða að setja útvarpsgjald, sérstakt gjald sem allir greiða. Það er frumforsenda þessa frumvarps, að almenningur borgar þetta útvarpsgjald sem rennur til RÚV."Þá bendir Katrín á að ekki sé hægt að tala um raunverulega hækkun á fjárveitingum til RÚV. „Þetta var auðvitað upphaflega hugmyndin þegar Ríkisútvarpið var gert að opinberu hlutafélagi árið 2007 og útvarpsgjaldið tekið upp í stað afnotagjalda, þá var þetta markaður tekjustofn. Þessu var síðan breytt haustið 2008 á þeim forsendum að neyðarástand ríkti í ríkisfjármálum. Núna, þegar við sjáum fram á að þetta ástand sé liðið, þá finnst mér mikilvægt að þetta sé aftur skilgreint á skýran hátt enda snýst þetta um sjálfstæði Ríkisútvarpsins." Hún bendir á að margir ríkisfjölmiðlar og almannaþjónustumiðlar í nágrannalöndum okkar búi við sjálfstæðan tekjustofn. „Einn hvati þessa frumvarps er athugasemd ESA um að almannaþjónustuhlutverk RÚV sé ekki skilgreint í núgildandi lögum, nú viljum við gera það. Hér er sett fram skilgreining sem við höfum fyrirmyndir fyrir. Þetta er auðvitað rúmt hlutverk samkvæmt evrópskum skilgreiningum en jafnframt eru settar fram miklar kröfur á RÚV," segir Katrín. Þannig sé verið að skilgreina almannaþjónustuhlutverk RÚV í hinum nýju lögum en á sama tíma er verið að mæta kröfum ESA um að dregið sé úr viðskiptasjónarmiðum fyrirtækisins, með því að setja auglýsingar og markaðstengda starfsemi í sérstakt dótturfélag.Sp. blm. Skýtur það ekki skökku við að fjárveitingar til Ríkisútvarpsins ohf. séu auknar á meðan mikill vandi geisar í t.d. heilbrigðismálum hér á landi? „Við sjáum fram á mikinn jöfnuð í ríkisfjármálum og þar að auki er ég fylgjandi þess að skattheimta eigi að vera gegnsæ, þá sérstaklega þegar við erum með hlut eins og útvarpsgjald. Þá finnst mér eðlilegt að útvarpsgjald renni til þess sem því er ætlað að standa undir.
Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Fleiri fréttir Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Sjá meira