Auknar fjárveitingar til RÚV - "Skattheimta á að vera gegnsæ“ Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 26. febrúar 2013 20:57 „Frumforsenda þessa frumvarps er sú að það gjald sem almenningur borgar í útvarpsgjald renni til RÚV," segir Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Önnur umræða um frumvarpið, sem ber yfirskriftina Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu, fór fram á Alþingi í dag. Hér er á ferðinni tilraun til skerpa á almannaþjónustuhlutverki RÚV sem og breytingar á fjármögnun þessa fyrirtækis. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að allar innheimtar tekjur af útvarpsgjaldinu verði látnar renna til RÚV, frá og með árinu 2014. Eins og lagt er til í frumvarpinu munu útgjöld ríkissjóðs þar með hækka um það sem nemur 865 milljónum króna á ári. Í umsögn Fjármála- og efnahagsráðuneytisins kemur fram að þessi breyting boði 27 prósenta hækkun á ríkisstyrkjum til Ríkisútvarpsins ohf. Í umsögn ráðuneytisins segir enn fremur að í frumvarpinu og núverandi þjónustusamningi sé umfang almannaþjónustuhlutverks RÚV ekki afmarkað fjárhagslega eða tekin afstaða til þess hver kostnaður við það ætti að vera „sem hlýtur þó að vera forsenda fyrir því hversu hár ríkisstyrkurinn á að vera." Katrín er ekki sammála þeim skilningi sem fram kemur í umsögninni. „Þá skoðun byggi ég á þeirri staðreynd að hér er búið að ákveða að setja útvarpsgjald, sérstakt gjald sem allir greiða. Það er frumforsenda þessa frumvarps, að almenningur borgar þetta útvarpsgjald sem rennur til RÚV."Þá bendir Katrín á að ekki sé hægt að tala um raunverulega hækkun á fjárveitingum til RÚV. „Þetta var auðvitað upphaflega hugmyndin þegar Ríkisútvarpið var gert að opinberu hlutafélagi árið 2007 og útvarpsgjaldið tekið upp í stað afnotagjalda, þá var þetta markaður tekjustofn. Þessu var síðan breytt haustið 2008 á þeim forsendum að neyðarástand ríkti í ríkisfjármálum. Núna, þegar við sjáum fram á að þetta ástand sé liðið, þá finnst mér mikilvægt að þetta sé aftur skilgreint á skýran hátt enda snýst þetta um sjálfstæði Ríkisútvarpsins." Hún bendir á að margir ríkisfjölmiðlar og almannaþjónustumiðlar í nágrannalöndum okkar búi við sjálfstæðan tekjustofn. „Einn hvati þessa frumvarps er athugasemd ESA um að almannaþjónustuhlutverk RÚV sé ekki skilgreint í núgildandi lögum, nú viljum við gera það. Hér er sett fram skilgreining sem við höfum fyrirmyndir fyrir. Þetta er auðvitað rúmt hlutverk samkvæmt evrópskum skilgreiningum en jafnframt eru settar fram miklar kröfur á RÚV," segir Katrín. Þannig sé verið að skilgreina almannaþjónustuhlutverk RÚV í hinum nýju lögum en á sama tíma er verið að mæta kröfum ESA um að dregið sé úr viðskiptasjónarmiðum fyrirtækisins, með því að setja auglýsingar og markaðstengda starfsemi í sérstakt dótturfélag.Sp. blm. Skýtur það ekki skökku við að fjárveitingar til Ríkisútvarpsins ohf. séu auknar á meðan mikill vandi geisar í t.d. heilbrigðismálum hér á landi? „Við sjáum fram á mikinn jöfnuð í ríkisfjármálum og þar að auki er ég fylgjandi þess að skattheimta eigi að vera gegnsæ, þá sérstaklega þegar við erum með hlut eins og útvarpsgjald. Þá finnst mér eðlilegt að útvarpsgjald renni til þess sem því er ætlað að standa undir. Mest lesið Vaktin: Greiða atkvæði um „kjarnorkuákvæðið“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Fleiri fréttir Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni Sjá meira
„Frumforsenda þessa frumvarps er sú að það gjald sem almenningur borgar í útvarpsgjald renni til RÚV," segir Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Önnur umræða um frumvarpið, sem ber yfirskriftina Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu, fór fram á Alþingi í dag. Hér er á ferðinni tilraun til skerpa á almannaþjónustuhlutverki RÚV sem og breytingar á fjármögnun þessa fyrirtækis. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að allar innheimtar tekjur af útvarpsgjaldinu verði látnar renna til RÚV, frá og með árinu 2014. Eins og lagt er til í frumvarpinu munu útgjöld ríkissjóðs þar með hækka um það sem nemur 865 milljónum króna á ári. Í umsögn Fjármála- og efnahagsráðuneytisins kemur fram að þessi breyting boði 27 prósenta hækkun á ríkisstyrkjum til Ríkisútvarpsins ohf. Í umsögn ráðuneytisins segir enn fremur að í frumvarpinu og núverandi þjónustusamningi sé umfang almannaþjónustuhlutverks RÚV ekki afmarkað fjárhagslega eða tekin afstaða til þess hver kostnaður við það ætti að vera „sem hlýtur þó að vera forsenda fyrir því hversu hár ríkisstyrkurinn á að vera." Katrín er ekki sammála þeim skilningi sem fram kemur í umsögninni. „Þá skoðun byggi ég á þeirri staðreynd að hér er búið að ákveða að setja útvarpsgjald, sérstakt gjald sem allir greiða. Það er frumforsenda þessa frumvarps, að almenningur borgar þetta útvarpsgjald sem rennur til RÚV."Þá bendir Katrín á að ekki sé hægt að tala um raunverulega hækkun á fjárveitingum til RÚV. „Þetta var auðvitað upphaflega hugmyndin þegar Ríkisútvarpið var gert að opinberu hlutafélagi árið 2007 og útvarpsgjaldið tekið upp í stað afnotagjalda, þá var þetta markaður tekjustofn. Þessu var síðan breytt haustið 2008 á þeim forsendum að neyðarástand ríkti í ríkisfjármálum. Núna, þegar við sjáum fram á að þetta ástand sé liðið, þá finnst mér mikilvægt að þetta sé aftur skilgreint á skýran hátt enda snýst þetta um sjálfstæði Ríkisútvarpsins." Hún bendir á að margir ríkisfjölmiðlar og almannaþjónustumiðlar í nágrannalöndum okkar búi við sjálfstæðan tekjustofn. „Einn hvati þessa frumvarps er athugasemd ESA um að almannaþjónustuhlutverk RÚV sé ekki skilgreint í núgildandi lögum, nú viljum við gera það. Hér er sett fram skilgreining sem við höfum fyrirmyndir fyrir. Þetta er auðvitað rúmt hlutverk samkvæmt evrópskum skilgreiningum en jafnframt eru settar fram miklar kröfur á RÚV," segir Katrín. Þannig sé verið að skilgreina almannaþjónustuhlutverk RÚV í hinum nýju lögum en á sama tíma er verið að mæta kröfum ESA um að dregið sé úr viðskiptasjónarmiðum fyrirtækisins, með því að setja auglýsingar og markaðstengda starfsemi í sérstakt dótturfélag.Sp. blm. Skýtur það ekki skökku við að fjárveitingar til Ríkisútvarpsins ohf. séu auknar á meðan mikill vandi geisar í t.d. heilbrigðismálum hér á landi? „Við sjáum fram á mikinn jöfnuð í ríkisfjármálum og þar að auki er ég fylgjandi þess að skattheimta eigi að vera gegnsæ, þá sérstaklega þegar við erum með hlut eins og útvarpsgjald. Þá finnst mér eðlilegt að útvarpsgjald renni til þess sem því er ætlað að standa undir.
Mest lesið Vaktin: Greiða atkvæði um „kjarnorkuákvæðið“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Fleiri fréttir Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni Sjá meira