Komast hvorki lönd né strönd Magnús Hlynur Hreiðarsson. skrifar 26. febrúar 2013 18:40 Tuttugu og tveir íbúar eru einangraðir á bæjunum í Auðsholtshverfinu í Hrunamannahreppi vegna flóðs í Hvítá. Þá hefur rennsli Ölfusár við Selfoss aukist gríðarlega mikið og er nú um 1.400 rúmmetra á sekúndu en meðal rennsli árinnar er um 300 rúmmetrar á sekúndu. Formaður Almannavarnarnefndar Árnessýslu biður fólk að vara varlega í kringum árnar. Jóhannes Sigmundsson, fyrrverandi kennari og ferðaþjónustubóndi á Syðra - Langholti í Hrunamannahreppi þekkir vel til flóðanna í Hvítá. Hann segir flóðið núna mjög stórt. „Þetta er mikið flóð. Ég man nú eftir nokkrum álíka flóðum og jafnvel meira," segir Jóhannes.Sp. blm. En af hverju gerist þetta? „Þetta er náttúrulega bæði óhemju mikil úrkoma og síðan er náttúrulega snjórinn að bráðna."Sp. blm. Og það eru allir einangraðir í Auðholtshverfinu? „Já, það er ekki hægt að sækja mjólk til þeirra og börnin komast ekki í skólann. Þau verða bara að bíða þess að flóðið sjatni." Miklir vatnavextir eru í Ölfusá við Selfoss enda stöðugur straumur fólks í kringum ánna til að fylgjast með því hvernig þessi vatnsmesta á landsins hagar sér í svona aðstæðum. Almannavarnarnefnd Árnessýslu fylgist vel með ástandinu. „Það er svona heldur að hækka í Ölfusánni og það skilar sér niður til okkar vatnið af hálendinu. Það er stórkostlegt að sjá þetta núna en þetta er ekki eins mikið og það var í flóðinu árið 2006, þá fór það alveg upp á bakka," segir Ásta Stefánsdóttir, formaður Almannavarnarnefndar Árnessýslu.Sp. blm. Hvernig eru horfurnar? „Ég á ekki vona á að eitthvað muni gerast hér í kvöld eða morgun sem komi til með að valda tjóni. Þetta hækkar kannski eitthvað aðeins en ég á ekki von á að það muni flæða upp á götur."Sp. blm. Hérna er fólk að fylgjast með? „Já, það eru margir hér enda er áin stórkostleg en það er um að gera fyrir fólk að fara varlega," segir Ásta. Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Tuttugu og tveir íbúar eru einangraðir á bæjunum í Auðsholtshverfinu í Hrunamannahreppi vegna flóðs í Hvítá. Þá hefur rennsli Ölfusár við Selfoss aukist gríðarlega mikið og er nú um 1.400 rúmmetra á sekúndu en meðal rennsli árinnar er um 300 rúmmetrar á sekúndu. Formaður Almannavarnarnefndar Árnessýslu biður fólk að vara varlega í kringum árnar. Jóhannes Sigmundsson, fyrrverandi kennari og ferðaþjónustubóndi á Syðra - Langholti í Hrunamannahreppi þekkir vel til flóðanna í Hvítá. Hann segir flóðið núna mjög stórt. „Þetta er mikið flóð. Ég man nú eftir nokkrum álíka flóðum og jafnvel meira," segir Jóhannes.Sp. blm. En af hverju gerist þetta? „Þetta er náttúrulega bæði óhemju mikil úrkoma og síðan er náttúrulega snjórinn að bráðna."Sp. blm. Og það eru allir einangraðir í Auðholtshverfinu? „Já, það er ekki hægt að sækja mjólk til þeirra og börnin komast ekki í skólann. Þau verða bara að bíða þess að flóðið sjatni." Miklir vatnavextir eru í Ölfusá við Selfoss enda stöðugur straumur fólks í kringum ánna til að fylgjast með því hvernig þessi vatnsmesta á landsins hagar sér í svona aðstæðum. Almannavarnarnefnd Árnessýslu fylgist vel með ástandinu. „Það er svona heldur að hækka í Ölfusánni og það skilar sér niður til okkar vatnið af hálendinu. Það er stórkostlegt að sjá þetta núna en þetta er ekki eins mikið og það var í flóðinu árið 2006, þá fór það alveg upp á bakka," segir Ásta Stefánsdóttir, formaður Almannavarnarnefndar Árnessýslu.Sp. blm. Hvernig eru horfurnar? „Ég á ekki vona á að eitthvað muni gerast hér í kvöld eða morgun sem komi til með að valda tjóni. Þetta hækkar kannski eitthvað aðeins en ég á ekki von á að það muni flæða upp á götur."Sp. blm. Hérna er fólk að fylgjast með? „Já, það eru margir hér enda er áin stórkostleg en það er um að gera fyrir fólk að fara varlega," segir Ásta.
Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira