Erfitt að fá viðræður við ESB teknar upp Svavar Hávarðsson skrifar 20. mars 2013 07:00 Össur og Bildt eru sammála um helstu áherslur í norðurslóðamálum. fréttablaðið/stefán Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, telur að það gæti orðið erfitt fyrir Íslendinga að fá aðildarviðræður við Evrópusambandið teknar upp að nýju yrði þeim slitið á þessum tímapunkti. Hann segir enga hefð fyrir slíku. Bildt tekur undir þau rök Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra að Ísland gegni mikilvægu hlutverki í tilliti til norðurslóðamála. „Það hefðbundna er að þegar aðildarviðræður eru teknar upp, þá er þeim lokið – það fæst niðurstaða sem er lögð í dóm fólksins í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er vaninn. Ég held að við höfum engin dæmi um annað. Ég held að það yrði erfitt að halda áfram síðar, því þá gæti verið komin upp sú staða innan ESB að menn spyrðu sig að því hvort Íslendingar viti hvað þeir eru að gera. Ég held að það gæti gerst," segir Bildt. Bildt er hér á landi í tengslum við opnun nýs rannsóknaseturs Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands um norðurslóðir og ráðstefnu um norðurslóðamál. Bildt og Össur, sem opnuðu ráðstefnuna á mánudag, funduðu jafnframt sérstaklega og ræddu meðal annars stöðu aðildarumsóknar Íslands og lýsti Bildt, sem fyrr, einlægum stuðningi við hana. Ráðherrarnir ræddu framtíð norðurslóða og nauðsyn þess fyrir norðurskautsríkin að vera viðbúin auknum umsvifum þar og auknum áhuga annarra þjóða á því sem þar gerist. Eins og kunnugt er hefur Össur lagt þunga áherslu á norðurslóðamál í ráðherratíð sinni og telur að Ísland sé þar í lykilhlutverki. Bildt, sem veitir Norðurskautsráðinu forstöðu, deilir þeirri skoðun að mikilvægi Íslands sé verulegt. „Fyrir því eru margar ástæður. Lega landsins fyrir það fyrsta. Íslendingar hafa orð á sér fyrir að kunna vel til verka við auðlindastjórnun í hafinu. Það má einnig bæta mikilvægi siglinga við þennan lista og þeirri staðreynd að hér er einn besti flugvöllur á norðurslóðum," segir Bildt. Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Fleiri fréttir Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Sjá meira
Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, telur að það gæti orðið erfitt fyrir Íslendinga að fá aðildarviðræður við Evrópusambandið teknar upp að nýju yrði þeim slitið á þessum tímapunkti. Hann segir enga hefð fyrir slíku. Bildt tekur undir þau rök Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra að Ísland gegni mikilvægu hlutverki í tilliti til norðurslóðamála. „Það hefðbundna er að þegar aðildarviðræður eru teknar upp, þá er þeim lokið – það fæst niðurstaða sem er lögð í dóm fólksins í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er vaninn. Ég held að við höfum engin dæmi um annað. Ég held að það yrði erfitt að halda áfram síðar, því þá gæti verið komin upp sú staða innan ESB að menn spyrðu sig að því hvort Íslendingar viti hvað þeir eru að gera. Ég held að það gæti gerst," segir Bildt. Bildt er hér á landi í tengslum við opnun nýs rannsóknaseturs Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands um norðurslóðir og ráðstefnu um norðurslóðamál. Bildt og Össur, sem opnuðu ráðstefnuna á mánudag, funduðu jafnframt sérstaklega og ræddu meðal annars stöðu aðildarumsóknar Íslands og lýsti Bildt, sem fyrr, einlægum stuðningi við hana. Ráðherrarnir ræddu framtíð norðurslóða og nauðsyn þess fyrir norðurskautsríkin að vera viðbúin auknum umsvifum þar og auknum áhuga annarra þjóða á því sem þar gerist. Eins og kunnugt er hefur Össur lagt þunga áherslu á norðurslóðamál í ráðherratíð sinni og telur að Ísland sé þar í lykilhlutverki. Bildt, sem veitir Norðurskautsráðinu forstöðu, deilir þeirri skoðun að mikilvægi Íslands sé verulegt. „Fyrir því eru margar ástæður. Lega landsins fyrir það fyrsta. Íslendingar hafa orð á sér fyrir að kunna vel til verka við auðlindastjórnun í hafinu. Það má einnig bæta mikilvægi siglinga við þennan lista og þeirri staðreynd að hér er einn besti flugvöllur á norðurslóðum," segir Bildt.
Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Fleiri fréttir Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Sjá meira