Forseti Alþingis beitir nýjum aðferðum Heimir Már Pétursson skrifar 20. mars 2013 19:06 Nær útilokað er að nokkrar breytingar verði samþykktar á stjórnarskránni fyrir þinglok en úrslitatilraun leiðtoga stjórnarflokkanna og stjórnarandstöðunnar fóru út um þúfur í dag. Ekki verður boðað til fundar á Alþingi fyrr en samkomulag liggur fyrir um afgreiðslu annarra mála en þingmenn sátu flestir með hendur í skauti í dag. Segja má að forseti Alþingis beit nú nýjum aðferðum til að þrýsta á stjórn og stjórnarandstöðu til að ná samkomulagi um afgreiðslu mála hér á Alþingi. Á meðan ekkert samkomulag liggur fyrir boðar þingforseti ekki til þingfundar. Þingflokkar stjórnarflokkanna funduðu sameiginlega í dag og að þeim fundi loknum áttu formenn þeirra stutta óformlega fundi með formönnum Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks þar sem úrslitatilraun var gerð til að ná sátt um stjórnarskrárfrumvarp formanna stjórnarflokkanna og Bjartrar framtíðar. „Ég held það liggi fyrir eftir ítrekaða fundi að það er ekki sátt um það að þessi tillaga fái að fara hér til atkvæða. Þannig að það liggur fyrir að við þurfum að skoða það hvernig við ætlum að halda hér áfram þinghaldi. Vegna þess að það liggur líka fyrir að það eru mjög mörg mál sem á eftir að afgreiða. En það næst ekki samkomulag um að þessi tillaga fái að fara til atkvæða," segir Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. Árni Páll segir formenn stjórnarflokkanna hafa komið fram með sanngjarna lausn og það væru vonbrigði að ekki hafi náðst samkomulag um hana. „Við þessar aðstæður er snúið að sjá hvernig framhaldið getur orðið. Það hefur ekki áður gerst að minnihluti með þessum hætti meini meirihlutanum að koma fram málum sem eru tilbúin til afgreiðslu. En við verðum svo að meta í framhaldi hvernig er hægt að ljúka þingstörfum en það er ekki auðvelt við þessar aðstæður þegar samningviljinn er svona," segir Árni Páll. Þingflokkar stjórnarflokkanna munu nú meta næstu skref varðandi stjórnarskrána, en fyrir liggur að ljúka öðrum málum. Formaður Framsóknarflokksins segir tímann einfaldlega útrunnin varðandi stjórnarskrána. „Það er búið að hengja öll þessi frumvörp saman. Þetta er allt frá tillögu að nýrri stjórnarskrá sem breytingarákvæði að þessum tillögum formannanna. Þannig að það er óhjákvæmilegt að fara yfir allar þessar tillögur," segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. Er þá nokkuð því til fyrirstöðu að þið sitjið hér þar til daginn fyrir kjördag? „Það er alveg hægt en hins vegar hefur kosningabaráttan, það að hitta kjósendur, mikilvægt hlutverk líka." Sjálfstæðismenn bjóða upp á lausn sem þeir segja að tryggði framgang stjórnarskrármálsins á næsta þingi með sameiginlegri yfirlýsingu. „Á næsta kjörtímabili verður unnið að breytingum á stjórnarskránni, sama hverjir verða í ríkisstjórn, sama hvernig þingið verður saman sett. Það verður alveg án nokkurs vafa haldið áfram með þá vinnu sem hefur verið unnin á undanförnum árum. Og mér finnst miklu skipta að þegar niðurstaða fæst úr þeirri vinnu að þá takist okkur að fá þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem breið samstaða myndast meðal þjóðarinnar allrar um þá niðurstöðu," segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Nær útilokað er að nokkrar breytingar verði samþykktar á stjórnarskránni fyrir þinglok en úrslitatilraun leiðtoga stjórnarflokkanna og stjórnarandstöðunnar fóru út um þúfur í dag. Ekki verður boðað til fundar á Alþingi fyrr en samkomulag liggur fyrir um afgreiðslu annarra mála en þingmenn sátu flestir með hendur í skauti í dag. Segja má að forseti Alþingis beit nú nýjum aðferðum til að þrýsta á stjórn og stjórnarandstöðu til að ná samkomulagi um afgreiðslu mála hér á Alþingi. Á meðan ekkert samkomulag liggur fyrir boðar þingforseti ekki til þingfundar. Þingflokkar stjórnarflokkanna funduðu sameiginlega í dag og að þeim fundi loknum áttu formenn þeirra stutta óformlega fundi með formönnum Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks þar sem úrslitatilraun var gerð til að ná sátt um stjórnarskrárfrumvarp formanna stjórnarflokkanna og Bjartrar framtíðar. „Ég held það liggi fyrir eftir ítrekaða fundi að það er ekki sátt um það að þessi tillaga fái að fara hér til atkvæða. Þannig að það liggur fyrir að við þurfum að skoða það hvernig við ætlum að halda hér áfram þinghaldi. Vegna þess að það liggur líka fyrir að það eru mjög mörg mál sem á eftir að afgreiða. En það næst ekki samkomulag um að þessi tillaga fái að fara til atkvæða," segir Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. Árni Páll segir formenn stjórnarflokkanna hafa komið fram með sanngjarna lausn og það væru vonbrigði að ekki hafi náðst samkomulag um hana. „Við þessar aðstæður er snúið að sjá hvernig framhaldið getur orðið. Það hefur ekki áður gerst að minnihluti með þessum hætti meini meirihlutanum að koma fram málum sem eru tilbúin til afgreiðslu. En við verðum svo að meta í framhaldi hvernig er hægt að ljúka þingstörfum en það er ekki auðvelt við þessar aðstæður þegar samningviljinn er svona," segir Árni Páll. Þingflokkar stjórnarflokkanna munu nú meta næstu skref varðandi stjórnarskrána, en fyrir liggur að ljúka öðrum málum. Formaður Framsóknarflokksins segir tímann einfaldlega útrunnin varðandi stjórnarskrána. „Það er búið að hengja öll þessi frumvörp saman. Þetta er allt frá tillögu að nýrri stjórnarskrá sem breytingarákvæði að þessum tillögum formannanna. Þannig að það er óhjákvæmilegt að fara yfir allar þessar tillögur," segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. Er þá nokkuð því til fyrirstöðu að þið sitjið hér þar til daginn fyrir kjördag? „Það er alveg hægt en hins vegar hefur kosningabaráttan, það að hitta kjósendur, mikilvægt hlutverk líka." Sjálfstæðismenn bjóða upp á lausn sem þeir segja að tryggði framgang stjórnarskrármálsins á næsta þingi með sameiginlegri yfirlýsingu. „Á næsta kjörtímabili verður unnið að breytingum á stjórnarskránni, sama hverjir verða í ríkisstjórn, sama hvernig þingið verður saman sett. Það verður alveg án nokkurs vafa haldið áfram með þá vinnu sem hefur verið unnin á undanförnum árum. Og mér finnst miklu skipta að þegar niðurstaða fæst úr þeirri vinnu að þá takist okkur að fá þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem breið samstaða myndast meðal þjóðarinnar allrar um þá niðurstöðu," segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira