Gat ekki annað en grátið Tinna Rós Steinsdóttir skrifar 13. mars 2013 06:00 Jenný Þórunn (í miðjunni) greindist með krabbamein í haust og fékk Egill Fannar þá hugmynd að halda góðgerðarviku í MS, í hennar nafni. Aníta Rut Hilmarsdóttir er meðlimur í stjórn nemendafélags MS sem aðstoðaði Egil við að setja vikuna á stokk. fréttablaðið/Stefán „Það er skemmtilegt að finna hvað er mikill samhugur í nemendum. Málefnið stendur þeim nærri því margir þekkja Jenný persónulega og vita hvað er í gangi svo það er stórt hjarta í skólanum um þessar mundir,“ segir Egill Fannar Halldórsson, forsprakki Góðgerðarviku Menntaskólans við Sund. Vinkona Egils, Jenný Þórunn, greindist með krabbamein í október og fékk Egil skólann með sér í að sýna henni stuðning í veikindunum „Ég fékk hugmynd um að halda góðgerðarviku í hennar nafni og fékk nemendafélagið með mér í lið,“ segir Egill en að beiðni Jennýar var ákveðið að safna peningum til styrktar Ljósinu, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöðvar fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þeirra. Dagskrá vikunnar er fjölbreytt og ýmislegt gert til að safna peningum fyrir málefnið. „Friðrik Dór kom til dæmis í heimsókn í hádeginu í gær og Blár Ópal kemur í dag. Svo erum við með áheitarleik í gangi þar sem hægt er að heita á fólk að gera ýmislegt. Til dæmis er einn sem ætlar að húðflúra merki skólans á sig og annar sem ætlar að láta vaxa á sér bringuna,“ segir Egill. Jenný Þórunn útskrifaðist úr MS síðastliðið haust og greindist með krabbamein nokkrum mánuðum síðar. „Þetta er það síðasta sem maður á von á. Ég ætlaði að taka mér ársfrí frá námi og fara í heimsreisu með stelpunum. Þetta var aldrei á dagskrá,“ segir Jenný. Hún fékk beinkrabbamein í vinstra brjósthol og fór í aðgerð í janúar þar sem fjögur rifbein voru tekin úr henni og gervi rif sett í staðin. Þetta er sjaldgæf tegund krabbameins og að sögn Jennýar greinist það að meðaltali einu sinni á tveggja ára fresti. „Frá greiningu hef ég alltaf séð þetta sem verkefni sem ég þurfi bara að yfirstíg. Hugafarið skiptir svo svakalega miklu máli. Þetta er samt það erfiðasta sem ég hef nokkru sinni gengið í gegnum en er búin að fá ómetanlegan stuðning allt í kringum mig. Ég á eiginlega ekki orð yfir þessari viku, enda gat ég ekki annað en farið að gráta þegar Egill hringdi í mig til að segja mér frá þessu,“ segir hún og hlær. Í dag eru batahorfur Jennýar góðar og allt bendir til þess að öllum krabbanum hafi verið náð í aðgerðinni í janúar. Hún er þó rétt að byrja í lyfjameðferð og á því enn töluvert til stefnu. Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Fleiri fréttir Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Sjá meira
„Það er skemmtilegt að finna hvað er mikill samhugur í nemendum. Málefnið stendur þeim nærri því margir þekkja Jenný persónulega og vita hvað er í gangi svo það er stórt hjarta í skólanum um þessar mundir,“ segir Egill Fannar Halldórsson, forsprakki Góðgerðarviku Menntaskólans við Sund. Vinkona Egils, Jenný Þórunn, greindist með krabbamein í október og fékk Egil skólann með sér í að sýna henni stuðning í veikindunum „Ég fékk hugmynd um að halda góðgerðarviku í hennar nafni og fékk nemendafélagið með mér í lið,“ segir Egill en að beiðni Jennýar var ákveðið að safna peningum til styrktar Ljósinu, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöðvar fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þeirra. Dagskrá vikunnar er fjölbreytt og ýmislegt gert til að safna peningum fyrir málefnið. „Friðrik Dór kom til dæmis í heimsókn í hádeginu í gær og Blár Ópal kemur í dag. Svo erum við með áheitarleik í gangi þar sem hægt er að heita á fólk að gera ýmislegt. Til dæmis er einn sem ætlar að húðflúra merki skólans á sig og annar sem ætlar að láta vaxa á sér bringuna,“ segir Egill. Jenný Þórunn útskrifaðist úr MS síðastliðið haust og greindist með krabbamein nokkrum mánuðum síðar. „Þetta er það síðasta sem maður á von á. Ég ætlaði að taka mér ársfrí frá námi og fara í heimsreisu með stelpunum. Þetta var aldrei á dagskrá,“ segir Jenný. Hún fékk beinkrabbamein í vinstra brjósthol og fór í aðgerð í janúar þar sem fjögur rifbein voru tekin úr henni og gervi rif sett í staðin. Þetta er sjaldgæf tegund krabbameins og að sögn Jennýar greinist það að meðaltali einu sinni á tveggja ára fresti. „Frá greiningu hef ég alltaf séð þetta sem verkefni sem ég þurfi bara að yfirstíg. Hugafarið skiptir svo svakalega miklu máli. Þetta er samt það erfiðasta sem ég hef nokkru sinni gengið í gegnum en er búin að fá ómetanlegan stuðning allt í kringum mig. Ég á eiginlega ekki orð yfir þessari viku, enda gat ég ekki annað en farið að gráta þegar Egill hringdi í mig til að segja mér frá þessu,“ segir hún og hlær. Í dag eru batahorfur Jennýar góðar og allt bendir til þess að öllum krabbanum hafi verið náð í aðgerðinni í janúar. Hún er þó rétt að byrja í lyfjameðferð og á því enn töluvert til stefnu.
Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Fleiri fréttir Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Sjá meira